Látið Sýrland vera Gylfi Páll Hersir skrifar 26. september 2013 06:00 Ríkisstjórnir nokkurra heimsvaldalanda undir forystu Bandaríkjanna (og Obama, hins sama og lofaði að loka Guantanamo-búðunum og fyrirskipar sprengjuárásir dróma á almenna borgara) reyna nú að smala eða þvinga fylgiríki sín til hernaðarárása á Sýrland. Árás sem er andstæð hagsmunum alþýðu manna í Sýrlandi og á svæðinu öllu því hún breikkar vígvöllinn og spillir tækifærum heimafólks til þess að taka sjálft á málum, sem það að endingu verður að gera ef blóðbaðinu á að ljúka. Krafan hlýtur að vera að þetta lið haldi sig burtu, láti Sýrland vera. Bandaríkjastjórn fullyrðir að her Assads hafi staðið að efnavopnaárás í úthverfum Damaskus. Hún notar árásina sem yfirskin fyrir að láta flugskeytum rigna yfir Sýrland. Margir mundu falla. Assad er ábyrgur fyrir dauða tugþúsunda Sýrlendinga í borgarastríðinu og fyrir þann tíma; hann er ef til vill ekki ólíklegur til þess að beita efnavopnum. En ráðastéttin í Bandaríkjunum syrgir ekki þau hundruð borgara sem féllu, hvorki þá né í ágúst síðastliðnum, heldur notfærir sér þá. Það er við hæfi að minnast þess, að í tilraun til þess að réttlæta stríðsundirbúning ríkisstjórna Bandaríkjanna og Bretlands á hendur Írak fyrir um tuttugu árum var því gjarnan haldið fram að í landinu væri mikið magn eiturvopna. Þess var sjaldnar getið að bresk stjórnvöld, undir foyrstu Winstons Churchill, voru fyrst til þess að beita efnavopnum gegn íbúum landsins. Það var árið 1920. Einn yfirmanna breska flughersins hafði lagt til við Churchill, þáverandi stríðsmálaráðherra að nota efnavopn „gegn þrjóskum aröbum í tilraunaskyni“. Churchill fannst þetta snjöll hugmynd. „Mér er óskiljanleg þessi viðkvæmni gagnvart notkun efnavopna,“ sagði Churchill. „Ég er afar hlynntur því að nota eitraðar lofttegundir gegn vanþróuðum ættbálkum (uncivilized tribes). Það er ekki nauðsynlegt að beita einungis banvænstu lofttegundunum: lofttegundir má nota til þess að valda miklum óþægindum, þær geta valdið mikilli skelfingu en engu að síður hafa þær engin alvarleg eða varanleg áhrif hjá flestum þeim sem fyrir þeim verða.“ Margar hindranir Í dag þykir ekki tilhlýðilegt að taka svona til orða en merkingin hefur haldið sér. Oft hafa heimsvaldaríkin ráðist á Mið-Austurlönd og Norður-Afríku í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að alþýða manna í þessum löndum geti haft afgerandi áhrif á framtíð sína, til þess að raka til sín olíugróða og ná undir sig áhrifasvæði sér og sínum til hagsbóta. Alþýðufólk í Sýrlandi þarf að kljást við margar hindranir á leið til aukins sjálfstæðis og frelsis, allt frá morðóðri stjórn Assads til andfélagssinnaðra íslamskra hópa, sem sumir tengjast al-Qaeda. Hernaðaríhlutun er það síðasta sem það þarf á að halda á vegferð sinni til að stöðva blóðbaðið og losa sig við ríkisstjórn Assads. Mótmæli Baracks Obama Bandaríkjaforseta og annarra talsmanna heimsvaldaríkjanna vegna drápa á saklausu fólki með efnavopnum eru sett fram til að efla eigin hagsmuni. Þau eru í mótsögn við handahófskennd dráp þeirra á verkafólki og bændum um allan heim, allt frá eldsprengjum á íbúðahverfi verkafólks í Þýskalandi og Japan í síðari heimsstyrjöldinni og kjarnorkusprengjum á Hirosima og Nagasaki í Japan eftir að uppgjöf Japana lá fyrir, til notkunar napalms í stríðunum gegn alþýðu manna í Kóreu og Víetnam. Allt frá valdaráninu í Síle 11. september fyrir 40 árum, til þess vítis sem Bandaríkjaher hefur skapað og er ætlunin að skapa í löndum araba. Bandaríkjastjórn er með þúsundir tonna af efnavopnum í vörslu sinni, næstmesta magnið í öllum heiminum. Þess er nú krafist að svokallað „alþjóðasamfélag“ grípi inn í gang mála í Sýrlandi. Vandamálið er að það er ekki til fyrirbæri sem kalla má „alþjóðasamfélagið“ heldur mismunandi hagsmunir. Hagsmunir vinnandi fólks í Sýrlandi fara saman við hagsmuni vinnandi fólks á Íslandi, í Bandaríkjunum og almennt, en ekki við hagsmuni ráðastétta þessara landa – þeirra hagsmunir stjórnast af öðru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnir nokkurra heimsvaldalanda undir forystu Bandaríkjanna (og Obama, hins sama og lofaði að loka Guantanamo-búðunum og fyrirskipar sprengjuárásir dróma á almenna borgara) reyna nú að smala eða þvinga fylgiríki sín til hernaðarárása á Sýrland. Árás sem er andstæð hagsmunum alþýðu manna í Sýrlandi og á svæðinu öllu því hún breikkar vígvöllinn og spillir tækifærum heimafólks til þess að taka sjálft á málum, sem það að endingu verður að gera ef blóðbaðinu á að ljúka. Krafan hlýtur að vera að þetta lið haldi sig burtu, láti Sýrland vera. Bandaríkjastjórn fullyrðir að her Assads hafi staðið að efnavopnaárás í úthverfum Damaskus. Hún notar árásina sem yfirskin fyrir að láta flugskeytum rigna yfir Sýrland. Margir mundu falla. Assad er ábyrgur fyrir dauða tugþúsunda Sýrlendinga í borgarastríðinu og fyrir þann tíma; hann er ef til vill ekki ólíklegur til þess að beita efnavopnum. En ráðastéttin í Bandaríkjunum syrgir ekki þau hundruð borgara sem féllu, hvorki þá né í ágúst síðastliðnum, heldur notfærir sér þá. Það er við hæfi að minnast þess, að í tilraun til þess að réttlæta stríðsundirbúning ríkisstjórna Bandaríkjanna og Bretlands á hendur Írak fyrir um tuttugu árum var því gjarnan haldið fram að í landinu væri mikið magn eiturvopna. Þess var sjaldnar getið að bresk stjórnvöld, undir foyrstu Winstons Churchill, voru fyrst til þess að beita efnavopnum gegn íbúum landsins. Það var árið 1920. Einn yfirmanna breska flughersins hafði lagt til við Churchill, þáverandi stríðsmálaráðherra að nota efnavopn „gegn þrjóskum aröbum í tilraunaskyni“. Churchill fannst þetta snjöll hugmynd. „Mér er óskiljanleg þessi viðkvæmni gagnvart notkun efnavopna,“ sagði Churchill. „Ég er afar hlynntur því að nota eitraðar lofttegundir gegn vanþróuðum ættbálkum (uncivilized tribes). Það er ekki nauðsynlegt að beita einungis banvænstu lofttegundunum: lofttegundir má nota til þess að valda miklum óþægindum, þær geta valdið mikilli skelfingu en engu að síður hafa þær engin alvarleg eða varanleg áhrif hjá flestum þeim sem fyrir þeim verða.“ Margar hindranir Í dag þykir ekki tilhlýðilegt að taka svona til orða en merkingin hefur haldið sér. Oft hafa heimsvaldaríkin ráðist á Mið-Austurlönd og Norður-Afríku í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að alþýða manna í þessum löndum geti haft afgerandi áhrif á framtíð sína, til þess að raka til sín olíugróða og ná undir sig áhrifasvæði sér og sínum til hagsbóta. Alþýðufólk í Sýrlandi þarf að kljást við margar hindranir á leið til aukins sjálfstæðis og frelsis, allt frá morðóðri stjórn Assads til andfélagssinnaðra íslamskra hópa, sem sumir tengjast al-Qaeda. Hernaðaríhlutun er það síðasta sem það þarf á að halda á vegferð sinni til að stöðva blóðbaðið og losa sig við ríkisstjórn Assads. Mótmæli Baracks Obama Bandaríkjaforseta og annarra talsmanna heimsvaldaríkjanna vegna drápa á saklausu fólki með efnavopnum eru sett fram til að efla eigin hagsmuni. Þau eru í mótsögn við handahófskennd dráp þeirra á verkafólki og bændum um allan heim, allt frá eldsprengjum á íbúðahverfi verkafólks í Þýskalandi og Japan í síðari heimsstyrjöldinni og kjarnorkusprengjum á Hirosima og Nagasaki í Japan eftir að uppgjöf Japana lá fyrir, til notkunar napalms í stríðunum gegn alþýðu manna í Kóreu og Víetnam. Allt frá valdaráninu í Síle 11. september fyrir 40 árum, til þess vítis sem Bandaríkjaher hefur skapað og er ætlunin að skapa í löndum araba. Bandaríkjastjórn er með þúsundir tonna af efnavopnum í vörslu sinni, næstmesta magnið í öllum heiminum. Þess er nú krafist að svokallað „alþjóðasamfélag“ grípi inn í gang mála í Sýrlandi. Vandamálið er að það er ekki til fyrirbæri sem kalla má „alþjóðasamfélagið“ heldur mismunandi hagsmunir. Hagsmunir vinnandi fólks í Sýrlandi fara saman við hagsmuni vinnandi fólks á Íslandi, í Bandaríkjunum og almennt, en ekki við hagsmuni ráðastétta þessara landa – þeirra hagsmunir stjórnast af öðru.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun