Jafna sem ekki gengur upp Tryggvi Felixson skrifar 23. nóvember 2013 07:00 Á vorþingi 2013 var samþykkt þingsályktun um verndar- og orkunýtingaráætlun sem skipar hugmyndum um Norðlingaölduveitu í „verndarflokk“. Mörk þessa svæðis eru Þjórsá frá upphafskvíslum allt suður að Sultartangalóni. Þar sem vatnasviði að austan hefur þegar verið raskað með Kvíslaveitum er aðeins um vatnasviðið að vestan að ræða. Í júní hugðist umhverfisráðherra fylgja ákvörðun Alþingis og stækka friðlandið í Þjórsárverum. Landsvirkjun brást illa við þessu og gleymdi með öllu gefnum loforðum, að lúta niðurstöðu rammaáætlunar. Ráðherra var hótað lögsókn færði hann út friðlandsmörkin. Þetta stöðvaði friðlýsingarferlið. Nú berast þau tíðindi að Landsvirkjun sé tilbúin með nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu sem vel geti farið saman með verndun Þjórsárvera. Umhverfisráðherra virðist ekki útiloka að svo geti verið. Í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun segir: „stjórnvöld skulu þegar Alþingi hefur samþykkt verndar- og nýtingaráætlun hefja undirbúning að friðlýsingu landssvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu samkvæmt verndarflokki áætlunarinnar“. Í skýringum við frumvarpið er tekið fram að virkjunarsvæði í vatnsafli miðist við allt vatnasvið fallvatns ofan þeirrar virkjunar sem nýtir fallið og farveg fallsvatnsins neðan virkjunar. Einnig er tilgreind sú meginregla að hvers konar framkvæmdir og rannsóknir vegna virkjunarkosta í verndarflokki séu óheimilar. Samkvæmt þessu eru forsendur fyrir Norðlingaölduveitu brostnar. Nýjar útfærslur fá því ekki breytt. Að baki er yfir 40 ára barátta fyrir verndun Þjórsárvera. Margt hefur áunnist á þeim árum. Tillögur um mannvirki hafa hægt og bítandi breyst frá því að vera mannvirki sem valda myndu algjörri eyðingu náttúrufars á svæðinu í eitthvað minna, en sem engu að síður mun valda umtalsverðum umhverfisáhrifum. Norðlingaölduveita verður ekki reist án mannvirkja sem eyða víðernum og veita vatni frá einum glæsilegustu fossum landsins. Nú er mál að linni. Vinir Þjórsárvera hvetja umhverfisráðherra að friðlýsa svæðið í samræmi við lögin. Félagið biður Landsvirkjun að sætta sig við orðinn hlut, standa við gefin loforð, lifa í sátt með þjóðinni sem á fyrirtækið og bera ekki fleiri sprek (almannafé) á bál ófriðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á vorþingi 2013 var samþykkt þingsályktun um verndar- og orkunýtingaráætlun sem skipar hugmyndum um Norðlingaölduveitu í „verndarflokk“. Mörk þessa svæðis eru Þjórsá frá upphafskvíslum allt suður að Sultartangalóni. Þar sem vatnasviði að austan hefur þegar verið raskað með Kvíslaveitum er aðeins um vatnasviðið að vestan að ræða. Í júní hugðist umhverfisráðherra fylgja ákvörðun Alþingis og stækka friðlandið í Þjórsárverum. Landsvirkjun brást illa við þessu og gleymdi með öllu gefnum loforðum, að lúta niðurstöðu rammaáætlunar. Ráðherra var hótað lögsókn færði hann út friðlandsmörkin. Þetta stöðvaði friðlýsingarferlið. Nú berast þau tíðindi að Landsvirkjun sé tilbúin með nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu sem vel geti farið saman með verndun Þjórsárvera. Umhverfisráðherra virðist ekki útiloka að svo geti verið. Í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun segir: „stjórnvöld skulu þegar Alþingi hefur samþykkt verndar- og nýtingaráætlun hefja undirbúning að friðlýsingu landssvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu samkvæmt verndarflokki áætlunarinnar“. Í skýringum við frumvarpið er tekið fram að virkjunarsvæði í vatnsafli miðist við allt vatnasvið fallvatns ofan þeirrar virkjunar sem nýtir fallið og farveg fallsvatnsins neðan virkjunar. Einnig er tilgreind sú meginregla að hvers konar framkvæmdir og rannsóknir vegna virkjunarkosta í verndarflokki séu óheimilar. Samkvæmt þessu eru forsendur fyrir Norðlingaölduveitu brostnar. Nýjar útfærslur fá því ekki breytt. Að baki er yfir 40 ára barátta fyrir verndun Þjórsárvera. Margt hefur áunnist á þeim árum. Tillögur um mannvirki hafa hægt og bítandi breyst frá því að vera mannvirki sem valda myndu algjörri eyðingu náttúrufars á svæðinu í eitthvað minna, en sem engu að síður mun valda umtalsverðum umhverfisáhrifum. Norðlingaölduveita verður ekki reist án mannvirkja sem eyða víðernum og veita vatni frá einum glæsilegustu fossum landsins. Nú er mál að linni. Vinir Þjórsárvera hvetja umhverfisráðherra að friðlýsa svæðið í samræmi við lögin. Félagið biður Landsvirkjun að sætta sig við orðinn hlut, standa við gefin loforð, lifa í sátt með þjóðinni sem á fyrirtækið og bera ekki fleiri sprek (almannafé) á bál ófriðar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun