Áfram stelpur til framtíðar Svandís Svavarsdóttir og umhverfis- og auðlindaráðherra skrifa 8. mars 2013 06:00 Ég á tvær dætur og tvær dótturdætur. Ég er rík kona. Móðir mín var vinkona mín og fyrirmynd í svo ótal mörgu en kannski mest í tímalausu æðruleysi og gleði yfir því smáa í mannlífinu og náttúrunni. Og líka því að þora að taka rými á eigin forsendum. Reynsla kynslóðanna, frá konu til konu, milli systra, mæðgna og vinkvenna, felur í sér sköpunarkraft og hreyfiafl sem breytir heiminum og bætir hann á hverjum degi. Þessi kraftur er alla jafna ekki viðfangsefni stjórnmálanna en ætti að eiga þangað greiða leið, enda er þar vettvangur ákvarðanatöku og stefnumótunar um það hvers konar samfélag við byggjum. Konur endast skemur í pólitík en karlar en eiga þangað brýnt erindi ekki síður en þeir. Við sem erum konur í stjórnmálum þurfum að gera okkur grein fyrir þessu. Styðja hver aðra og hvetja hver aðra, líka þvert á flokkslínur og hópa. Hvetjum dætur okkar, systur og mæður til dáða, til að taka rými, láta að sér kveða og standa með öðrum konum. Ekki veitir af. Sögur kvenna þarf að segja. Þær eiga erindi en heyrast allt of sjaldan – í opinberri umræðu, í stjórnunarstöðum, á ritstjórnum fjölmiðla, í fræðum og vísindum, í listum, kvikmyndum og leikhúsi, í íþróttum og atvinnulífi. Líka í umræðu um félagslíf eða áfengismeðferðir. Alls staðar í samfélaginu. Á eigin forsendum. Enn minnir 8. mars okkur á endalausa vegferð kvenna á öllum tímum. Kröfuna um jöfn réttindi, frelsi til að vera og frelsi til að taka þátt. Frelsi til að ráða ráðum sínum, hafa vald á eigin líkama, njóta jafnræðis í launum, kjörum og tækifærum. Að þurfa ekki að óttast ofbeldi maka síns, ókunnugra eða kunnugra. Að ganga öruggar um götur og torg. Líka í myrkri. Líka undir áhrifum. Þegar heimilisofbeldi, mansali og vændi hefur verið útrýmt. Þegar konur verða hvergi verslunarvara. Þegar kjör karla og kvenna verða jöfn. Þegar stúlkur geta málað allan heiminn í sínum litum rétt eins og drengir. Þá er baráttunni lokið – ekki fyrr. Gleðilegan 8. mars! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ég á tvær dætur og tvær dótturdætur. Ég er rík kona. Móðir mín var vinkona mín og fyrirmynd í svo ótal mörgu en kannski mest í tímalausu æðruleysi og gleði yfir því smáa í mannlífinu og náttúrunni. Og líka því að þora að taka rými á eigin forsendum. Reynsla kynslóðanna, frá konu til konu, milli systra, mæðgna og vinkvenna, felur í sér sköpunarkraft og hreyfiafl sem breytir heiminum og bætir hann á hverjum degi. Þessi kraftur er alla jafna ekki viðfangsefni stjórnmálanna en ætti að eiga þangað greiða leið, enda er þar vettvangur ákvarðanatöku og stefnumótunar um það hvers konar samfélag við byggjum. Konur endast skemur í pólitík en karlar en eiga þangað brýnt erindi ekki síður en þeir. Við sem erum konur í stjórnmálum þurfum að gera okkur grein fyrir þessu. Styðja hver aðra og hvetja hver aðra, líka þvert á flokkslínur og hópa. Hvetjum dætur okkar, systur og mæður til dáða, til að taka rými, láta að sér kveða og standa með öðrum konum. Ekki veitir af. Sögur kvenna þarf að segja. Þær eiga erindi en heyrast allt of sjaldan – í opinberri umræðu, í stjórnunarstöðum, á ritstjórnum fjölmiðla, í fræðum og vísindum, í listum, kvikmyndum og leikhúsi, í íþróttum og atvinnulífi. Líka í umræðu um félagslíf eða áfengismeðferðir. Alls staðar í samfélaginu. Á eigin forsendum. Enn minnir 8. mars okkur á endalausa vegferð kvenna á öllum tímum. Kröfuna um jöfn réttindi, frelsi til að vera og frelsi til að taka þátt. Frelsi til að ráða ráðum sínum, hafa vald á eigin líkama, njóta jafnræðis í launum, kjörum og tækifærum. Að þurfa ekki að óttast ofbeldi maka síns, ókunnugra eða kunnugra. Að ganga öruggar um götur og torg. Líka í myrkri. Líka undir áhrifum. Þegar heimilisofbeldi, mansali og vændi hefur verið útrýmt. Þegar konur verða hvergi verslunarvara. Þegar kjör karla og kvenna verða jöfn. Þegar stúlkur geta málað allan heiminn í sínum litum rétt eins og drengir. Þá er baráttunni lokið – ekki fyrr. Gleðilegan 8. mars!
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun