Strámaður á Sprengisandi Þorsteinn Víglundsson skrifar 3. júlí 2013 07:30 Forsætisráðherra var í viðtali á Sprengisandi síðastliðinn laugardag. Margt kom þar fram sem tekið er undir. Ráðherra ræddi mikilvægi þess að auka fjárfestingar og nauðsyn þess að efla verðmætasköpun í atvinnulífinu. Hann sagði mikilvægt að fyrirhugaðar breytingar á sköttum hvetji fyrirtækin til að ráða fólk til starfa. Þannig geti kaupmáttur launa aukist og lífskjör batnað. Undir þetta taka Samtök atvinnulífsins. Einnig um nauðsyn þess að taka á hallarekstri ríkissjóðs og áhyggjur forsætisráðherra um kostnað ríkisins vegna loforða stjórnmálamanna sem ekki hafa enn verið uppfyllt. Gagnrýni SA á þingsályktun um skuldavanda heimila byggir einmitt á áhyggjum af áhrifum fyrirhugaðra aðgerða á efnahagslífið. Í umsögn SA er fjallað um óviðunandi sveiflur sem um langa hríð hafa einkennt efnahagslífið og valda aftur og aftur heimilum og fyrirtækjum miklum búsifjum. Sterkustu varnaðarorðin varða síðan afleiðingar þess að almenn höfuðstólslækkun íbúðalána verði á kostnað ríkissjóðs. Forsætisráðherra sakaði SA um tvískinnung. Þau væru á móti almennri lækkun íbúðaskulda heimila en kölluðu eftir slíku fyrir fyrirtækin. SA og aðildarfélögin stóðu ásamt stjórnvöldum að lausn fyrir fyrirtæki sem kölluð var Beina brautin. Byggt var á því að bankarnir skoðuðu stöðu fyrirtækja sem ekki gátu staðið undir lánum sínum. Skuldir gátu lækkað og reynt var að koma málum þannig fyrir að reksturinn gæti staðið undir skuldunum. Ekki gátu öll fyrirtæki fengið þessa leiðréttingu, mörg urðu gjaldþrota og margir eigendur fyrirtækja töpuðu hlutafé sínu. Samtök atvinnulífsins hafa aldrei kallað eftir almennri lækkun á skuldum fyrirtækja, hvað þá á kostnað ríkissjóðs. Einstök fyrirtæki hafa höfðað mál, og jafnvel unnið þau, um að tilteknar lánveitingar hafi verið andstæðar lögum eða ekki staðist af öðrum ástæðum. Þetta hafa einstaklingar einnig gert og þar m.a. komið í ljós að fjöldi gengistryggðra lána stóðst ekki lög. Það felst engin sanngirni í að gagnrýna að einstaklingar og fyrirtæki sæki rétt sinn fyrir dómstólum. SA telja mikilvægt að benda stjórnvöldum á hverjum tíma á það sem betur má fara í tillögum og lagafrumvörpum. Þá er mikilvægt að þeir sem gagnrýnin beinist að beiti ekki aðferð þar „sem búinn er til gerviandstæðingur og svo ráðist á hann, enda strámaðurinn auðveldari viðureignar en hinn raunverulegi andstæðingur“, svo vitnað sé til forsætisráðherra á heimasíðu hans 2. júní. Samtök atvinnulífsins eru reiðubúin til mikils og náins samstarfs við stjórnvöld og minna á að vinur er sá sem til vamms segir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra var í viðtali á Sprengisandi síðastliðinn laugardag. Margt kom þar fram sem tekið er undir. Ráðherra ræddi mikilvægi þess að auka fjárfestingar og nauðsyn þess að efla verðmætasköpun í atvinnulífinu. Hann sagði mikilvægt að fyrirhugaðar breytingar á sköttum hvetji fyrirtækin til að ráða fólk til starfa. Þannig geti kaupmáttur launa aukist og lífskjör batnað. Undir þetta taka Samtök atvinnulífsins. Einnig um nauðsyn þess að taka á hallarekstri ríkissjóðs og áhyggjur forsætisráðherra um kostnað ríkisins vegna loforða stjórnmálamanna sem ekki hafa enn verið uppfyllt. Gagnrýni SA á þingsályktun um skuldavanda heimila byggir einmitt á áhyggjum af áhrifum fyrirhugaðra aðgerða á efnahagslífið. Í umsögn SA er fjallað um óviðunandi sveiflur sem um langa hríð hafa einkennt efnahagslífið og valda aftur og aftur heimilum og fyrirtækjum miklum búsifjum. Sterkustu varnaðarorðin varða síðan afleiðingar þess að almenn höfuðstólslækkun íbúðalána verði á kostnað ríkissjóðs. Forsætisráðherra sakaði SA um tvískinnung. Þau væru á móti almennri lækkun íbúðaskulda heimila en kölluðu eftir slíku fyrir fyrirtækin. SA og aðildarfélögin stóðu ásamt stjórnvöldum að lausn fyrir fyrirtæki sem kölluð var Beina brautin. Byggt var á því að bankarnir skoðuðu stöðu fyrirtækja sem ekki gátu staðið undir lánum sínum. Skuldir gátu lækkað og reynt var að koma málum þannig fyrir að reksturinn gæti staðið undir skuldunum. Ekki gátu öll fyrirtæki fengið þessa leiðréttingu, mörg urðu gjaldþrota og margir eigendur fyrirtækja töpuðu hlutafé sínu. Samtök atvinnulífsins hafa aldrei kallað eftir almennri lækkun á skuldum fyrirtækja, hvað þá á kostnað ríkissjóðs. Einstök fyrirtæki hafa höfðað mál, og jafnvel unnið þau, um að tilteknar lánveitingar hafi verið andstæðar lögum eða ekki staðist af öðrum ástæðum. Þetta hafa einstaklingar einnig gert og þar m.a. komið í ljós að fjöldi gengistryggðra lána stóðst ekki lög. Það felst engin sanngirni í að gagnrýna að einstaklingar og fyrirtæki sæki rétt sinn fyrir dómstólum. SA telja mikilvægt að benda stjórnvöldum á hverjum tíma á það sem betur má fara í tillögum og lagafrumvörpum. Þá er mikilvægt að þeir sem gagnrýnin beinist að beiti ekki aðferð þar „sem búinn er til gerviandstæðingur og svo ráðist á hann, enda strámaðurinn auðveldari viðureignar en hinn raunverulegi andstæðingur“, svo vitnað sé til forsætisráðherra á heimasíðu hans 2. júní. Samtök atvinnulífsins eru reiðubúin til mikils og náins samstarfs við stjórnvöld og minna á að vinur er sá sem til vamms segir.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun