Veiðigjaldið er lang- hagkvæmasta tekjulindin Jón Steinsson skrifar 15. júní 2013 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um lækkun veiðigjaldsins á komandi fiskveiðiári. Samkvæmt frumvarpinu verður veiðigjaldið 9,8 ma.kr en núverandi lög gera ráð fyrir veiðigjaldi upp á 13,8 ma.kr á komandi fiskveiðiári. Veiðigjaldið á að tryggja að þjóðin njóti sanngjarns hluta þess auðlindaarðs sem sjávarauðlindin skilar. Gjaldið á að vera eins konar leigugjald fyrir afnotaréttinn af auðlindinni. En hversu hátt er eðlilegt leigugjald? Besta leiðin til þess að komast að því væri að bjóða afnotaréttinn upp. Það væri markaðsleið til þess að ákvarða leigugjaldið. En það er ekki gert og því er nauðsynlegt að meta eðlilegt leigugjald á annan hátt. Ein leið til þess er að meta auðlindaarðinn út frá afkomu greinarinnar. Það má gera með því að líta á tekjur útgerðarinnar, draga frá allan tilkostnað, laun, viðhald og annað þess háttar og draga svo einnig frá eðlilegan arð af því fé sem útgerðin hefur lagt í reksturinn. Þegar auðlindaarðurinn er metinn á þennan hátt kemur í ljós að hann var 56 ma.kr á árinu 2011 (á verðlagi ársins 2012). Á árunum 2008-2010 var hann á bilinu 38-46 ma.kr. Hér miða ég við að útgerðin fái 8% arð af því fé sem hún leggur í reksturinn. Þorskkvóti hefur vaxið talsvert síðan árið 2011. Það bendir til þess að auðlindaarðurinn verði mun hærri á komandi fiskveiðiári. Á móti kemur að verð á bolfiski hefur lækkað. En það er þó enn hátt í sögulegu samhengi og svipað því sem það var árið 2010. Ef við gefum okkur það varfærnislega mat að auðlindaarðurinn verði jafn mikill á komandi ári og árið 2011 gerir frumvarp sjávarútvegsráðherra ráð fyrir því að einungis tæplega 18% af auðlindaarðinum í sjávarútvegi renni til þjóðarinnar en ríflega 82% renni til útgerðarinnar. Í raun er ríkisstjórnin að veita útgerðinni 46 ma.kr afslátt af eðlilegu leigugjaldi af afnotaréttinum af auðlindinni á komandi fiskveiðiári.Hagkvæm tekjulind Forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar er tíðrætt um slæma stöðu ríkissjóðs. Í þessu ljósi er sérstaklega skrítið að ríkisstjórnin skuli ákveða að lækka veiðigjaldið. Veiðigjaldið er lang hagkvæmasta tekjulind ríkissjóðs. Flestir skattar eru vinnuletjandi og draga því þrótt úr hagkerfinu. Þetta á ekki við um veiðigjaldið (og auðlindagjöld almennt). Það er vegna þess að veiðigjaldið er einungis lagt á umframhagnað – þ.e. hagnað umfram þann hagnað sem útgerðin þyrfti til þess að fá eðlilegan arð af því fé sem lagt hefur verið í reksturinn. Þar sem gjaldheimtunni er hagað með þessum hætti hefur hún ekki áhrif á hegðun fyrirtækjanna (nema hvað þau greiða vitaskuld lægri arðgreiðslur til eigenda sinna). Með öðrum orðum, jafn margir fiskar verða dregnir úr sjó og jafn mikil verðmæti búin til úr þeim hvort sem veiðigjaldið er tíu ma.kr eða þrjátíu ma.kr. Hagnaður útgerðarinnar er ævintýralegur í báðum tilvikum. Hver króna sem ríkisstjórnin veitir útgerðinni í afslátt af eðlilegu leigugjaldi þýðir að hún þarf að hækka aðra (vinnuletjandi) skatta um eina krónu eða lækka útgjöld ríkisins um eina krónu. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar tala um að auka hagvöxt. Einfaldasta leiðin til þess væri að lækka vinnuletjandi skatta og hækka veiðigjaldið á móti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um lækkun veiðigjaldsins á komandi fiskveiðiári. Samkvæmt frumvarpinu verður veiðigjaldið 9,8 ma.kr en núverandi lög gera ráð fyrir veiðigjaldi upp á 13,8 ma.kr á komandi fiskveiðiári. Veiðigjaldið á að tryggja að þjóðin njóti sanngjarns hluta þess auðlindaarðs sem sjávarauðlindin skilar. Gjaldið á að vera eins konar leigugjald fyrir afnotaréttinn af auðlindinni. En hversu hátt er eðlilegt leigugjald? Besta leiðin til þess að komast að því væri að bjóða afnotaréttinn upp. Það væri markaðsleið til þess að ákvarða leigugjaldið. En það er ekki gert og því er nauðsynlegt að meta eðlilegt leigugjald á annan hátt. Ein leið til þess er að meta auðlindaarðinn út frá afkomu greinarinnar. Það má gera með því að líta á tekjur útgerðarinnar, draga frá allan tilkostnað, laun, viðhald og annað þess háttar og draga svo einnig frá eðlilegan arð af því fé sem útgerðin hefur lagt í reksturinn. Þegar auðlindaarðurinn er metinn á þennan hátt kemur í ljós að hann var 56 ma.kr á árinu 2011 (á verðlagi ársins 2012). Á árunum 2008-2010 var hann á bilinu 38-46 ma.kr. Hér miða ég við að útgerðin fái 8% arð af því fé sem hún leggur í reksturinn. Þorskkvóti hefur vaxið talsvert síðan árið 2011. Það bendir til þess að auðlindaarðurinn verði mun hærri á komandi fiskveiðiári. Á móti kemur að verð á bolfiski hefur lækkað. En það er þó enn hátt í sögulegu samhengi og svipað því sem það var árið 2010. Ef við gefum okkur það varfærnislega mat að auðlindaarðurinn verði jafn mikill á komandi ári og árið 2011 gerir frumvarp sjávarútvegsráðherra ráð fyrir því að einungis tæplega 18% af auðlindaarðinum í sjávarútvegi renni til þjóðarinnar en ríflega 82% renni til útgerðarinnar. Í raun er ríkisstjórnin að veita útgerðinni 46 ma.kr afslátt af eðlilegu leigugjaldi af afnotaréttinum af auðlindinni á komandi fiskveiðiári.Hagkvæm tekjulind Forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar er tíðrætt um slæma stöðu ríkissjóðs. Í þessu ljósi er sérstaklega skrítið að ríkisstjórnin skuli ákveða að lækka veiðigjaldið. Veiðigjaldið er lang hagkvæmasta tekjulind ríkissjóðs. Flestir skattar eru vinnuletjandi og draga því þrótt úr hagkerfinu. Þetta á ekki við um veiðigjaldið (og auðlindagjöld almennt). Það er vegna þess að veiðigjaldið er einungis lagt á umframhagnað – þ.e. hagnað umfram þann hagnað sem útgerðin þyrfti til þess að fá eðlilegan arð af því fé sem lagt hefur verið í reksturinn. Þar sem gjaldheimtunni er hagað með þessum hætti hefur hún ekki áhrif á hegðun fyrirtækjanna (nema hvað þau greiða vitaskuld lægri arðgreiðslur til eigenda sinna). Með öðrum orðum, jafn margir fiskar verða dregnir úr sjó og jafn mikil verðmæti búin til úr þeim hvort sem veiðigjaldið er tíu ma.kr eða þrjátíu ma.kr. Hagnaður útgerðarinnar er ævintýralegur í báðum tilvikum. Hver króna sem ríkisstjórnin veitir útgerðinni í afslátt af eðlilegu leigugjaldi þýðir að hún þarf að hækka aðra (vinnuletjandi) skatta um eina krónu eða lækka útgjöld ríkisins um eina krónu. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar tala um að auka hagvöxt. Einfaldasta leiðin til þess væri að lækka vinnuletjandi skatta og hækka veiðigjaldið á móti.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun