Af hverju borða þau ekki kökur? Árni Stefán Jónsson skrifar 10. október 2013 06:00 „Þrátt fyrir mikið aðhald og sparnað er það ásetningur ríkisstjórnarinnar að standa vörð um velferðarkerfið.“ Þetta voru orð Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í liðinni viku. Eftir á að hyggja er það sannarlega ekki skrítið að honum skyldi finnast þörf á að taka þetta sérstaklega fram í ræðu sinni, því flestum er ómögulegt að sjá þennan góða ásetning í hinu margnefnda fjárlagafrumvarpi. Þar má þvert á móti sjá niðurskurð til heilbrigðismála, spánnýtt gistináttagjald á spítalann, minni framlög til framhaldsskóla, hækkun skólagjalda, afnám vinnumarkaðsúrræða, lækkun barna- og vaxtabóta og fleira í þeim dúr. Hvernig er þetta að standa vörð um velferðarkerfið, spyrjum við launafólk? Tekjur ríkisins eru af skornum skammti, það vitum við öll. Ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar sem hóf kjörtímabilið á því að henda frá sér sanngjörnum tekjustofnum sem hefðu getað fært ríkinu auknar tekjur er því algjört. Skorið er niður í nýjum nýsköpunarverkefnum sem hefðu veitt fjölmörgum atvinnutækifæri, styrkir til rannsókna eru snarminnkaðir og tónlistar- og kvikmyndaiðnaðurinn frystur. Það stefnir í algjöra einsleitni, sem er afar hættuleg þróun fyrir lítið land á 21. öldinni. Niðurskurður til atvinnubótaverkefna og fræðslu ... hverju skilar það? Meiri hagvexti, hærra menntunarstigi – aukinni velsæld? Nei, það skilar atvinnuleysi og aukinni misskiptingu.Harðasta frjálshyggja Sagan segir að Marie Antoinette Frakklandsdrottning hafi einhverju sinni spurt að því hvers vegna soltinn almúginn borðaði ekki bara kökur þegar fólkið kvartaði undan því að eiga ekki fyrir brauði, seint á 18. öldinni. Sagan er að vísu lygasaga og á sér enga stoð í raunveruleikanum, ekki frekar en orð ráðherrans. En hún lýsir engu að síður skilningsleysi og viðhorfi hinna ríku til stöðu þeirra sem minna eiga. Ólíkt Frakklandsdrottningu komst núverandi ríkisstjórn til valda ekki síst fyrir þær áherslur sem hún þóttist hafa gagnvart fjölskyldufólki og skuldavanda heimilanna. Nú sýnir hún hins vegar sitt rétta andlit. Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hingað til hafa einkennst af hörðustu frjálshyggju. Útgerðirnar og auðmennirnir hafa fengið kjarabætur á silfurfati með lækkun veiðigjalda og afnámi auðlindaskattsins. Þetta tvennt var sett í forgang og frá því gengið á fyrstu dögum stjórnarinnar. Þetta er stefna stjórnvalda eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – að auka bilið milli ríkra og fátækra. Til að friða almenning er hent til hans brauðbitum í formi falskra skattalækkana, þar sem þeir efnameiri fá meira og þeir fátæku og tekjulægri fá minna. Ef ekkert verður að gert mun þetta leiða til stóraukinnar einkavæðingar bæði í heilbrigðis- og skólakerfinu. Aukin gjaldtaka í skóla- og heilbrigðiskerfinu er fyrsta skrefið í þá átt. Þetta er það sem ríkisstjórnin kallar kerfisbreytingu. Hér er um að ræða grundvallarstefnubreytingu í íslensku velferðarkerfi sem krefst þess að almenningur greiði fyrir þjónustu sem áður var fjármögnuð í gegnum samneysluna. Nú er það almenningur sem á að borga þannig að þeir ríku geti haldið áfram að éta sínar kökur í friði! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
„Þrátt fyrir mikið aðhald og sparnað er það ásetningur ríkisstjórnarinnar að standa vörð um velferðarkerfið.“ Þetta voru orð Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í liðinni viku. Eftir á að hyggja er það sannarlega ekki skrítið að honum skyldi finnast þörf á að taka þetta sérstaklega fram í ræðu sinni, því flestum er ómögulegt að sjá þennan góða ásetning í hinu margnefnda fjárlagafrumvarpi. Þar má þvert á móti sjá niðurskurð til heilbrigðismála, spánnýtt gistináttagjald á spítalann, minni framlög til framhaldsskóla, hækkun skólagjalda, afnám vinnumarkaðsúrræða, lækkun barna- og vaxtabóta og fleira í þeim dúr. Hvernig er þetta að standa vörð um velferðarkerfið, spyrjum við launafólk? Tekjur ríkisins eru af skornum skammti, það vitum við öll. Ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar sem hóf kjörtímabilið á því að henda frá sér sanngjörnum tekjustofnum sem hefðu getað fært ríkinu auknar tekjur er því algjört. Skorið er niður í nýjum nýsköpunarverkefnum sem hefðu veitt fjölmörgum atvinnutækifæri, styrkir til rannsókna eru snarminnkaðir og tónlistar- og kvikmyndaiðnaðurinn frystur. Það stefnir í algjöra einsleitni, sem er afar hættuleg þróun fyrir lítið land á 21. öldinni. Niðurskurður til atvinnubótaverkefna og fræðslu ... hverju skilar það? Meiri hagvexti, hærra menntunarstigi – aukinni velsæld? Nei, það skilar atvinnuleysi og aukinni misskiptingu.Harðasta frjálshyggja Sagan segir að Marie Antoinette Frakklandsdrottning hafi einhverju sinni spurt að því hvers vegna soltinn almúginn borðaði ekki bara kökur þegar fólkið kvartaði undan því að eiga ekki fyrir brauði, seint á 18. öldinni. Sagan er að vísu lygasaga og á sér enga stoð í raunveruleikanum, ekki frekar en orð ráðherrans. En hún lýsir engu að síður skilningsleysi og viðhorfi hinna ríku til stöðu þeirra sem minna eiga. Ólíkt Frakklandsdrottningu komst núverandi ríkisstjórn til valda ekki síst fyrir þær áherslur sem hún þóttist hafa gagnvart fjölskyldufólki og skuldavanda heimilanna. Nú sýnir hún hins vegar sitt rétta andlit. Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hingað til hafa einkennst af hörðustu frjálshyggju. Útgerðirnar og auðmennirnir hafa fengið kjarabætur á silfurfati með lækkun veiðigjalda og afnámi auðlindaskattsins. Þetta tvennt var sett í forgang og frá því gengið á fyrstu dögum stjórnarinnar. Þetta er stefna stjórnvalda eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar – að auka bilið milli ríkra og fátækra. Til að friða almenning er hent til hans brauðbitum í formi falskra skattalækkana, þar sem þeir efnameiri fá meira og þeir fátæku og tekjulægri fá minna. Ef ekkert verður að gert mun þetta leiða til stóraukinnar einkavæðingar bæði í heilbrigðis- og skólakerfinu. Aukin gjaldtaka í skóla- og heilbrigðiskerfinu er fyrsta skrefið í þá átt. Þetta er það sem ríkisstjórnin kallar kerfisbreytingu. Hér er um að ræða grundvallarstefnubreytingu í íslensku velferðarkerfi sem krefst þess að almenningur greiði fyrir þjónustu sem áður var fjármögnuð í gegnum samneysluna. Nú er það almenningur sem á að borga þannig að þeir ríku geti haldið áfram að éta sínar kökur í friði!
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun