Sprengjusérfræðingur óskast Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. júlí 2013 06:15 Lífeyrismál opinberra starfsmanna hafa verið í brennidepli undanfarið. Í skýrslu Fjármálaeftirlitsins um stöðu lífeyrissjóða kemur fram að staða sjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga – sem sagt skattgreiðenda – sé „sem fyrr mjög slæm“. Um áramót vantaði nærri 574 milljarða upp á að þessir lífeyrissjóðir ættu fyrir skuldbindingum. Ef þetta væru lífeyrissjóðir almennra launþega myndu þeir þurfa að skerða réttindi. En það gerist ekki hjá sjóðum hins opinbera nema að litlu leyti. Stór hluti opinberra starfsmanna nýtur lífeyrisréttinda, sem miðast ekki við það hvað hefur safnazt í sjóðina heldur eru þau skilgreind í lögum og skattgreiðendur borga ef upp á vantar. Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna (LSR) er stærsta vandamálið. Hallinn á honum er 466 milljarðar, þar af um 360 vegna B-deildarinnar sem heldur utan um réttindi eldri starfsmanna. Hallinn er til kominn vegna þess að ríkið hefur sparað sér að hækka iðgjald launagreiðanda þannig að það stæði undir skuldbindingum sjóðsins. Stjórnmálamenn hafa ekki talið svigrúm til að fjármagna sjóðinn eins og þurfti og í staðinn safnað upp þessari skuld við hann. Þeir hafa ýtt vandanum á undan sér og ekki lagt í að skera enn meira niður í þjónustu hins opinbera til að eiga fyrir því sem þurfti að leggja sjóðnum til. Á mannamáli heitir þetta: Við skattgreiðendur höfum ekki efni á þessum ríkulegu lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Tölurnar eru ævintýralegar – hallinn samsvarar hér um bil heilum fjárlögum ríkisins. Árlega bæta stjórnmálamennirnir einni dínamíttúpu í tifandi tímasprengju með því að gera ekki neitt. Hvernig á að gera sprengjuna óvirka? LSR boðar að um áramótin þurfi að hækka iðgjald til A-deildar sjóðsins um eitt prósentustig til að leysa bráðavanda hennar, en hallinn á henni er orðinn meiri en lög leyfa. Pétur Blöndal, þingmaður og tryggingastærðfræðingur, bendir á það í Fréttablaðinu í gær að miklu stórtækari aðgerðir þurfi til að bregðast við vandanum og koma þurfi hallanum með einhverjum hætti inn á fjárlög. Það þýðir að skattgreiðendur munu næstu árin þurfa að borga marga milljarða á ári til að standa við skuldbindingar gagnvart eldri ríkisstarfsmönnum. Svigrúmið hjá ríkissjóði er ekkert, þannig að skera verður niður á móti. Það er ekki hægt án þess að fækka starfsfólki ríkisins. Bent hefur verið á að eigi að skerða lífeyrisrétt opinberra starfsmanna sem borga í A-deildina verði að hækka við þá launin. Það má til sanns vegar færa, en jafnlitlir peningar eru til í ríkissjóði fyrir því. Ef laun ríkisstarfsmanna eiga að hækka, þarf því um leið að fækka þeim sem þiggja þau. Þannig standa hagsmunasamtök opinberra starfsmanna frammi fyrir þeirri áhugaverðu þversögn í hagsmunabaráttu sinni að það verður að fækka ríkisstarfsmönnum til að tryggja lífeyrisréttindi ríkisstarfsmanna. Það finnst mönnum vafalaust vont, en er einhver önnur leið til að aftengja tímasprengjuna? Hér með er lýst eftir sprengjusérfræðingnum sem kann þau trix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Lífeyrismál opinberra starfsmanna hafa verið í brennidepli undanfarið. Í skýrslu Fjármálaeftirlitsins um stöðu lífeyrissjóða kemur fram að staða sjóða með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga – sem sagt skattgreiðenda – sé „sem fyrr mjög slæm“. Um áramót vantaði nærri 574 milljarða upp á að þessir lífeyrissjóðir ættu fyrir skuldbindingum. Ef þetta væru lífeyrissjóðir almennra launþega myndu þeir þurfa að skerða réttindi. En það gerist ekki hjá sjóðum hins opinbera nema að litlu leyti. Stór hluti opinberra starfsmanna nýtur lífeyrisréttinda, sem miðast ekki við það hvað hefur safnazt í sjóðina heldur eru þau skilgreind í lögum og skattgreiðendur borga ef upp á vantar. Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna (LSR) er stærsta vandamálið. Hallinn á honum er 466 milljarðar, þar af um 360 vegna B-deildarinnar sem heldur utan um réttindi eldri starfsmanna. Hallinn er til kominn vegna þess að ríkið hefur sparað sér að hækka iðgjald launagreiðanda þannig að það stæði undir skuldbindingum sjóðsins. Stjórnmálamenn hafa ekki talið svigrúm til að fjármagna sjóðinn eins og þurfti og í staðinn safnað upp þessari skuld við hann. Þeir hafa ýtt vandanum á undan sér og ekki lagt í að skera enn meira niður í þjónustu hins opinbera til að eiga fyrir því sem þurfti að leggja sjóðnum til. Á mannamáli heitir þetta: Við skattgreiðendur höfum ekki efni á þessum ríkulegu lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Tölurnar eru ævintýralegar – hallinn samsvarar hér um bil heilum fjárlögum ríkisins. Árlega bæta stjórnmálamennirnir einni dínamíttúpu í tifandi tímasprengju með því að gera ekki neitt. Hvernig á að gera sprengjuna óvirka? LSR boðar að um áramótin þurfi að hækka iðgjald til A-deildar sjóðsins um eitt prósentustig til að leysa bráðavanda hennar, en hallinn á henni er orðinn meiri en lög leyfa. Pétur Blöndal, þingmaður og tryggingastærðfræðingur, bendir á það í Fréttablaðinu í gær að miklu stórtækari aðgerðir þurfi til að bregðast við vandanum og koma þurfi hallanum með einhverjum hætti inn á fjárlög. Það þýðir að skattgreiðendur munu næstu árin þurfa að borga marga milljarða á ári til að standa við skuldbindingar gagnvart eldri ríkisstarfsmönnum. Svigrúmið hjá ríkissjóði er ekkert, þannig að skera verður niður á móti. Það er ekki hægt án þess að fækka starfsfólki ríkisins. Bent hefur verið á að eigi að skerða lífeyrisrétt opinberra starfsmanna sem borga í A-deildina verði að hækka við þá launin. Það má til sanns vegar færa, en jafnlitlir peningar eru til í ríkissjóði fyrir því. Ef laun ríkisstarfsmanna eiga að hækka, þarf því um leið að fækka þeim sem þiggja þau. Þannig standa hagsmunasamtök opinberra starfsmanna frammi fyrir þeirri áhugaverðu þversögn í hagsmunabaráttu sinni að það verður að fækka ríkisstarfsmönnum til að tryggja lífeyrisréttindi ríkisstarfsmanna. Það finnst mönnum vafalaust vont, en er einhver önnur leið til að aftengja tímasprengjuna? Hér með er lýst eftir sprengjusérfræðingnum sem kann þau trix.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun