Spurt að gefnu tilefni Ögmundur Jónasson skrifar 28. október 2013 10:14 Fram hefur komið að ríkisstjórnin vill leita leiða til að einkavæða samgöngukerfið. Einkaaðilar eignist til skamms eða langs tíma flugvelli, hafnir og vegi. Verktakarnir komi með fjármagn í uppbyggingu þessara mannvirkja og rukki síðan notendur. Með þessu móti yrði hægt að lækka skatta en láta notendur borga. Þegar virðist vera farið að búa í haginn fyrir þetta fyrirkomulag með sveltistefnu. Þannig er skorið niður við almennar vegaframkvæmdir um 750 milljónir og byrjað að þrengja að innanlandsfluginu og þótti mörgum nóg að gert á undangengnu kjörtímabili. Allt þetta verður hins vegar skiljanlegra ef verkefnið er að knýja fram kerfisbreytingar. Einkavætt kerfi yrði náttúrlega dýrara fyrir samfélagið því það gerir ráð fyrir nýjum milliliðum sem tækju sitt til sín. Einnig er hætt við því að þetta verði ranglátara kerfi því notendur á strjálbýlum svæðum ættu erfiðara með að fjármagna framkvæmdir en þéttbýlingar. Þá hefur verið bent á að hætt sé við því að skipulagsvald verði flutt frá lýðræðislega kjörnum aðilum til verktaka. Þetta mátti skilja á svörum sem gefin voru um mögulegar einkaframkvæmdir í vegakerfinu. Þar var nefnd Sundahöfn, nýr vegur um Öxi og Svínvetningabraut í Húnavatnssýslu. Allar þessar hugsanlegu framkvæmdir eru sagðar búa yfir þeim kosti að aðrar samgönguleiðir yrðu færar til að komast á milli staða, valið yrði vegfarandans. Það má hins vegar aldrei gleymast að við sem samfélag kæmum til með að standa straum af öllum þessum kostnaði hvort sem væri við Öxi, Sundabraut eða Svínvetningabraut. En augnablik. Svínvetningabraut er ekki á samgönguáætlun! Hún var jafnframt tekin út úr allri skipulagsvinnu og fór ekki lítið fyrir því þegar það var gert. Og er þá komið að spurningu minni. Ef fyrirtækið, sem á sínum tíma vildi Svínvetningabraut, vill nú að nýju fara í þá framkvæmd, ræður þá fyrirtækið? Yrði Svínvetningabraut þá aftur á áætlun? Ef svo er, væri það endanleg sönnun þess að skipulagsvaldið væri komið til verktakanna. En svona auðvelt verður þetta ekki. Þótt ríkisstjórnin vilji þjóna peningavaldinu þá er sem betur fer ekki enn búið að slökkva á þjóðinni. Hinni sömu og á að borga hinum nýju skattheimtumönnum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Fram hefur komið að ríkisstjórnin vill leita leiða til að einkavæða samgöngukerfið. Einkaaðilar eignist til skamms eða langs tíma flugvelli, hafnir og vegi. Verktakarnir komi með fjármagn í uppbyggingu þessara mannvirkja og rukki síðan notendur. Með þessu móti yrði hægt að lækka skatta en láta notendur borga. Þegar virðist vera farið að búa í haginn fyrir þetta fyrirkomulag með sveltistefnu. Þannig er skorið niður við almennar vegaframkvæmdir um 750 milljónir og byrjað að þrengja að innanlandsfluginu og þótti mörgum nóg að gert á undangengnu kjörtímabili. Allt þetta verður hins vegar skiljanlegra ef verkefnið er að knýja fram kerfisbreytingar. Einkavætt kerfi yrði náttúrlega dýrara fyrir samfélagið því það gerir ráð fyrir nýjum milliliðum sem tækju sitt til sín. Einnig er hætt við því að þetta verði ranglátara kerfi því notendur á strjálbýlum svæðum ættu erfiðara með að fjármagna framkvæmdir en þéttbýlingar. Þá hefur verið bent á að hætt sé við því að skipulagsvald verði flutt frá lýðræðislega kjörnum aðilum til verktaka. Þetta mátti skilja á svörum sem gefin voru um mögulegar einkaframkvæmdir í vegakerfinu. Þar var nefnd Sundahöfn, nýr vegur um Öxi og Svínvetningabraut í Húnavatnssýslu. Allar þessar hugsanlegu framkvæmdir eru sagðar búa yfir þeim kosti að aðrar samgönguleiðir yrðu færar til að komast á milli staða, valið yrði vegfarandans. Það má hins vegar aldrei gleymast að við sem samfélag kæmum til með að standa straum af öllum þessum kostnaði hvort sem væri við Öxi, Sundabraut eða Svínvetningabraut. En augnablik. Svínvetningabraut er ekki á samgönguáætlun! Hún var jafnframt tekin út úr allri skipulagsvinnu og fór ekki lítið fyrir því þegar það var gert. Og er þá komið að spurningu minni. Ef fyrirtækið, sem á sínum tíma vildi Svínvetningabraut, vill nú að nýju fara í þá framkvæmd, ræður þá fyrirtækið? Yrði Svínvetningabraut þá aftur á áætlun? Ef svo er, væri það endanleg sönnun þess að skipulagsvaldið væri komið til verktakanna. En svona auðvelt verður þetta ekki. Þótt ríkisstjórnin vilji þjóna peningavaldinu þá er sem betur fer ekki enn búið að slökkva á þjóðinni. Hinni sömu og á að borga hinum nýju skattheimtumönnum!
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar