Aftur í úrvalsflokk! Elín Hirst skrifar 13. apríl 2013 07:00 Öflugt heilbrigðiskerfi var stolt okkar Íslendinga um árabil og við gátum státað af því að vera með eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi. Margar þjóðir öfunduðu okkur af þessu. Íslenska heilbrigðiskerfið var eitt af því sem veitti borgurum þessa lands hvað mest öryggi. Þegar einhver varð veikur, ég tala nú ekki um einhver nákominn, var dásamlegt að lifa í landi þar sem maður gat verið fullviss um að alltaf var til staðar; færasta fólkið, bestu tækin og besti aðbúnaður sem þekktist. Þetta voru einhver mestu lífsgæði sem hugsast gátu og það var gott að vera Íslendingur með íslenska heilbrigðiskerfið að bakhjarli. En nú eru því miður breyttir tímar. Ástæðan er ekki hvað síst röng forgangsröðun stjórnvalda undanfarin fjögur ár sem hafa eytt ógrynni fjár í ESB-umsókn sem fæstir vilja, nýja stjórnarskrá frá grunni sem sannarlega er ekki þörf á, eða að taka rangar ákvarðanir við björgun fallinna fjármálastofnana eins og SpKef og fleira mætti tiltaka um ranga forgangsröð. Heilbrigði og menntun eru grunnstoðir þjóðfélags okkar, um það held ég að flestir Íslendingar séu sammála hvar sem þeir standa í pólitík. Hins vegar er nú svo komið að búið er að skera heilbrigðiskerfið inn að beini, starfsfólk í heilbrigðisgeiranum hefur tekið á sig stóraukið álag til að reyna halda fyrri gæðum, en auðvitað er það engan veginn hægt. Í ofanálag eru það ekki bara tæki Landspítalans sem eru úr sér gengin mörg hver, heldur eru húsnæðismál spítalans líka algerlega óviðunandi.Forgangsraða þarf rétt Á fundi sem samtök lækna héldu nýlega hélt Sigurður Guðmundsson, yfirlæknir og prófessor við læknadeild HÍ, afar fróðlegt erindi. Sigurður er mjög áhyggjufullur yfir stöðu heilbrigðismála í landinu, og vert að taka fullt mark á aðvörunum hans. Hann segist heldur ekki skilja hvernig stjórnvöld eigi peninga til að bjarga fjármálastofnunum eins og SpKef og Sjóvá, sem sagt sé að hafi kostað fimmtíu milljarða. Það sé ekki fjarri þeirri upphæð sem áætlað er að þurfti til að byggja nýjan spítala. Hvort vegi þyngra öflugt heilbrigðiskerfi eða framtíð SpKef og Sjóvár? Sigurður bætti við að einn samferðamaður sinn hefði sagt hvort ekki væri rétt að breyta skammstöfun Landspítala – háskólasjúkrahúss úr LSH í LMH, Landspítala – myglusjúkrahús, vegna myglunnar sem fundist hefur í húsnæði Landspítalans og hefur valdið starfsfólki og öðrum heilsutjóni. Auðvitað var þetta gráglettni, en undirtónninn er grafalvarlegur. Við Íslendingar erum sem betur fer þannig skapi farnir að við gefumst ekki upp. Fram undan er mikið uppbyggingarstarf innan heilbrigðiskerfisins. Fyrst þarf að efla atvinnulífið til þess að við getum veitt fólkinu okkar þá bestu velferð sem völ er á. Síðan er að forgangsraða rétt. Við sættum okkur ekki við neitt minna en úrvalsheilbrigðiskerfi og ef Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að næstu ríkisstjórn mun það verða sett á oddinn að endurheimta þann gæðastimpil sem íslensku heilbrigðiskerfi ber. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Öflugt heilbrigðiskerfi var stolt okkar Íslendinga um árabil og við gátum státað af því að vera með eitt besta heilbrigðiskerfi í heimi. Margar þjóðir öfunduðu okkur af þessu. Íslenska heilbrigðiskerfið var eitt af því sem veitti borgurum þessa lands hvað mest öryggi. Þegar einhver varð veikur, ég tala nú ekki um einhver nákominn, var dásamlegt að lifa í landi þar sem maður gat verið fullviss um að alltaf var til staðar; færasta fólkið, bestu tækin og besti aðbúnaður sem þekktist. Þetta voru einhver mestu lífsgæði sem hugsast gátu og það var gott að vera Íslendingur með íslenska heilbrigðiskerfið að bakhjarli. En nú eru því miður breyttir tímar. Ástæðan er ekki hvað síst röng forgangsröðun stjórnvalda undanfarin fjögur ár sem hafa eytt ógrynni fjár í ESB-umsókn sem fæstir vilja, nýja stjórnarskrá frá grunni sem sannarlega er ekki þörf á, eða að taka rangar ákvarðanir við björgun fallinna fjármálastofnana eins og SpKef og fleira mætti tiltaka um ranga forgangsröð. Heilbrigði og menntun eru grunnstoðir þjóðfélags okkar, um það held ég að flestir Íslendingar séu sammála hvar sem þeir standa í pólitík. Hins vegar er nú svo komið að búið er að skera heilbrigðiskerfið inn að beini, starfsfólk í heilbrigðisgeiranum hefur tekið á sig stóraukið álag til að reyna halda fyrri gæðum, en auðvitað er það engan veginn hægt. Í ofanálag eru það ekki bara tæki Landspítalans sem eru úr sér gengin mörg hver, heldur eru húsnæðismál spítalans líka algerlega óviðunandi.Forgangsraða þarf rétt Á fundi sem samtök lækna héldu nýlega hélt Sigurður Guðmundsson, yfirlæknir og prófessor við læknadeild HÍ, afar fróðlegt erindi. Sigurður er mjög áhyggjufullur yfir stöðu heilbrigðismála í landinu, og vert að taka fullt mark á aðvörunum hans. Hann segist heldur ekki skilja hvernig stjórnvöld eigi peninga til að bjarga fjármálastofnunum eins og SpKef og Sjóvá, sem sagt sé að hafi kostað fimmtíu milljarða. Það sé ekki fjarri þeirri upphæð sem áætlað er að þurfti til að byggja nýjan spítala. Hvort vegi þyngra öflugt heilbrigðiskerfi eða framtíð SpKef og Sjóvár? Sigurður bætti við að einn samferðamaður sinn hefði sagt hvort ekki væri rétt að breyta skammstöfun Landspítala – háskólasjúkrahúss úr LSH í LMH, Landspítala – myglusjúkrahús, vegna myglunnar sem fundist hefur í húsnæði Landspítalans og hefur valdið starfsfólki og öðrum heilsutjóni. Auðvitað var þetta gráglettni, en undirtónninn er grafalvarlegur. Við Íslendingar erum sem betur fer þannig skapi farnir að við gefumst ekki upp. Fram undan er mikið uppbyggingarstarf innan heilbrigðiskerfisins. Fyrst þarf að efla atvinnulífið til þess að við getum veitt fólkinu okkar þá bestu velferð sem völ er á. Síðan er að forgangsraða rétt. Við sættum okkur ekki við neitt minna en úrvalsheilbrigðiskerfi og ef Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að næstu ríkisstjórn mun það verða sett á oddinn að endurheimta þann gæðastimpil sem íslensku heilbrigðiskerfi ber.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun