Hvað heitir makríll á ensku? Elín Hirst skrifar 19. júlí 2013 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gerði góða för til Brussel í vikunni og heimsótti meðal annars Evrópusambandið og NATO. Það er gaman að fylgjast með þessum yngsta forsætisráðherra í sögu lýðveldisins á fundum með erlendum stjórnmálaleiðtogum því að hann talar ensku reiprennandi og á í engum vandræðum með að tjá sig um flóknustu mál á erlendri tungu. Ég er reyndar viss um að hann talar betri ensku en margir frammámenn Evrópusambandsins sem hann ræddi við, eins og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, og Maria Damanaki, sjávarútvegstjóri ESB. Um þetta get ég náttúrulega ekki fullyrt, en ég veit hins vegar fyrir víst að tungumálakunnátta er mikilvæg fyrir stjórnmálamenn sem þurfa að gæta hagsmuna Íslands á erlendum vettvangi og þar er góð enskukunnátta lykilatriði. Kunnátta fólks í erlendum tungumálum er þess eðlis að hún ryðgar nema að henni sé haldið við. Þannig stundaði undirrituð bæði háskólanám í Bandaríkjunum og Noregi á sínum yngri árum og talaði og skrifaði bæði málin svo til reiprennandi. Nú, rúmum þrjátíu árum síðar, myndi ekki veita af því að fara á strangt námskeið með góðum leiðbeinendum til að rifja upp gamla takta. Eins og menn kannski vita er ég mikill stuðningsmaður þess að Ísland standi utan ESB. Ég hef ekkert á móti Evrópusambandinu og fagna því að mörg ríki Evrópu telji það farsælasta farveginn fyrir sig og sínar þjóðir. En ég tel að hagsmunum Íslands sé mun betur borgið utan ESB og hef fært fyrir því ýmis rök, til dæmis að framsal á fullveldi komi ekki til greina fyrir nýfrjálsa þjóð eins og okkur Íslendinga. Ég hjó því sérstaklega eftir ummælum forsætisráðherra um makríldeiluna eftir fundi með ráðamönnum í Brussel. Hann sagði að Ísland væri í mun betri samningsstöðu um makrílinn utan ESB en innan. Ef við værum innan ESB væri Evrópusambandið löngu búið að ákveða lyktir þessa máls án okkar atbeina. Þar hitti hann forsætisráðherra einmitt naglann á höfuðið. Skýrt dæmi um ótvíræða kosti þess að standa utan ESB til að varðveita sjálfstæði okkar og hagsmuni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Halldór 24.01.2026 Halldór Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gerði góða för til Brussel í vikunni og heimsótti meðal annars Evrópusambandið og NATO. Það er gaman að fylgjast með þessum yngsta forsætisráðherra í sögu lýðveldisins á fundum með erlendum stjórnmálaleiðtogum því að hann talar ensku reiprennandi og á í engum vandræðum með að tjá sig um flóknustu mál á erlendri tungu. Ég er reyndar viss um að hann talar betri ensku en margir frammámenn Evrópusambandsins sem hann ræddi við, eins og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, og Maria Damanaki, sjávarútvegstjóri ESB. Um þetta get ég náttúrulega ekki fullyrt, en ég veit hins vegar fyrir víst að tungumálakunnátta er mikilvæg fyrir stjórnmálamenn sem þurfa að gæta hagsmuna Íslands á erlendum vettvangi og þar er góð enskukunnátta lykilatriði. Kunnátta fólks í erlendum tungumálum er þess eðlis að hún ryðgar nema að henni sé haldið við. Þannig stundaði undirrituð bæði háskólanám í Bandaríkjunum og Noregi á sínum yngri árum og talaði og skrifaði bæði málin svo til reiprennandi. Nú, rúmum þrjátíu árum síðar, myndi ekki veita af því að fara á strangt námskeið með góðum leiðbeinendum til að rifja upp gamla takta. Eins og menn kannski vita er ég mikill stuðningsmaður þess að Ísland standi utan ESB. Ég hef ekkert á móti Evrópusambandinu og fagna því að mörg ríki Evrópu telji það farsælasta farveginn fyrir sig og sínar þjóðir. En ég tel að hagsmunum Íslands sé mun betur borgið utan ESB og hef fært fyrir því ýmis rök, til dæmis að framsal á fullveldi komi ekki til greina fyrir nýfrjálsa þjóð eins og okkur Íslendinga. Ég hjó því sérstaklega eftir ummælum forsætisráðherra um makríldeiluna eftir fundi með ráðamönnum í Brussel. Hann sagði að Ísland væri í mun betri samningsstöðu um makrílinn utan ESB en innan. Ef við værum innan ESB væri Evrópusambandið löngu búið að ákveða lyktir þessa máls án okkar atbeina. Þar hitti hann forsætisráðherra einmitt naglann á höfuðið. Skýrt dæmi um ótvíræða kosti þess að standa utan ESB til að varðveita sjálfstæði okkar og hagsmuni.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar