Mun salan á Götze trufla lið Dortmund? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 í sviðsljósinu Það er spurning hvort Mario Götze spili með Dortmund í kvöld í ljósi þess að hann er á leiðinni til Bayern.nordicphotos/afp Leikmenn Borussia Dortmund mæta fullir sjálfstrausts í leikinn gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðin mættust í riðlakeppninni fyrr í vetur og þá vann Dortmund heimaleikinn sinn, 2-1, og nældi sér síðan í jafntefli, 2-2, á útivelli. Jürgen Klopp, þjálfari liðsins, var líka ánægður með dráttinn og sagði að það væri gott að mæta liði sem Dortmund hefði þegar tekist að vinna í vetur. Í gær láku út þau stórtíðindi að stjarna Dortmund-liðsins, Mario Götze, hefði verið seld til erkifjendanna í Bayern München. Það gæti truflað undirbúning liðsins og tíðindin voru klárlega ekki til þess að kæta stuðningsmenn liðsins. „Götze er að fara af því að hann var efstur á óskalista Peps Guardiola. Hann vill spila fyrir hann. Ef þetta er því einhverjum að kenna þá er það mér að kenna. Ég get ekki minnkað mig um 15 sentímetra og farið að tala spænsku,“ sagði Klopp þjálfari og var eðlilega ekkert allt of kátur með að missa Götze. „Ég vissi af þessu daginn eftir sigurinn gegn Malaga. Ég get fullvissað alla um að þetta mun ekki hafa áhrif á okkar einbeitingu. Ég vona að stuðningsmenn okkar jafni sig á þessum tíðindum og standi þétt við bakið á okkur því við erum í einstakri aðstöðu til þess að gera frábæra hluti.“ Talsvert var gert með feluleik Barcelona í gær um það hvort Lionel Messi myndi spila í gær eða ekki. Mourinho stóð ekki í neinu slíku á blaðamannafundi í gær og gaf út byrjunarlið sitt. „Þið viljið vita hvernig liðið verður, er það ekki? Ekkert mál. Í liðinu verða Diego Lopez, Sergio Ramos, Raphael Varane, Pepe, Fabio Coentrao, Sami Khedira, Xabi Alonso, Cristiano Ronaldo, Angel di Maria og Gonzalo Higuain,“ sagði Mourinho brattur. „Di Maria var að eignast dóttur í dag en getur spilað þó svo að hann sé í erfiðu andlegu ástandi.“ Flestir spá því að Real Madrid muni fara í úrslitaleikinn en Mourinho ber mikla virðingu fyrir liði Dortmund. „Ég er í undanúrslitum í sjötta skipti. Það búast allir við slíku frá mér. Þessi fjögur lið, plús Man. Utd og Juventus, eru bestu lið Evrópu. Öll þessi lið eiga möguleika og það er erfitt að spá í það hvernig þetta fer allt saman,“ sagði Portúgalinn en hann vildi lítið tjá sig um Mario Götze. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira
Leikmenn Borussia Dortmund mæta fullir sjálfstrausts í leikinn gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðin mættust í riðlakeppninni fyrr í vetur og þá vann Dortmund heimaleikinn sinn, 2-1, og nældi sér síðan í jafntefli, 2-2, á útivelli. Jürgen Klopp, þjálfari liðsins, var líka ánægður með dráttinn og sagði að það væri gott að mæta liði sem Dortmund hefði þegar tekist að vinna í vetur. Í gær láku út þau stórtíðindi að stjarna Dortmund-liðsins, Mario Götze, hefði verið seld til erkifjendanna í Bayern München. Það gæti truflað undirbúning liðsins og tíðindin voru klárlega ekki til þess að kæta stuðningsmenn liðsins. „Götze er að fara af því að hann var efstur á óskalista Peps Guardiola. Hann vill spila fyrir hann. Ef þetta er því einhverjum að kenna þá er það mér að kenna. Ég get ekki minnkað mig um 15 sentímetra og farið að tala spænsku,“ sagði Klopp þjálfari og var eðlilega ekkert allt of kátur með að missa Götze. „Ég vissi af þessu daginn eftir sigurinn gegn Malaga. Ég get fullvissað alla um að þetta mun ekki hafa áhrif á okkar einbeitingu. Ég vona að stuðningsmenn okkar jafni sig á þessum tíðindum og standi þétt við bakið á okkur því við erum í einstakri aðstöðu til þess að gera frábæra hluti.“ Talsvert var gert með feluleik Barcelona í gær um það hvort Lionel Messi myndi spila í gær eða ekki. Mourinho stóð ekki í neinu slíku á blaðamannafundi í gær og gaf út byrjunarlið sitt. „Þið viljið vita hvernig liðið verður, er það ekki? Ekkert mál. Í liðinu verða Diego Lopez, Sergio Ramos, Raphael Varane, Pepe, Fabio Coentrao, Sami Khedira, Xabi Alonso, Cristiano Ronaldo, Angel di Maria og Gonzalo Higuain,“ sagði Mourinho brattur. „Di Maria var að eignast dóttur í dag en getur spilað þó svo að hann sé í erfiðu andlegu ástandi.“ Flestir spá því að Real Madrid muni fara í úrslitaleikinn en Mourinho ber mikla virðingu fyrir liði Dortmund. „Ég er í undanúrslitum í sjötta skipti. Það búast allir við slíku frá mér. Þessi fjögur lið, plús Man. Utd og Juventus, eru bestu lið Evrópu. Öll þessi lið eiga möguleika og það er erfitt að spá í það hvernig þetta fer allt saman,“ sagði Portúgalinn en hann vildi lítið tjá sig um Mario Götze.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira