Kæru alþingismenn Elín Hirst skrifar 10. september 2013 06:00 Alþingi verður sett í dag, en þá hefst framhald sumarþings. Ég hef eins og örugglega flestir þingmenn lesið skýrslu Félagsvísindastofnunar sem kynnt var í sumar um það hvaða augum fólk lítur vinnustað okkar. Mig langar í því sambandi að að beina orðum mínum til samþingmanna minna í þessari grein, sem ég hlakka mjög til að hitta á ný, alla sem einn. Kæru alþingisþingmenn. Ég vil auka virðingu Alþingis á ný og óska eftir samstöðu ykkar í þeim efnum. Fyrir mér var það besta lexían að lesa það sem rýnihóparnir í könnuninni höfðu um okkur þingmenn að segja. Ég gríp hér niður í ummæli: „[Mér þykir vera] ítrekað virðingarleysi þingmanna gagnvart skoðunum hvers annars“. „Þingmenn standa frekar í skítkasti og karpi en málefnalegri umræðu og samskiptum þeirra er best lýst með því að þeir væru í sandkassaleik.“ „Það fyrsta sem kom upp í huga minn var rifrildi og virðingarleysi.“ „Það myndi sýna styrk þingmanns ef andstæðingur hans kemur með punkt og hann segir „Já ég er sammála þessu, þetta er góð hugmynd hjá þér… Eða jafnvel skipta um skoðun.“ „[Það fer] í taugarnar á manni þegar alþingismenn nota stóru orðin …til að koma skoti á andstæðinginn, sama hvort það er stjórnin eða stjórnarandstaðan t.d.: „ég furða mig á ummælum háttvirtrar…, í staðinn fyrir að vera heiðarlegur og segja sína skoðanir þá er þetta svona skrípaleikur.“ Í einu rýnihópaviðtalinu segir enn fremur: „Á okkar vinnustöðum myndi ekki líðast sú framkoma sem að þeir sýna hver öðrum þarna á þessum virðulega stað okkar. Þetta er upphaf skýrs virðingarleysis í þjóðinni. Þegar önnur af tveimur stofnunum hér í þjóðinni sem eiga að njóta stærstu virðingar, forsetinn og Alþingi hagar sér svona þá verður þetta sjálfsagður hlutur líka hjá öðrum í þjóðfélaginu.“ Ég skora á þingmenn að koma jákvæða og glaða til starfa í dag með það að markmiði að breyta samskiptaháttum á Alþingi. Okkur ætti ekki að verða skotaskuld úr því með sameiginlegu átaki. Ég mun alla vega reyna mitt besta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Alþingi verður sett í dag, en þá hefst framhald sumarþings. Ég hef eins og örugglega flestir þingmenn lesið skýrslu Félagsvísindastofnunar sem kynnt var í sumar um það hvaða augum fólk lítur vinnustað okkar. Mig langar í því sambandi að að beina orðum mínum til samþingmanna minna í þessari grein, sem ég hlakka mjög til að hitta á ný, alla sem einn. Kæru alþingisþingmenn. Ég vil auka virðingu Alþingis á ný og óska eftir samstöðu ykkar í þeim efnum. Fyrir mér var það besta lexían að lesa það sem rýnihóparnir í könnuninni höfðu um okkur þingmenn að segja. Ég gríp hér niður í ummæli: „[Mér þykir vera] ítrekað virðingarleysi þingmanna gagnvart skoðunum hvers annars“. „Þingmenn standa frekar í skítkasti og karpi en málefnalegri umræðu og samskiptum þeirra er best lýst með því að þeir væru í sandkassaleik.“ „Það fyrsta sem kom upp í huga minn var rifrildi og virðingarleysi.“ „Það myndi sýna styrk þingmanns ef andstæðingur hans kemur með punkt og hann segir „Já ég er sammála þessu, þetta er góð hugmynd hjá þér… Eða jafnvel skipta um skoðun.“ „[Það fer] í taugarnar á manni þegar alþingismenn nota stóru orðin …til að koma skoti á andstæðinginn, sama hvort það er stjórnin eða stjórnarandstaðan t.d.: „ég furða mig á ummælum háttvirtrar…, í staðinn fyrir að vera heiðarlegur og segja sína skoðanir þá er þetta svona skrípaleikur.“ Í einu rýnihópaviðtalinu segir enn fremur: „Á okkar vinnustöðum myndi ekki líðast sú framkoma sem að þeir sýna hver öðrum þarna á þessum virðulega stað okkar. Þetta er upphaf skýrs virðingarleysis í þjóðinni. Þegar önnur af tveimur stofnunum hér í þjóðinni sem eiga að njóta stærstu virðingar, forsetinn og Alþingi hagar sér svona þá verður þetta sjálfsagður hlutur líka hjá öðrum í þjóðfélaginu.“ Ég skora á þingmenn að koma jákvæða og glaða til starfa í dag með það að markmiði að breyta samskiptaháttum á Alþingi. Okkur ætti ekki að verða skotaskuld úr því með sameiginlegu átaki. Ég mun alla vega reyna mitt besta.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar