Var þetta allt „og“ sumt? Almar Guðmundsson skrifar 18. desember 2013 07:00 Frumvarp um breytingar á tollalögum er til umræðu á Alþingi núna og stefnir í að það verði lögfest nú fyrir jól. Umrætt frumvarp kemur ekki til af góðu. Það er í raun önnur tilraun stjórnvalda til að bregðast við aðfinnslum umboðsmanns Alþingis varðandi úthlutun tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum. En málið er ennþá stærra. Það snýst fyrst og síðast um skuldbindingar íslenska ríkisins gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), möguleika til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð, lögmæti gjaldtöku og rétt neytenda til aðgengis að ódýrari matvöru. Efni frumvarpsins breytir engu um þá staðreynd að íslenska ríkið uppfyllir ekki þjóðréttarlegar skyldur sínar og innheimtir umtalsverð gjöld án þess að fyrir þeirri gjaldheimtu sé fullnægjandi lagastoð. Það er því mikilvægt að endurskoðun á lögunum fari fram að vel ígrunduðu máli og með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Ennfremur má minna á að stjórnvöld vinna nú að einföldun regluverks en umgjörð um tollvernd búvara þarf svo sannarlega á því að halda að regluumgjörð sé einfölduð. Við meðferð málsins tók atvinnuveganefnd Alþingis það til meðferðar. Félag atvinnurekenda benti á ofangreinda meinbugi og í umsögn Samkeppniseftirlitsins sagði til dæmis: „Tollkvótar hafa almennt í för með sér neikvæð áhrif á samkeppni sem veldur bæði atvinnulífi og neytendum tjóni.“ Þá beinir eftirlitið því til nefndarinnar „að beita sér fyrir því að horfið verði frá aðgangshindrunum sem almennt felast í tollkvótum á innflutningi á búvörum“. Aðfinnslurnar voru sem sagt afgerandi og flestar á einn veg. Þær kölluðu á afgerandi afstöðu nefndarinnar og mikla bragarbót á frumvarpinu. Undirritaður fylltist því bjartsýni þegar breytingartillaga nefndarinnar við frumvarpið kom fram. Bjartsýni fyrir hönd neytenda og fyrir hönd borgara sem vilja að íslenska ríkið standi við skuldbindingar sínar og vandi lagasetningu. Nú skyldi láta hendur standa fram úr ermum. En sú gleði varð skammvinn. Aðeins ein breyting var gerð af nefndinni. Sú breyting var af smærri gerðinni. Orðinu „og“ skyldi bætt við eina setningu í frumvarpinu. Annað skyldi standa óbreytt. Eftir allar þessar ábendingar og augljósu galla. Þrátt fyrir allt var breytingin eitt lítið „og“. Það var og. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frumvarp um breytingar á tollalögum er til umræðu á Alþingi núna og stefnir í að það verði lögfest nú fyrir jól. Umrætt frumvarp kemur ekki til af góðu. Það er í raun önnur tilraun stjórnvalda til að bregðast við aðfinnslum umboðsmanns Alþingis varðandi úthlutun tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum. En málið er ennþá stærra. Það snýst fyrst og síðast um skuldbindingar íslenska ríkisins gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), möguleika til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð, lögmæti gjaldtöku og rétt neytenda til aðgengis að ódýrari matvöru. Efni frumvarpsins breytir engu um þá staðreynd að íslenska ríkið uppfyllir ekki þjóðréttarlegar skyldur sínar og innheimtir umtalsverð gjöld án þess að fyrir þeirri gjaldheimtu sé fullnægjandi lagastoð. Það er því mikilvægt að endurskoðun á lögunum fari fram að vel ígrunduðu máli og með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Ennfremur má minna á að stjórnvöld vinna nú að einföldun regluverks en umgjörð um tollvernd búvara þarf svo sannarlega á því að halda að regluumgjörð sé einfölduð. Við meðferð málsins tók atvinnuveganefnd Alþingis það til meðferðar. Félag atvinnurekenda benti á ofangreinda meinbugi og í umsögn Samkeppniseftirlitsins sagði til dæmis: „Tollkvótar hafa almennt í för með sér neikvæð áhrif á samkeppni sem veldur bæði atvinnulífi og neytendum tjóni.“ Þá beinir eftirlitið því til nefndarinnar „að beita sér fyrir því að horfið verði frá aðgangshindrunum sem almennt felast í tollkvótum á innflutningi á búvörum“. Aðfinnslurnar voru sem sagt afgerandi og flestar á einn veg. Þær kölluðu á afgerandi afstöðu nefndarinnar og mikla bragarbót á frumvarpinu. Undirritaður fylltist því bjartsýni þegar breytingartillaga nefndarinnar við frumvarpið kom fram. Bjartsýni fyrir hönd neytenda og fyrir hönd borgara sem vilja að íslenska ríkið standi við skuldbindingar sínar og vandi lagasetningu. Nú skyldi láta hendur standa fram úr ermum. En sú gleði varð skammvinn. Aðeins ein breyting var gerð af nefndinni. Sú breyting var af smærri gerðinni. Orðinu „og“ skyldi bætt við eina setningu í frumvarpinu. Annað skyldi standa óbreytt. Eftir allar þessar ábendingar og augljósu galla. Þrátt fyrir allt var breytingin eitt lítið „og“. Það var og.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar