Verðbólgan ræðst af niðurstöðu kjarasamninga Þorsteinn Víglundsson skrifar 24. ágúst 2013 08:00 Af nýlegum hagspám má ráða fullkomna vantrú á skynsamlega niðurstöðu kjarasamninga í vetur. Í nýendurskoðaðri þjóðhagsspá Seðlabanka virðist gert ráð fyrir u.þ.b. 5,5% meðaltals launahækkunum á ári næstu tvö árin. Bankinn segir þessar launabreytingar nokkuð umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiðinu, 2,5%, og fyrir vikið muni það ekki nást fyrr en á fyrri hluta ársins 2016, í stað þess að nást á næsta ári eins og í síðustu spá bankans fyrir aðeins þremur mánuðum síðan. Verði launabreytingar hins vegar í takti við það sem samræmist verðbólgumarkmiðinu muni verðbólga verða minni og vextir lægri en ella. Hagstofan gerir ráð fyrir svipaðri launabreytingu á milli ára, um 5,5%, og að verðbólga verði áfram í kringum 4%. Sama er uppi á teningunum hjá greingardeild Íslandsbanka og verðbólguvæntingar á verðbréfamarkaði og meðal fyrirtækja eru svipaðar eða á bilinu 4,0-4,5% á komandi tveimur árum. Verðbólguvæntingar heimilanna eru enn meiri, eða 5%. Ljóst er því að ofangreindir aðilar hafa enga trú á að umræða að undanförnu um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga muni skila sér í skynsamlegri niðurstöðu komandi kjaraviðræðna. Lái þeim hver sem vill. Á undanförnum áratug hafa laun hér á landi hækkað að jafnaði um tæp 7% á ári, langt umfram það sem samrýmist verðstöðugleika. Á Norðurlöndunum nemur sambærileg hækkun um 3,5% á ári að jafnaði. Að sama skapi hefur verðbólgan hér verið að meðaltali liðlega 6% á undanförnum áratug samanborið við 1,8% að meðaltali á Norðurlöndunum. Kaupmáttaraukning þar varð 18% samanborið við tæp 4% hér á landi. Árangur Íslendinga er því slakur sama hvernig á það er litið. Vera kann að spámennirnir muni hafa rétt fyrir sér þegar upp er staðið. Þeir spá því einfaldlega að samningsaðilar á vinnumarkaði leysi sín mál með sama hætti og áður. Þeir ganga út frá því að samið verði um háar prósentuhækkanir launa, sem eru langt umfram heildarhækkanir launa í öllum samkeppnisríkjum og langt umfram það sem samræmist markmiði um verðstöðugleika. Verði sú leið farin enn einu sinni verða samningarnir ekki gerðir á grundvelli þess hvað kemur þjóðfélaginu og heimilunum best til lengri tíma en það er lág verðbólga og lágir vextir. Við stöðugleika er miklu meiri von um að Íslendingar komist upp úr öldudalnum og fjárfestingar og atvinnusköpun komist á fulla ferð heldur en í verðbólgu og háum vöxtum eins og undanfarin ár. Almenn vantrú á farsæla lausn kjaraviðræðna ætti að vera aðilum vinnumarkaðar hvatning til ábyrgrar nálgunar í komandi viðræðum. Verði það ekki munum við gjalda fyrir með hærra vaxtastigi, hækkandi höfuðstól verðtryggðra lána heimila og fyrirtækja og áframhaldandi stöðnun, doða og framtaksleysi í atvinnulífinu. Á því þurfum við ekki að halda við núverandi aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Af nýlegum hagspám má ráða fullkomna vantrú á skynsamlega niðurstöðu kjarasamninga í vetur. Í nýendurskoðaðri þjóðhagsspá Seðlabanka virðist gert ráð fyrir u.þ.b. 5,5% meðaltals launahækkunum á ári næstu tvö árin. Bankinn segir þessar launabreytingar nokkuð umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiðinu, 2,5%, og fyrir vikið muni það ekki nást fyrr en á fyrri hluta ársins 2016, í stað þess að nást á næsta ári eins og í síðustu spá bankans fyrir aðeins þremur mánuðum síðan. Verði launabreytingar hins vegar í takti við það sem samræmist verðbólgumarkmiðinu muni verðbólga verða minni og vextir lægri en ella. Hagstofan gerir ráð fyrir svipaðri launabreytingu á milli ára, um 5,5%, og að verðbólga verði áfram í kringum 4%. Sama er uppi á teningunum hjá greingardeild Íslandsbanka og verðbólguvæntingar á verðbréfamarkaði og meðal fyrirtækja eru svipaðar eða á bilinu 4,0-4,5% á komandi tveimur árum. Verðbólguvæntingar heimilanna eru enn meiri, eða 5%. Ljóst er því að ofangreindir aðilar hafa enga trú á að umræða að undanförnu um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga muni skila sér í skynsamlegri niðurstöðu komandi kjaraviðræðna. Lái þeim hver sem vill. Á undanförnum áratug hafa laun hér á landi hækkað að jafnaði um tæp 7% á ári, langt umfram það sem samrýmist verðstöðugleika. Á Norðurlöndunum nemur sambærileg hækkun um 3,5% á ári að jafnaði. Að sama skapi hefur verðbólgan hér verið að meðaltali liðlega 6% á undanförnum áratug samanborið við 1,8% að meðaltali á Norðurlöndunum. Kaupmáttaraukning þar varð 18% samanborið við tæp 4% hér á landi. Árangur Íslendinga er því slakur sama hvernig á það er litið. Vera kann að spámennirnir muni hafa rétt fyrir sér þegar upp er staðið. Þeir spá því einfaldlega að samningsaðilar á vinnumarkaði leysi sín mál með sama hætti og áður. Þeir ganga út frá því að samið verði um háar prósentuhækkanir launa, sem eru langt umfram heildarhækkanir launa í öllum samkeppnisríkjum og langt umfram það sem samræmist markmiði um verðstöðugleika. Verði sú leið farin enn einu sinni verða samningarnir ekki gerðir á grundvelli þess hvað kemur þjóðfélaginu og heimilunum best til lengri tíma en það er lág verðbólga og lágir vextir. Við stöðugleika er miklu meiri von um að Íslendingar komist upp úr öldudalnum og fjárfestingar og atvinnusköpun komist á fulla ferð heldur en í verðbólgu og háum vöxtum eins og undanfarin ár. Almenn vantrú á farsæla lausn kjaraviðræðna ætti að vera aðilum vinnumarkaðar hvatning til ábyrgrar nálgunar í komandi viðræðum. Verði það ekki munum við gjalda fyrir með hærra vaxtastigi, hækkandi höfuðstól verðtryggðra lána heimila og fyrirtækja og áframhaldandi stöðnun, doða og framtaksleysi í atvinnulífinu. Á því þurfum við ekki að halda við núverandi aðstæður.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar