Eigum við að bæta lífskjör? Magnús Orri Schram skrifar 25. apríl 2013 06:00 Undanfarin ár hafa landsmenn búið við niðurskurð og auknar álögur til að greiða kostnað hrunsins. Sameiginlegur sjóður landsmanna var rekinn með 216 milljarða halla en er nú kominn í jafnvægi þrátt fyrir 90 milljarða vaxtagreiðslur. Á grunni þessarar vinnu birtast nú himinháir kosningavíxlar. Hvað á að gera? Sumir vilja lækka skatta á þá ríkustu. Hækka skatta á tekjulága og lækka skatta á tekjuháa í gegnum afnám þrepaskiptingu tekjuskatts. Aðrir vilja lækka skuldir allra um 20%. Það yrði vissulega gaman í smá stund en svo ekki meir. Þremur til fjórum árum síðar yrðum við á sama stað með skuldir heimilanna enda myndi verðbólgan æða áfram. En ríkissjóður yrði 300 milljörðum fátækari. Við jafnaðarmenn teljum skynsamlegra að greiða niður skuldir, lækka 90 milljarða reikninginn og forgangsraða í þágu velferðar. En best væri að breyta kerfinu.Hvernig á að gera það? Við jafnaðarmenn teljum að besta leiðin til að bæta lífskjörin sé að taka upp nýja gjaldgenga mynt. Mynt sem heldur verðgildi sínu. Núna greiða heimilin, fyrirtækin og hið opinbera 150 milljarða á ári fyrir að hafa krónuna. Verðbólga á Íslandi er þrisvar sinnum hærri en innan evrulanda. Vextir á Íslandi eru ríflega tvisvar sinnum hærri en í Evrópu. Ný mynt á Íslandi myndi gera verðtryggingu óþarfa og lækka matarverð. Um leið yrði auðveldara fyrir fyrirtækin að ráðast í fjárfestingar og fjölga störfum. Þannig gætu hið opinbera, heimilin og fyrirtækin notað 150 milljarða krónuskatt í annað. Og hvenær á að gera það? Stöðugleikinn er ekki fjarlæg draumsýn. Ný ríkisstjórn gæti lokið viðræðum og efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili. Segi þjóðin já, væri nokkrum mánuðum síðar hægt að tengja krónu við evru með svipuðum hætti og Danir gera. Það er því raunsætt að komast í gjaldmiðlasamstarf eftir tvö ár, einhendi flokkarnir sér að ljúka viðræðum. Þá leið vilja jafnaðarmenn fara til að bæta lífskjör á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa landsmenn búið við niðurskurð og auknar álögur til að greiða kostnað hrunsins. Sameiginlegur sjóður landsmanna var rekinn með 216 milljarða halla en er nú kominn í jafnvægi þrátt fyrir 90 milljarða vaxtagreiðslur. Á grunni þessarar vinnu birtast nú himinháir kosningavíxlar. Hvað á að gera? Sumir vilja lækka skatta á þá ríkustu. Hækka skatta á tekjulága og lækka skatta á tekjuháa í gegnum afnám þrepaskiptingu tekjuskatts. Aðrir vilja lækka skuldir allra um 20%. Það yrði vissulega gaman í smá stund en svo ekki meir. Þremur til fjórum árum síðar yrðum við á sama stað með skuldir heimilanna enda myndi verðbólgan æða áfram. En ríkissjóður yrði 300 milljörðum fátækari. Við jafnaðarmenn teljum skynsamlegra að greiða niður skuldir, lækka 90 milljarða reikninginn og forgangsraða í þágu velferðar. En best væri að breyta kerfinu.Hvernig á að gera það? Við jafnaðarmenn teljum að besta leiðin til að bæta lífskjörin sé að taka upp nýja gjaldgenga mynt. Mynt sem heldur verðgildi sínu. Núna greiða heimilin, fyrirtækin og hið opinbera 150 milljarða á ári fyrir að hafa krónuna. Verðbólga á Íslandi er þrisvar sinnum hærri en innan evrulanda. Vextir á Íslandi eru ríflega tvisvar sinnum hærri en í Evrópu. Ný mynt á Íslandi myndi gera verðtryggingu óþarfa og lækka matarverð. Um leið yrði auðveldara fyrir fyrirtækin að ráðast í fjárfestingar og fjölga störfum. Þannig gætu hið opinbera, heimilin og fyrirtækin notað 150 milljarða krónuskatt í annað. Og hvenær á að gera það? Stöðugleikinn er ekki fjarlæg draumsýn. Ný ríkisstjórn gæti lokið viðræðum og efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili. Segi þjóðin já, væri nokkrum mánuðum síðar hægt að tengja krónu við evru með svipuðum hætti og Danir gera. Það er því raunsætt að komast í gjaldmiðlasamstarf eftir tvö ár, einhendi flokkarnir sér að ljúka viðræðum. Þá leið vilja jafnaðarmenn fara til að bæta lífskjör á Íslandi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun