Gefurðu afslátt af öryggi barnsins þíns? Árný Ingvarsdóttir skrifar 2. október 2013 06:00 Á undanförnum árum hefur meðvitund foreldra um öryggi barna í bíl farið batnandi og notkun viðeigandi öryggis- og verndarbúnaðar aukist. Á sama tíma hefur tómstundaskutl foreldra færst í aukana, enda æ algengara að ung börn, mörg hver enn á leikskólaaldri, sæki skipulagt tómstundastarf utan skólatíma. Til hagræðingar taka foreldrar sig gjarnan saman um að skiptast á að skutla. Slíkt fyrirkomulag er stórsniðugt enda hagkvæmt, tímasparandi og umhverfisvænt. Almennt er miðað við að börn undir 150 sm eða 36 kg (undir 11 ára) noti viðurkenndan bílstól eða bílpúða með baki. Börn ættu aldrei að nota eingöngu öryggisbelti fyrr en þau hafa náð áðurnefndri stærð þar sem beltið er hannað fyrir fullorðna og situr því ekki rétt á börnunum. Þá er beinagrind þeirra ekki nægilega þroskuð til að taka við höggi frá öryggisbeltinu einu saman og getur beltið því veitt alvarlega áverka í kviðarholi barna, sé það notað eitt og sér. En hvernig er öryggi háttað þegar nokkrum börnum er skutlað saman? Getur verið að fólk gefi „afslátt“ af öryggiskröfum í skiptum fyrir sveigjanleika í eigin stundaskrá og vandræðaminni samskipti við aðra foreldra? Lausn á samskutlinu Í nýlegri bandarískri könnun á notkun öryggisbúnaðar í samskutli (e. carpooling) kom fram að allt að 45% þeirra foreldra sem annars nota ávallt viðeigandi öryggisbúnað fyrir börnin sín slaka á kröfunum þegar börnin ferðast í bíl með öðrum eða þegar þeir skutla fleiri börnum en sínum eigin. Þannig virðist það nánast félagslega samþykkt að þegar nokkrum börnum er skutlað saman sé „í lagi“ að hafa þau í bílbelti eingöngu þrátt fyrir ungan aldur og í sumum tilvikum jafnvel í framsæti bifreiðar, þar sem líknarbelgur getur stefnt lífi þeirra í stórhættu verði árekstur. Ástæðulaust er að ætla að þessu sé öðruvísi farið hérlendis. Sem móðir tveggja grunnskólabarna á yngsta stigi hef ég ítrekað orðið vitni að – og sjálf lent í – þeirri klípu sem skapast getur þegar koma á fleiri en tveimur börnum og tilheyrandi öryggisbúnaði fyrir í hefðbundnum fjölskyldubíl. Erfitt getur verið að hagræða bílstólum og sessum með baki svo vel sé og eins er sjaldgæft að fólk sé með slíkan búnað til vara fyrir gesti. Staðreyndirnar eru samt sem áður þessar: Lögmál um umferðarslys og beinabyggingu barna taka því miður ekki tillit til aðstæðna. Flest slys verða innan við 3 km frá upphafsstað. Tómstundaskutl á sér oftast stað síðdegis, einmitt á þeim tíma þegar innanbæjarumferð er hvað þyngst. Líkur á skaða við umferðarslys aukast verulega sé barn ekki í viðeigandi öryggis- og verndarbúnaði. Er þetta áhætta sem við foreldrar erum tilbúnir til að taka? Svarið hlýtur að vera nei. Því er til mikils að vinna að finna góða lausn á samskutlinu sem tryggir öryggi okkar eigin barna og annarra í bílnum sem best. Tökum höndum saman og setjum börnin okkar allra í fyrsta sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Ingvarsdóttir Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur meðvitund foreldra um öryggi barna í bíl farið batnandi og notkun viðeigandi öryggis- og verndarbúnaðar aukist. Á sama tíma hefur tómstundaskutl foreldra færst í aukana, enda æ algengara að ung börn, mörg hver enn á leikskólaaldri, sæki skipulagt tómstundastarf utan skólatíma. Til hagræðingar taka foreldrar sig gjarnan saman um að skiptast á að skutla. Slíkt fyrirkomulag er stórsniðugt enda hagkvæmt, tímasparandi og umhverfisvænt. Almennt er miðað við að börn undir 150 sm eða 36 kg (undir 11 ára) noti viðurkenndan bílstól eða bílpúða með baki. Börn ættu aldrei að nota eingöngu öryggisbelti fyrr en þau hafa náð áðurnefndri stærð þar sem beltið er hannað fyrir fullorðna og situr því ekki rétt á börnunum. Þá er beinagrind þeirra ekki nægilega þroskuð til að taka við höggi frá öryggisbeltinu einu saman og getur beltið því veitt alvarlega áverka í kviðarholi barna, sé það notað eitt og sér. En hvernig er öryggi háttað þegar nokkrum börnum er skutlað saman? Getur verið að fólk gefi „afslátt“ af öryggiskröfum í skiptum fyrir sveigjanleika í eigin stundaskrá og vandræðaminni samskipti við aðra foreldra? Lausn á samskutlinu Í nýlegri bandarískri könnun á notkun öryggisbúnaðar í samskutli (e. carpooling) kom fram að allt að 45% þeirra foreldra sem annars nota ávallt viðeigandi öryggisbúnað fyrir börnin sín slaka á kröfunum þegar börnin ferðast í bíl með öðrum eða þegar þeir skutla fleiri börnum en sínum eigin. Þannig virðist það nánast félagslega samþykkt að þegar nokkrum börnum er skutlað saman sé „í lagi“ að hafa þau í bílbelti eingöngu þrátt fyrir ungan aldur og í sumum tilvikum jafnvel í framsæti bifreiðar, þar sem líknarbelgur getur stefnt lífi þeirra í stórhættu verði árekstur. Ástæðulaust er að ætla að þessu sé öðruvísi farið hérlendis. Sem móðir tveggja grunnskólabarna á yngsta stigi hef ég ítrekað orðið vitni að – og sjálf lent í – þeirri klípu sem skapast getur þegar koma á fleiri en tveimur börnum og tilheyrandi öryggisbúnaði fyrir í hefðbundnum fjölskyldubíl. Erfitt getur verið að hagræða bílstólum og sessum með baki svo vel sé og eins er sjaldgæft að fólk sé með slíkan búnað til vara fyrir gesti. Staðreyndirnar eru samt sem áður þessar: Lögmál um umferðarslys og beinabyggingu barna taka því miður ekki tillit til aðstæðna. Flest slys verða innan við 3 km frá upphafsstað. Tómstundaskutl á sér oftast stað síðdegis, einmitt á þeim tíma þegar innanbæjarumferð er hvað þyngst. Líkur á skaða við umferðarslys aukast verulega sé barn ekki í viðeigandi öryggis- og verndarbúnaði. Er þetta áhætta sem við foreldrar erum tilbúnir til að taka? Svarið hlýtur að vera nei. Því er til mikils að vinna að finna góða lausn á samskutlinu sem tryggir öryggi okkar eigin barna og annarra í bílnum sem best. Tökum höndum saman og setjum börnin okkar allra í fyrsta sæti.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun