Mikið púsluspil Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júlí 2013 08:00 Þórey Rósa og Einar Ingi verða í eldlínunni í Noregi á næsta ári en parið hefur samið við sitthvort úrvalsdeildarfélagið. Mynd/Valli Parið Einar Ingi Hrafnsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir eru á leið til Noregs. Einar Ingi mun leika með ØIF Arendal sem hafnaði í sjötta sæti deildarkeppninnar í fyrra en komst alla leið í lokaúrslit úrslitakeppninnar þar sem liðið tapaði fyrir Elverum. Arendal keppir því í EHF-bikarnum á næstu leiktíð. Þórey Rósa samdi við Våg Vipers sem hafnaði einnig í sjötta sæti í úrvalsdeild kvenna en komst ekki lengra í úrslitakeppninni. Bæði léku þau síðast í Danmörku þar sem Einar Ingi var á mála hjá Mors-Thy og Þórey Rósa hjá Team Tvis Holstebro. Þau gera bæði tveggja ára samning við félögin með uppsagnarákvæði eftir eitt ár. „Við fórum bæði til Noregs til að skoða aðstæður hjá liðunum og þær voru til fyrirmyndar á báðum stöðum,“ segir Einar Ingi Hrafnsson í samtali við Fréttablaðið. „Liðin eru bæði með glænýjar hallir og allt til alls á svæðinu.“ Einar Ingi fer í lið sem fór alla leið í úrslitaviðureignina á síðasta tímabili. „Þau markmið sem ég hef fengið að heyra frá þjálfaranum eru einföld, hann vill að liðið bæti sig. Það er ekki gerð nein sérstök krafa á titla hjá Arendal, en sem íþróttamaður stefnir maður alltaf á slíkt. Norska deildin er að styrkjast mikið og menn að snúa til baka úr atvinnumennsku til að spila í sínu heimalandi. Liðið ætlar að vera í toppbaráttu á næsta tímabili.“Vildu vera áfram í Danmörku Handboltaparið flytur nú frá Danmörku til Noregs. „Við hefðum í raun viljað vera áfram í Danmörku. Þar eru fullt af góðum karla- og kvennaliðum en það hefur kostað okkur mikinn tíma og vinnu að ná þessu öllu saman. Við viljum búa saman en á sama tíma spila í liði í hæsta gæðaflokki og það getur verið erfitt að ná því fram. Það kom alveg fyrir að lið sýndu mér kannski áhuga en þá var ekkert kvennalið nálægt því svæði og öfugt. Við erum því mjög ánægð með þessa niðurstöðu.“ Þórey Rósa varð Evrópumeistari með Team Tvis Holstebro á síðasta ári, en er hún að fara í slakara lið? „Ég hlakka til að takast á við nýtt verkefni og það virðist vera mikil uppbygging hjá liðinu,“ segir Þórey Rósa Stefánsdóttir. „Ég er samt sem áður ekki á leiðinni í lið sem er að fara spila til úrslita í Evrópukeppni og það má því alveg líta á það þannig að þetta sé örlítið skref niður á við en norski kvennahandboltinn er samt gríðarlega vel metinn í heiminum. Þetta verða bara aðeins öðruvísi verkefni. Ég stefni klárlega að því að vera áfram í jafn góðu formi sem leikmaður og ef eitthvað bæta mig enn meira.“Þriðja tungumálið „Það var auðvitað leiðinlegt að kveðja Danmörku og liðið en sem betur fer gat ég gert það með góðri samvisku. Eftir svona frábært tímabil getur maður farið sáttur frá borði.“ Getur verið erfitt að láta hlutina ganga upp þegar báðir aðilar eru atvinnumenn í handbolta. „Við viljum bæði vera í hæsta gæðaflokki og höfum okkar kröfur og metnað en það gerir þetta ótrúlega erfitt og mikið púsluspil. Undanfarin ár höfum við aftur á móti verið rosalega heppin í þessum málum og vonandi gengur allt upp hjá okkur á ný. Okkur langaði samt sem áður að halda áfram að vera í Danmörku, við einfaldlega nenntum ekki að fara læra þriðja tungumálið,“ segir Þórey spaugileg. Parið talar í dag þýsku og dönsku og nú bætist norskan við. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Parið Einar Ingi Hrafnsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir eru á leið til Noregs. Einar Ingi mun leika með ØIF Arendal sem hafnaði í sjötta sæti deildarkeppninnar í fyrra en komst alla leið í lokaúrslit úrslitakeppninnar þar sem liðið tapaði fyrir Elverum. Arendal keppir því í EHF-bikarnum á næstu leiktíð. Þórey Rósa samdi við Våg Vipers sem hafnaði einnig í sjötta sæti í úrvalsdeild kvenna en komst ekki lengra í úrslitakeppninni. Bæði léku þau síðast í Danmörku þar sem Einar Ingi var á mála hjá Mors-Thy og Þórey Rósa hjá Team Tvis Holstebro. Þau gera bæði tveggja ára samning við félögin með uppsagnarákvæði eftir eitt ár. „Við fórum bæði til Noregs til að skoða aðstæður hjá liðunum og þær voru til fyrirmyndar á báðum stöðum,“ segir Einar Ingi Hrafnsson í samtali við Fréttablaðið. „Liðin eru bæði með glænýjar hallir og allt til alls á svæðinu.“ Einar Ingi fer í lið sem fór alla leið í úrslitaviðureignina á síðasta tímabili. „Þau markmið sem ég hef fengið að heyra frá þjálfaranum eru einföld, hann vill að liðið bæti sig. Það er ekki gerð nein sérstök krafa á titla hjá Arendal, en sem íþróttamaður stefnir maður alltaf á slíkt. Norska deildin er að styrkjast mikið og menn að snúa til baka úr atvinnumennsku til að spila í sínu heimalandi. Liðið ætlar að vera í toppbaráttu á næsta tímabili.“Vildu vera áfram í Danmörku Handboltaparið flytur nú frá Danmörku til Noregs. „Við hefðum í raun viljað vera áfram í Danmörku. Þar eru fullt af góðum karla- og kvennaliðum en það hefur kostað okkur mikinn tíma og vinnu að ná þessu öllu saman. Við viljum búa saman en á sama tíma spila í liði í hæsta gæðaflokki og það getur verið erfitt að ná því fram. Það kom alveg fyrir að lið sýndu mér kannski áhuga en þá var ekkert kvennalið nálægt því svæði og öfugt. Við erum því mjög ánægð með þessa niðurstöðu.“ Þórey Rósa varð Evrópumeistari með Team Tvis Holstebro á síðasta ári, en er hún að fara í slakara lið? „Ég hlakka til að takast á við nýtt verkefni og það virðist vera mikil uppbygging hjá liðinu,“ segir Þórey Rósa Stefánsdóttir. „Ég er samt sem áður ekki á leiðinni í lið sem er að fara spila til úrslita í Evrópukeppni og það má því alveg líta á það þannig að þetta sé örlítið skref niður á við en norski kvennahandboltinn er samt gríðarlega vel metinn í heiminum. Þetta verða bara aðeins öðruvísi verkefni. Ég stefni klárlega að því að vera áfram í jafn góðu formi sem leikmaður og ef eitthvað bæta mig enn meira.“Þriðja tungumálið „Það var auðvitað leiðinlegt að kveðja Danmörku og liðið en sem betur fer gat ég gert það með góðri samvisku. Eftir svona frábært tímabil getur maður farið sáttur frá borði.“ Getur verið erfitt að láta hlutina ganga upp þegar báðir aðilar eru atvinnumenn í handbolta. „Við viljum bæði vera í hæsta gæðaflokki og höfum okkar kröfur og metnað en það gerir þetta ótrúlega erfitt og mikið púsluspil. Undanfarin ár höfum við aftur á móti verið rosalega heppin í þessum málum og vonandi gengur allt upp hjá okkur á ný. Okkur langaði samt sem áður að halda áfram að vera í Danmörku, við einfaldlega nenntum ekki að fara læra þriðja tungumálið,“ segir Þórey spaugileg. Parið talar í dag þýsku og dönsku og nú bætist norskan við.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira