Framsókn spillir samningsstöðu Íslands 19. apríl 2013 06:00 Allir Íslendingar eru að sjálfsögðu sammála um að við útgreiðslur úr þrotabúum bankanna verði hagsmuna Íslands gætt í hvívetna. Um þetta var til að mynda alger pólitísk samstaða á Alþingi við breytingar á lögum um gjaldeyrishöft fyrr í vetur. Því miður hefur Framsóknarflokkurinn hins vegar tekið sig til og lofað að verja hugsanlegum ávinningi íslenska ríkisins með ákveðnum hætti, einkum til að greiða niður skuldir manna sem þurfa ekki endilega á því að halda. Þetta þýðir að komist Framsóknarflokkurinn til valda eftir kosningar vita núverandi eigendur föllnu bankanna (ýmist kallaðir „vogunarsjóðir“ eða „hrægammar“) að Framsóknarflokknum liggur á að semja. Að öðrum kosti á hann enga möguleika á að fjármagna kosningaloforð sín. Þeir vita líka að aðeins þarf að henda ákveðið mörgum íslenskum krónum í Framsóknarflokkinn til að hann telji sig geta efnt kosningaloforðin.Sárgrætileg staða En er ekki mikilvægt fyrir Ísland að fá einnig erlendan gjaldeyri úr samningum við eigendur gömlu bankana? Við þurfum að greiða gríðarlegar erlendar skuldir ríkissjóðs. Nú fer nær allur tekjuskattur, sem við launþegar greiðum um hver mánaðamót, í vaxtakostnað ríkissjóðs. Það er sárgrætileg staða þegar svo margt þarf að gera hér heima fyrir, sérstaklega í heilbrigðismálum. Framsókn telur mikilvægara að eyða stórum fjárhæðum, sem reyndar eru ekki enn einu sinni komnar í ausuna, hvað þá sopnar, í að hjálpa fólki sem margt hvert getur vel hjálpað sér sjálft, en að t.d. byggja upp Landspítalann úr þeim rústum sem hann er í eftir harkalegan niðurskurð síðustu ára. Framsóknarflokkurinn hefur með þessari framkomu í kosningabaráttunni spillt samningsstöðu Íslands erlendis. Ef ég væri „hrægammur“ myndi ég kjósa Framsóknarflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Allir Íslendingar eru að sjálfsögðu sammála um að við útgreiðslur úr þrotabúum bankanna verði hagsmuna Íslands gætt í hvívetna. Um þetta var til að mynda alger pólitísk samstaða á Alþingi við breytingar á lögum um gjaldeyrishöft fyrr í vetur. Því miður hefur Framsóknarflokkurinn hins vegar tekið sig til og lofað að verja hugsanlegum ávinningi íslenska ríkisins með ákveðnum hætti, einkum til að greiða niður skuldir manna sem þurfa ekki endilega á því að halda. Þetta þýðir að komist Framsóknarflokkurinn til valda eftir kosningar vita núverandi eigendur föllnu bankanna (ýmist kallaðir „vogunarsjóðir“ eða „hrægammar“) að Framsóknarflokknum liggur á að semja. Að öðrum kosti á hann enga möguleika á að fjármagna kosningaloforð sín. Þeir vita líka að aðeins þarf að henda ákveðið mörgum íslenskum krónum í Framsóknarflokkinn til að hann telji sig geta efnt kosningaloforðin.Sárgrætileg staða En er ekki mikilvægt fyrir Ísland að fá einnig erlendan gjaldeyri úr samningum við eigendur gömlu bankana? Við þurfum að greiða gríðarlegar erlendar skuldir ríkissjóðs. Nú fer nær allur tekjuskattur, sem við launþegar greiðum um hver mánaðamót, í vaxtakostnað ríkissjóðs. Það er sárgrætileg staða þegar svo margt þarf að gera hér heima fyrir, sérstaklega í heilbrigðismálum. Framsókn telur mikilvægara að eyða stórum fjárhæðum, sem reyndar eru ekki enn einu sinni komnar í ausuna, hvað þá sopnar, í að hjálpa fólki sem margt hvert getur vel hjálpað sér sjálft, en að t.d. byggja upp Landspítalann úr þeim rústum sem hann er í eftir harkalegan niðurskurð síðustu ára. Framsóknarflokkurinn hefur með þessari framkomu í kosningabaráttunni spillt samningsstöðu Íslands erlendis. Ef ég væri „hrægammur“ myndi ég kjósa Framsóknarflokkinn.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun