Spurt að gefnu tilefni Ögmundur Jónasson skrifar 28. október 2013 10:14 Fram hefur komið að ríkisstjórnin vill leita leiða til að einkavæða samgöngukerfið. Einkaaðilar eignist til skamms eða langs tíma flugvelli, hafnir og vegi. Verktakarnir komi með fjármagn í uppbyggingu þessara mannvirkja og rukki síðan notendur. Með þessu móti yrði hægt að lækka skatta en láta notendur borga. Þegar virðist vera farið að búa í haginn fyrir þetta fyrirkomulag með sveltistefnu. Þannig er skorið niður við almennar vegaframkvæmdir um 750 milljónir og byrjað að þrengja að innanlandsfluginu og þótti mörgum nóg að gert á undangengnu kjörtímabili. Allt þetta verður hins vegar skiljanlegra ef verkefnið er að knýja fram kerfisbreytingar. Einkavætt kerfi yrði náttúrlega dýrara fyrir samfélagið því það gerir ráð fyrir nýjum milliliðum sem tækju sitt til sín. Einnig er hætt við því að þetta verði ranglátara kerfi því notendur á strjálbýlum svæðum ættu erfiðara með að fjármagna framkvæmdir en þéttbýlingar. Þá hefur verið bent á að hætt sé við því að skipulagsvald verði flutt frá lýðræðislega kjörnum aðilum til verktaka. Þetta mátti skilja á svörum sem gefin voru um mögulegar einkaframkvæmdir í vegakerfinu. Þar var nefnd Sundahöfn, nýr vegur um Öxi og Svínvetningabraut í Húnavatnssýslu. Allar þessar hugsanlegu framkvæmdir eru sagðar búa yfir þeim kosti að aðrar samgönguleiðir yrðu færar til að komast á milli staða, valið yrði vegfarandans. Það má hins vegar aldrei gleymast að við sem samfélag kæmum til með að standa straum af öllum þessum kostnaði hvort sem væri við Öxi, Sundabraut eða Svínvetningabraut. En augnablik. Svínvetningabraut er ekki á samgönguáætlun! Hún var jafnframt tekin út úr allri skipulagsvinnu og fór ekki lítið fyrir því þegar það var gert. Og er þá komið að spurningu minni. Ef fyrirtækið, sem á sínum tíma vildi Svínvetningabraut, vill nú að nýju fara í þá framkvæmd, ræður þá fyrirtækið? Yrði Svínvetningabraut þá aftur á áætlun? Ef svo er, væri það endanleg sönnun þess að skipulagsvaldið væri komið til verktakanna. En svona auðvelt verður þetta ekki. Þótt ríkisstjórnin vilji þjóna peningavaldinu þá er sem betur fer ekki enn búið að slökkva á þjóðinni. Hinni sömu og á að borga hinum nýju skattheimtumönnum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fram hefur komið að ríkisstjórnin vill leita leiða til að einkavæða samgöngukerfið. Einkaaðilar eignist til skamms eða langs tíma flugvelli, hafnir og vegi. Verktakarnir komi með fjármagn í uppbyggingu þessara mannvirkja og rukki síðan notendur. Með þessu móti yrði hægt að lækka skatta en láta notendur borga. Þegar virðist vera farið að búa í haginn fyrir þetta fyrirkomulag með sveltistefnu. Þannig er skorið niður við almennar vegaframkvæmdir um 750 milljónir og byrjað að þrengja að innanlandsfluginu og þótti mörgum nóg að gert á undangengnu kjörtímabili. Allt þetta verður hins vegar skiljanlegra ef verkefnið er að knýja fram kerfisbreytingar. Einkavætt kerfi yrði náttúrlega dýrara fyrir samfélagið því það gerir ráð fyrir nýjum milliliðum sem tækju sitt til sín. Einnig er hætt við því að þetta verði ranglátara kerfi því notendur á strjálbýlum svæðum ættu erfiðara með að fjármagna framkvæmdir en þéttbýlingar. Þá hefur verið bent á að hætt sé við því að skipulagsvald verði flutt frá lýðræðislega kjörnum aðilum til verktaka. Þetta mátti skilja á svörum sem gefin voru um mögulegar einkaframkvæmdir í vegakerfinu. Þar var nefnd Sundahöfn, nýr vegur um Öxi og Svínvetningabraut í Húnavatnssýslu. Allar þessar hugsanlegu framkvæmdir eru sagðar búa yfir þeim kosti að aðrar samgönguleiðir yrðu færar til að komast á milli staða, valið yrði vegfarandans. Það má hins vegar aldrei gleymast að við sem samfélag kæmum til með að standa straum af öllum þessum kostnaði hvort sem væri við Öxi, Sundabraut eða Svínvetningabraut. En augnablik. Svínvetningabraut er ekki á samgönguáætlun! Hún var jafnframt tekin út úr allri skipulagsvinnu og fór ekki lítið fyrir því þegar það var gert. Og er þá komið að spurningu minni. Ef fyrirtækið, sem á sínum tíma vildi Svínvetningabraut, vill nú að nýju fara í þá framkvæmd, ræður þá fyrirtækið? Yrði Svínvetningabraut þá aftur á áætlun? Ef svo er, væri það endanleg sönnun þess að skipulagsvaldið væri komið til verktakanna. En svona auðvelt verður þetta ekki. Þótt ríkisstjórnin vilji þjóna peningavaldinu þá er sem betur fer ekki enn búið að slökkva á þjóðinni. Hinni sömu og á að borga hinum nýju skattheimtumönnum!
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun