Látið Sýrland vera Gylfi Páll Hersir skrifar 26. september 2013 06:00 Ríkisstjórnir nokkurra heimsvaldalanda undir forystu Bandaríkjanna (og Obama, hins sama og lofaði að loka Guantanamo-búðunum og fyrirskipar sprengjuárásir dróma á almenna borgara) reyna nú að smala eða þvinga fylgiríki sín til hernaðarárása á Sýrland. Árás sem er andstæð hagsmunum alþýðu manna í Sýrlandi og á svæðinu öllu því hún breikkar vígvöllinn og spillir tækifærum heimafólks til þess að taka sjálft á málum, sem það að endingu verður að gera ef blóðbaðinu á að ljúka. Krafan hlýtur að vera að þetta lið haldi sig burtu, láti Sýrland vera. Bandaríkjastjórn fullyrðir að her Assads hafi staðið að efnavopnaárás í úthverfum Damaskus. Hún notar árásina sem yfirskin fyrir að láta flugskeytum rigna yfir Sýrland. Margir mundu falla. Assad er ábyrgur fyrir dauða tugþúsunda Sýrlendinga í borgarastríðinu og fyrir þann tíma; hann er ef til vill ekki ólíklegur til þess að beita efnavopnum. En ráðastéttin í Bandaríkjunum syrgir ekki þau hundruð borgara sem féllu, hvorki þá né í ágúst síðastliðnum, heldur notfærir sér þá. Það er við hæfi að minnast þess, að í tilraun til þess að réttlæta stríðsundirbúning ríkisstjórna Bandaríkjanna og Bretlands á hendur Írak fyrir um tuttugu árum var því gjarnan haldið fram að í landinu væri mikið magn eiturvopna. Þess var sjaldnar getið að bresk stjórnvöld, undir foyrstu Winstons Churchill, voru fyrst til þess að beita efnavopnum gegn íbúum landsins. Það var árið 1920. Einn yfirmanna breska flughersins hafði lagt til við Churchill, þáverandi stríðsmálaráðherra að nota efnavopn „gegn þrjóskum aröbum í tilraunaskyni“. Churchill fannst þetta snjöll hugmynd. „Mér er óskiljanleg þessi viðkvæmni gagnvart notkun efnavopna,“ sagði Churchill. „Ég er afar hlynntur því að nota eitraðar lofttegundir gegn vanþróuðum ættbálkum (uncivilized tribes). Það er ekki nauðsynlegt að beita einungis banvænstu lofttegundunum: lofttegundir má nota til þess að valda miklum óþægindum, þær geta valdið mikilli skelfingu en engu að síður hafa þær engin alvarleg eða varanleg áhrif hjá flestum þeim sem fyrir þeim verða.“ Margar hindranir Í dag þykir ekki tilhlýðilegt að taka svona til orða en merkingin hefur haldið sér. Oft hafa heimsvaldaríkin ráðist á Mið-Austurlönd og Norður-Afríku í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að alþýða manna í þessum löndum geti haft afgerandi áhrif á framtíð sína, til þess að raka til sín olíugróða og ná undir sig áhrifasvæði sér og sínum til hagsbóta. Alþýðufólk í Sýrlandi þarf að kljást við margar hindranir á leið til aukins sjálfstæðis og frelsis, allt frá morðóðri stjórn Assads til andfélagssinnaðra íslamskra hópa, sem sumir tengjast al-Qaeda. Hernaðaríhlutun er það síðasta sem það þarf á að halda á vegferð sinni til að stöðva blóðbaðið og losa sig við ríkisstjórn Assads. Mótmæli Baracks Obama Bandaríkjaforseta og annarra talsmanna heimsvaldaríkjanna vegna drápa á saklausu fólki með efnavopnum eru sett fram til að efla eigin hagsmuni. Þau eru í mótsögn við handahófskennd dráp þeirra á verkafólki og bændum um allan heim, allt frá eldsprengjum á íbúðahverfi verkafólks í Þýskalandi og Japan í síðari heimsstyrjöldinni og kjarnorkusprengjum á Hirosima og Nagasaki í Japan eftir að uppgjöf Japana lá fyrir, til notkunar napalms í stríðunum gegn alþýðu manna í Kóreu og Víetnam. Allt frá valdaráninu í Síle 11. september fyrir 40 árum, til þess vítis sem Bandaríkjaher hefur skapað og er ætlunin að skapa í löndum araba. Bandaríkjastjórn er með þúsundir tonna af efnavopnum í vörslu sinni, næstmesta magnið í öllum heiminum. Þess er nú krafist að svokallað „alþjóðasamfélag“ grípi inn í gang mála í Sýrlandi. Vandamálið er að það er ekki til fyrirbæri sem kalla má „alþjóðasamfélagið“ heldur mismunandi hagsmunir. Hagsmunir vinnandi fólks í Sýrlandi fara saman við hagsmuni vinnandi fólks á Íslandi, í Bandaríkjunum og almennt, en ekki við hagsmuni ráðastétta þessara landa – þeirra hagsmunir stjórnast af öðru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnir nokkurra heimsvaldalanda undir forystu Bandaríkjanna (og Obama, hins sama og lofaði að loka Guantanamo-búðunum og fyrirskipar sprengjuárásir dróma á almenna borgara) reyna nú að smala eða þvinga fylgiríki sín til hernaðarárása á Sýrland. Árás sem er andstæð hagsmunum alþýðu manna í Sýrlandi og á svæðinu öllu því hún breikkar vígvöllinn og spillir tækifærum heimafólks til þess að taka sjálft á málum, sem það að endingu verður að gera ef blóðbaðinu á að ljúka. Krafan hlýtur að vera að þetta lið haldi sig burtu, láti Sýrland vera. Bandaríkjastjórn fullyrðir að her Assads hafi staðið að efnavopnaárás í úthverfum Damaskus. Hún notar árásina sem yfirskin fyrir að láta flugskeytum rigna yfir Sýrland. Margir mundu falla. Assad er ábyrgur fyrir dauða tugþúsunda Sýrlendinga í borgarastríðinu og fyrir þann tíma; hann er ef til vill ekki ólíklegur til þess að beita efnavopnum. En ráðastéttin í Bandaríkjunum syrgir ekki þau hundruð borgara sem féllu, hvorki þá né í ágúst síðastliðnum, heldur notfærir sér þá. Það er við hæfi að minnast þess, að í tilraun til þess að réttlæta stríðsundirbúning ríkisstjórna Bandaríkjanna og Bretlands á hendur Írak fyrir um tuttugu árum var því gjarnan haldið fram að í landinu væri mikið magn eiturvopna. Þess var sjaldnar getið að bresk stjórnvöld, undir foyrstu Winstons Churchill, voru fyrst til þess að beita efnavopnum gegn íbúum landsins. Það var árið 1920. Einn yfirmanna breska flughersins hafði lagt til við Churchill, þáverandi stríðsmálaráðherra að nota efnavopn „gegn þrjóskum aröbum í tilraunaskyni“. Churchill fannst þetta snjöll hugmynd. „Mér er óskiljanleg þessi viðkvæmni gagnvart notkun efnavopna,“ sagði Churchill. „Ég er afar hlynntur því að nota eitraðar lofttegundir gegn vanþróuðum ættbálkum (uncivilized tribes). Það er ekki nauðsynlegt að beita einungis banvænstu lofttegundunum: lofttegundir má nota til þess að valda miklum óþægindum, þær geta valdið mikilli skelfingu en engu að síður hafa þær engin alvarleg eða varanleg áhrif hjá flestum þeim sem fyrir þeim verða.“ Margar hindranir Í dag þykir ekki tilhlýðilegt að taka svona til orða en merkingin hefur haldið sér. Oft hafa heimsvaldaríkin ráðist á Mið-Austurlönd og Norður-Afríku í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að alþýða manna í þessum löndum geti haft afgerandi áhrif á framtíð sína, til þess að raka til sín olíugróða og ná undir sig áhrifasvæði sér og sínum til hagsbóta. Alþýðufólk í Sýrlandi þarf að kljást við margar hindranir á leið til aukins sjálfstæðis og frelsis, allt frá morðóðri stjórn Assads til andfélagssinnaðra íslamskra hópa, sem sumir tengjast al-Qaeda. Hernaðaríhlutun er það síðasta sem það þarf á að halda á vegferð sinni til að stöðva blóðbaðið og losa sig við ríkisstjórn Assads. Mótmæli Baracks Obama Bandaríkjaforseta og annarra talsmanna heimsvaldaríkjanna vegna drápa á saklausu fólki með efnavopnum eru sett fram til að efla eigin hagsmuni. Þau eru í mótsögn við handahófskennd dráp þeirra á verkafólki og bændum um allan heim, allt frá eldsprengjum á íbúðahverfi verkafólks í Þýskalandi og Japan í síðari heimsstyrjöldinni og kjarnorkusprengjum á Hirosima og Nagasaki í Japan eftir að uppgjöf Japana lá fyrir, til notkunar napalms í stríðunum gegn alþýðu manna í Kóreu og Víetnam. Allt frá valdaráninu í Síle 11. september fyrir 40 árum, til þess vítis sem Bandaríkjaher hefur skapað og er ætlunin að skapa í löndum araba. Bandaríkjastjórn er með þúsundir tonna af efnavopnum í vörslu sinni, næstmesta magnið í öllum heiminum. Þess er nú krafist að svokallað „alþjóðasamfélag“ grípi inn í gang mála í Sýrlandi. Vandamálið er að það er ekki til fyrirbæri sem kalla má „alþjóðasamfélagið“ heldur mismunandi hagsmunir. Hagsmunir vinnandi fólks í Sýrlandi fara saman við hagsmuni vinnandi fólks á Íslandi, í Bandaríkjunum og almennt, en ekki við hagsmuni ráðastétta þessara landa – þeirra hagsmunir stjórnast af öðru.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun