Opin miðborg í andlitslyftingu Jakob Frímann Magnússon skrifar 21. maí 2013 09:30 Margumbeðnar og löngu tímabærar endurbætur á Hverfisgötu hefjast innan tveggja mánaða. Stór hluti götunnar verður lagfærður í tveimur áföngum frá júlí og fram í október: Fyrst frá Vitastíg vestur að Frakkastíg og síðan frá Frakkastíg að Klapparstíg. Lokið verður við það sem eftir stendur um mitt næsta ár. Auk jarðvegsskipta, hellulagna og malbikunar verða lagnir í götunni endurnýjaðar en sumar þeirra voru lagðar fyrir heilli öld. Þá verður lýsing bætt á Hverfisgötunni. Alls kosta umræddar endurbætur á Hverfisgötu um 1.600 milljónir króna. Þá standa nú yfir endurbætur á neðsta hluta Klapparstígs auk þess sem efsti hluti Frakkastígs verður lagfærður frá og með júlí. Vel á þriðja milljarði verður þannig varið til endurbóta og fegrunar Hverfisgötu, Klapparstígs og Frakkastígs á næstu þremur misserum.Langþráð fagnaðarefni Þessum myndarlegu fjárfestingum í miðborg Reykjavíkur hljóta allir að fagna, ekki síst þeir sem þar búa og starfa. Ljóst er þó að endurbótum sem þessum fylgja óhjákvæmilega tímabundin óþægindi og rask, sem veldur eðlilega áhyggjum í hópi þeirra rekstraraðila sem næst starfa framkvæmdunum. Undanfarnar vikur hafa átt sér stað viðræður, samningaumleitanir, dreifing kynningarefnis og opinn kynningarfundur í þeim tilgangi að upplýsa sem flesta sem láta sig málið varða um fyrirhugaðar framkvæmdir. Ekki eru mörg ár síðan verulega reyndi á þolrif rekstraraðila við Skólavörðustíg sem þurftu að standa af sér tveggja ára uppskurðar- og endurbótaferli, en það reyndist sannarlega biðarinnar virði. Skólavörðustígurinn er nú ein fegursta og blómlegasta gata miðborgarinnar og rekstraraðilar þar eru öðrum fyrirmynd í starfsgleði sinni, frumkvæði og samstöðu. Sama gildir um Klapparstíg sem í fyrra var tekinn í gegn og gerður að vistgötu frá Hverfisgötu að Skólavörðustíg, eftir að rekstraraðilar höfðu á opnum borgarafundi árið áður skorað á borgaryfirvöld að draga þær framkvæmdir ekki lengur. Bæði Klapparstígur og Skólavörðustígur gefa vísbendingu um hvers er að vænta á Hverfisgötunni að framkvæmdum loknum.Glæstasta gata borgarinnar? Hverfisgatan hefur alla burði til að verða glæsilegasta gata Reykjavíkur. Hún byrjar sannarlega fagurlega með reisulegum byggingum á borð við Hótel 101, Þjóðmenningarhúsið, Þjóðleikhúsið, Hótel Reykjavík Residence, Danska sendiráðið o.fl. Við Smiðjustíg fer götunni hins vegar hrakandi, enda hafa fyrirhugaðar stórframkvæmdir frá Hverfisgötu 30-38 (neðan Hjartatorgs á Hljómalindarreit) verið í salti frá 2008 þar til nú að nýir eigendur tóku við og hefja á næstunni framkvæmdir við byggingar sem hýsa munu margþættan rekstur. Þá er gert ráð fyrir torgi, opnu almenningi, þar sem Hjartatorg er nú.Opin og aðgengileg miðborg Mikilvægt er að almenningur geri sér grein fyrir því að miðborgin verður opin og aðgengileg þrátt fyrir áðurnefnt rask. Sérstök áhersla verður lögð á vel merktar hjáleiðir þar sem þeirra er þörf og tryggt aðgengi að öllu rekstrar- og íbúðarhúsnæði. Sú andlitslyfting sem hér um ræðir kann að reyna tímabundið á þolrif ýmissa á þessu viðkvæma svæði, en mun fyrr en varir skila okkur enn fegurri, nútímalegri og blómlegri miðborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Margumbeðnar og löngu tímabærar endurbætur á Hverfisgötu hefjast innan tveggja mánaða. Stór hluti götunnar verður lagfærður í tveimur áföngum frá júlí og fram í október: Fyrst frá Vitastíg vestur að Frakkastíg og síðan frá Frakkastíg að Klapparstíg. Lokið verður við það sem eftir stendur um mitt næsta ár. Auk jarðvegsskipta, hellulagna og malbikunar verða lagnir í götunni endurnýjaðar en sumar þeirra voru lagðar fyrir heilli öld. Þá verður lýsing bætt á Hverfisgötunni. Alls kosta umræddar endurbætur á Hverfisgötu um 1.600 milljónir króna. Þá standa nú yfir endurbætur á neðsta hluta Klapparstígs auk þess sem efsti hluti Frakkastígs verður lagfærður frá og með júlí. Vel á þriðja milljarði verður þannig varið til endurbóta og fegrunar Hverfisgötu, Klapparstígs og Frakkastígs á næstu þremur misserum.Langþráð fagnaðarefni Þessum myndarlegu fjárfestingum í miðborg Reykjavíkur hljóta allir að fagna, ekki síst þeir sem þar búa og starfa. Ljóst er þó að endurbótum sem þessum fylgja óhjákvæmilega tímabundin óþægindi og rask, sem veldur eðlilega áhyggjum í hópi þeirra rekstraraðila sem næst starfa framkvæmdunum. Undanfarnar vikur hafa átt sér stað viðræður, samningaumleitanir, dreifing kynningarefnis og opinn kynningarfundur í þeim tilgangi að upplýsa sem flesta sem láta sig málið varða um fyrirhugaðar framkvæmdir. Ekki eru mörg ár síðan verulega reyndi á þolrif rekstraraðila við Skólavörðustíg sem þurftu að standa af sér tveggja ára uppskurðar- og endurbótaferli, en það reyndist sannarlega biðarinnar virði. Skólavörðustígurinn er nú ein fegursta og blómlegasta gata miðborgarinnar og rekstraraðilar þar eru öðrum fyrirmynd í starfsgleði sinni, frumkvæði og samstöðu. Sama gildir um Klapparstíg sem í fyrra var tekinn í gegn og gerður að vistgötu frá Hverfisgötu að Skólavörðustíg, eftir að rekstraraðilar höfðu á opnum borgarafundi árið áður skorað á borgaryfirvöld að draga þær framkvæmdir ekki lengur. Bæði Klapparstígur og Skólavörðustígur gefa vísbendingu um hvers er að vænta á Hverfisgötunni að framkvæmdum loknum.Glæstasta gata borgarinnar? Hverfisgatan hefur alla burði til að verða glæsilegasta gata Reykjavíkur. Hún byrjar sannarlega fagurlega með reisulegum byggingum á borð við Hótel 101, Þjóðmenningarhúsið, Þjóðleikhúsið, Hótel Reykjavík Residence, Danska sendiráðið o.fl. Við Smiðjustíg fer götunni hins vegar hrakandi, enda hafa fyrirhugaðar stórframkvæmdir frá Hverfisgötu 30-38 (neðan Hjartatorgs á Hljómalindarreit) verið í salti frá 2008 þar til nú að nýir eigendur tóku við og hefja á næstunni framkvæmdir við byggingar sem hýsa munu margþættan rekstur. Þá er gert ráð fyrir torgi, opnu almenningi, þar sem Hjartatorg er nú.Opin og aðgengileg miðborg Mikilvægt er að almenningur geri sér grein fyrir því að miðborgin verður opin og aðgengileg þrátt fyrir áðurnefnt rask. Sérstök áhersla verður lögð á vel merktar hjáleiðir þar sem þeirra er þörf og tryggt aðgengi að öllu rekstrar- og íbúðarhúsnæði. Sú andlitslyfting sem hér um ræðir kann að reyna tímabundið á þolrif ýmissa á þessu viðkvæma svæði, en mun fyrr en varir skila okkur enn fegurri, nútímalegri og blómlegri miðborg.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar