Aron er áhyggjufullur af litlum spiltíma Ásgeirs Arnar Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2013 07:30 Aron Kristjánsson er nokkuð bjartsýnn fyrir leikina gegn Austurríki þrátt fyrir töluverð forföll leikmanna vegna meiðsla. fréttablaðið/stefán „Liðið hefur æft vel undanfarna daga,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, en liðið mætir því austurríska í tveimur vináttuleikjum ytra í kvöld og á morgun. Fyrri leikurinn fer fram í Linz í kvöld og hefst klukkan 19:20. „Við erum klárir í leikina. Vissulega myndi maður vilja hafa fullskipaðan leikmannahóp en forföllin eru mikil að þessu sinni. Nú fá aðrir leikmenn tækifærið og vonandi nýta þér það.“ Alexander Petersson, Aron Pálmarsson, Arnór Þór Gunnarsson og Ingimundur Ingimundarson eru allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Þá getur Rúnar Kárason ekki tekið þátt í verkefninu af persónulegum ástæðum. Þórir Ólafsson snéri sig á ökkla á æfingu í vikunni. „Þórir gat tekið þátt á æfingu í morgun og mun líklega koma við sögu í leikjunum gegn Austurríki.“ Hægri skyttustaðan er stórt spurningamerki fyrir leikina gegn Austurríkismönnum en tvær örvhentar skyttur eru ekki með vegna meiðsla. Það mun því mikið mæða á Ásgeiri Erni Hallgrímssyni í leikjunum en hann hefur lítið fengið að spreyta sig með félagsliði sínu PSG á tímabilinu. Aron hefur því áhyggjur af litlum spilatíma hans. „Við verðum að horfa til framtíðar og viljum sjá ákveðna leikmenn í þessum leikjum. Árni Steinn [Steinþórsson], leikmaður Hauka, hefur staðið sig frábærlega á æfingum síðastliðna daga og er greinilega mjög einbeittur fyrir þessu verkefni.“ Árni leikur í hægri skyttustöðu með Haukum. Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Nantes í Frakklandi, og Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður Grosswallstadt í Þýskalandi, voru ekki valdir í landsliðshópinn fyrir leikina. Róbert Aron Hostert var aftur á móti valinn í hópinn en Róbert leikur með ÍBV í Olís-deildinni. „Í dag erum við með frábæra leikstjórnendur sem allir geta leyst þessa stöðu vel. Snorri Steinn Guðjónsson er leikstjórnandi íslenska landsliðsins og hefur sinnt þeirri stöðu einstaklega vel undanfarin ár. Aron Pálmarsson, Arnór Atlason og Ólafur Bjarki [Ragnarsson] eru einnig allir mjög frambærilegir leikstjórnendur og því erum við ekki á flæðiskeri staddir þegar kemur að þeirri stöðu. Ég ákvað aftur á móti að velja Róbert Aron í hópinn til að gefa honum tækifæri á að sýna sig. Hann hefur verið að spila vel með ÍBV á tímabilinu. Við sjáum hann sem framtíðarleikmann en menn verða einhvers staðar að byrja og núna er tækifæri fyrir hann. Þessir leikmenn eru einfaldlega hættulegri en aðrir og því valdir í hópinn.“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, er einnig landsliðsþjálfari Austurríkis. „Ég þekki Patta vel og því verður gaman að mæta honum á morgun. Þetta austurríska lið er vel mannað og er til að mynda ekki með sömu forföll og við fyrir þessa leiki. Við munum líklega mæta þeirra sterkasta liði, sem verður góð prófraun fyrir okkar leikmenn.“ Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
„Liðið hefur æft vel undanfarna daga,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, en liðið mætir því austurríska í tveimur vináttuleikjum ytra í kvöld og á morgun. Fyrri leikurinn fer fram í Linz í kvöld og hefst klukkan 19:20. „Við erum klárir í leikina. Vissulega myndi maður vilja hafa fullskipaðan leikmannahóp en forföllin eru mikil að þessu sinni. Nú fá aðrir leikmenn tækifærið og vonandi nýta þér það.“ Alexander Petersson, Aron Pálmarsson, Arnór Þór Gunnarsson og Ingimundur Ingimundarson eru allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Þá getur Rúnar Kárason ekki tekið þátt í verkefninu af persónulegum ástæðum. Þórir Ólafsson snéri sig á ökkla á æfingu í vikunni. „Þórir gat tekið þátt á æfingu í morgun og mun líklega koma við sögu í leikjunum gegn Austurríki.“ Hægri skyttustaðan er stórt spurningamerki fyrir leikina gegn Austurríkismönnum en tvær örvhentar skyttur eru ekki með vegna meiðsla. Það mun því mikið mæða á Ásgeiri Erni Hallgrímssyni í leikjunum en hann hefur lítið fengið að spreyta sig með félagsliði sínu PSG á tímabilinu. Aron hefur því áhyggjur af litlum spilatíma hans. „Við verðum að horfa til framtíðar og viljum sjá ákveðna leikmenn í þessum leikjum. Árni Steinn [Steinþórsson], leikmaður Hauka, hefur staðið sig frábærlega á æfingum síðastliðna daga og er greinilega mjög einbeittur fyrir þessu verkefni.“ Árni leikur í hægri skyttustöðu með Haukum. Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Nantes í Frakklandi, og Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður Grosswallstadt í Þýskalandi, voru ekki valdir í landsliðshópinn fyrir leikina. Róbert Aron Hostert var aftur á móti valinn í hópinn en Róbert leikur með ÍBV í Olís-deildinni. „Í dag erum við með frábæra leikstjórnendur sem allir geta leyst þessa stöðu vel. Snorri Steinn Guðjónsson er leikstjórnandi íslenska landsliðsins og hefur sinnt þeirri stöðu einstaklega vel undanfarin ár. Aron Pálmarsson, Arnór Atlason og Ólafur Bjarki [Ragnarsson] eru einnig allir mjög frambærilegir leikstjórnendur og því erum við ekki á flæðiskeri staddir þegar kemur að þeirri stöðu. Ég ákvað aftur á móti að velja Róbert Aron í hópinn til að gefa honum tækifæri á að sýna sig. Hann hefur verið að spila vel með ÍBV á tímabilinu. Við sjáum hann sem framtíðarleikmann en menn verða einhvers staðar að byrja og núna er tækifæri fyrir hann. Þessir leikmenn eru einfaldlega hættulegri en aðrir og því valdir í hópinn.“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, er einnig landsliðsþjálfari Austurríkis. „Ég þekki Patta vel og því verður gaman að mæta honum á morgun. Þetta austurríska lið er vel mannað og er til að mynda ekki með sömu forföll og við fyrir þessa leiki. Við munum líklega mæta þeirra sterkasta liði, sem verður góð prófraun fyrir okkar leikmenn.“
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira