Hlerun í Alþingi: „Grafalvarlegt ef satt reynist“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2013 07:00 Í meintu samtali Chelsea Manning og Julian Assange kemur fram að Wikileaks búi yfir símtölum frá Alþingi. Mynd/GVA/AP „Ég er sleginn yfir þessu og ef eitthvað er hæft í þessum fréttum, er þetta grafalvarlegt. Þetta kemur okkur á óvart. Við munum reyna að ganga úr skugga um það hvort eitthvað sé hæft í þessu sem allra fyrst. Þetta er mjög alvarlegur hlutur ef rétt er og það verður að koma í veg fyrir að svona upplýsingar séu birtar. Sama hver búi yfir þeim,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Julian Assange sagði í meintu samtali við Chelsea Manning í mars 2010, sem þá hét Bradley Manning, að Wikileaks ætti upptökur úr símum Alþingis Íslendinga yfir fjögurra mánaða tímabil, í nóvember og desember 2009 og janúar og febrúar 2010. Þessu var haldið fram á síðunni wired.com nýlega. Á því tímabili sem samtalið átti sér stað var Assange einmitt staddur hér á landi. Frétt var birt á Vísi í gær, þar sem sagt var frá skjölum sem birt voru á Wired.com. Þar er því haldið fram að skjölin komi frá bandaríska hernum og merkingar á skjölunum benda til þess, að þau hafi verið notuð sem sönnunargögn í málaferlum hersins gegn Manning. Í samtalinu á Assange að ganga undir nafninu Nathaniel Frank og Manning á að ganga undir nafninu Nobody.Merking skjalsins bendir til að um sönnunargagn í réttarhöldunum gegn Manning sé að ræða.Í meintu samtali þeirra spyr Manning hvort eitthvað gagnlegt sé að finna í upptökunum, en Assange svarar að hann hafi manneskju til að fara yfir það, sjálfur hafi hann ekki tíma. Assange minnist svo aftur á að hann hafi fengið gögn frá Alþingi og því svarar Manning með broskalli og segir það sprenghlægilegt.Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis.Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis hafði heldur ekki heyrt af þessu máli. „Það kemur mér í opna skjöldu að því sé haldið fram að símar Alþingis hafi verið hleraðir. Það væri auðvitað grafalvarlegt mál og ef um svo alvarlega hluti væri að ræða þá væri það lögbrot,“ segir Einar Kristinn. „Þetta er alveg ótrúlegt ef satt er. Ég hef ekki fengið neinar vísbendingar um þetta og þetta eru mér fullkomlega ný tíðindi ef satt reynist.“Athygli vekur að dularfull tölva fannst í húsnæði á vegum Alþingis í febrúar árið 2010 og grunur lék á tölvan hafi haft þann tilgang að brjótast inn í tölvur þingmanna og tölvukerfi Alþingis. Assange var á Íslandi þegar samtalið á að hafa átt sér stað og segir að hann sé undir eftirliti lögreglu. Að hann hafi séð lögreglu vakta hótel sitt og að innanbúðarmaður hans hafi staðfest það.Í þessu meinta samtali gera Assange og Manning grín að hugmynd um að gera dramatíska kvikmynd um Wikileaks. Samkvæmt hugmyndinni ætti myndin að innihalda spillingu, launmorðingja, njósnir og skemmdaverk og væru gróðamöguleikar slíkrar myndar miklir. Í þeirri umræðu segir Assange: „Ég skynja blekkingu til að draga $ frá fólki.“ Wikileaks hefur birt gögn varðandi Ísland. Undir lok ársins 2010 birtu Wikileaks skjöl frá embættismönnum í sendiráði Bandaríkjanna hér á landi. Stór hluti skjalanna fjallaði um samband Íslands og Evrópusambandsins, en annars um stjórnmálin hér á landi. WikiLeaks Tengdar fréttir Wikileaks með hljóðupptökur úr Alþingishúsinu "Við erum með síðustu 4 mánuði af hljóðupptökum úr símum Alþingis Íslendinga,“ er Julian Assange sagður hafa sagt í samtali við Chelsea Manning. 6. desember 2013 18:24 Stærstu kvikmyndaflopp ársins í Hollywood Í öðru sæti er kvikmyndin The Fifth Estate, þar sem Ísland spilar stóra rullu. 29. nóvember 2013 20:00 Ísland mun bráðna „Ég var að fá 800 blaðsíður af yfirheyrslugögnum og önnur 40 gígabit af gögnum varðandi einkavæðingu bankanna á Íslandi," telur vefsíðan Wired.com að Julian Assange hafi sagt í samtali við Chelsea Manning í mars 2010. 6. desember 2013 21:17 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
„Ég er sleginn yfir þessu og ef eitthvað er hæft í þessum fréttum, er þetta grafalvarlegt. Þetta kemur okkur á óvart. Við munum reyna að ganga úr skugga um það hvort eitthvað sé hæft í þessu sem allra fyrst. Þetta er mjög alvarlegur hlutur ef rétt er og það verður að koma í veg fyrir að svona upplýsingar séu birtar. Sama hver búi yfir þeim,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Julian Assange sagði í meintu samtali við Chelsea Manning í mars 2010, sem þá hét Bradley Manning, að Wikileaks ætti upptökur úr símum Alþingis Íslendinga yfir fjögurra mánaða tímabil, í nóvember og desember 2009 og janúar og febrúar 2010. Þessu var haldið fram á síðunni wired.com nýlega. Á því tímabili sem samtalið átti sér stað var Assange einmitt staddur hér á landi. Frétt var birt á Vísi í gær, þar sem sagt var frá skjölum sem birt voru á Wired.com. Þar er því haldið fram að skjölin komi frá bandaríska hernum og merkingar á skjölunum benda til þess, að þau hafi verið notuð sem sönnunargögn í málaferlum hersins gegn Manning. Í samtalinu á Assange að ganga undir nafninu Nathaniel Frank og Manning á að ganga undir nafninu Nobody.Merking skjalsins bendir til að um sönnunargagn í réttarhöldunum gegn Manning sé að ræða.Í meintu samtali þeirra spyr Manning hvort eitthvað gagnlegt sé að finna í upptökunum, en Assange svarar að hann hafi manneskju til að fara yfir það, sjálfur hafi hann ekki tíma. Assange minnist svo aftur á að hann hafi fengið gögn frá Alþingi og því svarar Manning með broskalli og segir það sprenghlægilegt.Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis.Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis hafði heldur ekki heyrt af þessu máli. „Það kemur mér í opna skjöldu að því sé haldið fram að símar Alþingis hafi verið hleraðir. Það væri auðvitað grafalvarlegt mál og ef um svo alvarlega hluti væri að ræða þá væri það lögbrot,“ segir Einar Kristinn. „Þetta er alveg ótrúlegt ef satt er. Ég hef ekki fengið neinar vísbendingar um þetta og þetta eru mér fullkomlega ný tíðindi ef satt reynist.“Athygli vekur að dularfull tölva fannst í húsnæði á vegum Alþingis í febrúar árið 2010 og grunur lék á tölvan hafi haft þann tilgang að brjótast inn í tölvur þingmanna og tölvukerfi Alþingis. Assange var á Íslandi þegar samtalið á að hafa átt sér stað og segir að hann sé undir eftirliti lögreglu. Að hann hafi séð lögreglu vakta hótel sitt og að innanbúðarmaður hans hafi staðfest það.Í þessu meinta samtali gera Assange og Manning grín að hugmynd um að gera dramatíska kvikmynd um Wikileaks. Samkvæmt hugmyndinni ætti myndin að innihalda spillingu, launmorðingja, njósnir og skemmdaverk og væru gróðamöguleikar slíkrar myndar miklir. Í þeirri umræðu segir Assange: „Ég skynja blekkingu til að draga $ frá fólki.“ Wikileaks hefur birt gögn varðandi Ísland. Undir lok ársins 2010 birtu Wikileaks skjöl frá embættismönnum í sendiráði Bandaríkjanna hér á landi. Stór hluti skjalanna fjallaði um samband Íslands og Evrópusambandsins, en annars um stjórnmálin hér á landi.
WikiLeaks Tengdar fréttir Wikileaks með hljóðupptökur úr Alþingishúsinu "Við erum með síðustu 4 mánuði af hljóðupptökum úr símum Alþingis Íslendinga,“ er Julian Assange sagður hafa sagt í samtali við Chelsea Manning. 6. desember 2013 18:24 Stærstu kvikmyndaflopp ársins í Hollywood Í öðru sæti er kvikmyndin The Fifth Estate, þar sem Ísland spilar stóra rullu. 29. nóvember 2013 20:00 Ísland mun bráðna „Ég var að fá 800 blaðsíður af yfirheyrslugögnum og önnur 40 gígabit af gögnum varðandi einkavæðingu bankanna á Íslandi," telur vefsíðan Wired.com að Julian Assange hafi sagt í samtali við Chelsea Manning í mars 2010. 6. desember 2013 21:17 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Wikileaks með hljóðupptökur úr Alþingishúsinu "Við erum með síðustu 4 mánuði af hljóðupptökum úr símum Alþingis Íslendinga,“ er Julian Assange sagður hafa sagt í samtali við Chelsea Manning. 6. desember 2013 18:24
Stærstu kvikmyndaflopp ársins í Hollywood Í öðru sæti er kvikmyndin The Fifth Estate, þar sem Ísland spilar stóra rullu. 29. nóvember 2013 20:00
Ísland mun bráðna „Ég var að fá 800 blaðsíður af yfirheyrslugögnum og önnur 40 gígabit af gögnum varðandi einkavæðingu bankanna á Íslandi," telur vefsíðan Wired.com að Julian Assange hafi sagt í samtali við Chelsea Manning í mars 2010. 6. desember 2013 21:17