Færeyingar taka að sér þyrluflug til olíuborpalls Kristján Már Unnarsson skrifar 9. janúar 2014 18:00 Þyrla Atlantic Airways á kínverska borpallinum Cosl Pioneer við Færeyjar árið 2012. Mynd/Jan Müller, Oljan.fo. Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur eftir útboð tryggt sér samning við Statoil um að annast allt þyrluflug í tengslum við boranir norska olíufélagsins í lögsögu Færeyja á þessu ári. Atlantic Airways mun einnig annast flug með olíustarfsmenn á þotum félagsins til og frá Færeyjum í tengslum við olíuleitina. Það er Wall Street Journal sem greinir frá þessu. Olíuboranirnar eiga að hefjast á öðrum fjórðungi þessa árs og er áætlað að þær standi yfir í fimm til átta mánuði. Atlantic Airways notar þyrlu af gerðinni Agusta Westland, AW-139, sem það leigir. Virði samningsins er áætlað 26-41 milljón danskra króna, eða sem nemur 550-870 milljónum íslenskra króna. 300 manna áhöfn fylgir borpallinum West Hercules, sem notaður verður. Flugfloti Færeyinga mun þannig annast áhafnaskiptin alla leið, flytja mannskapinn milli meginlands Evrópu og Færeyja og síðan milli borpalls og lands. Atlantic Airways hefur notað þyrlur í innanlandsflugi milli færeysku eyjanna allt frá árinu 1994 og annast björgunarflug frá árinu 2001. Það hefur áður sinnt þyrluflugi til olíuborpalla við Færeyjar en einnig í Norðursjó í lögsögu Bretlands, Danmerkur og Hollands. Félagið rekur sem stendur tvær þyrlur af gerðinni Bell 412, þrjár þotur af gerðinni Airbus A-319 og eina þotu af gerðinni Bae Avro RJ-100. Olíubrunnarnir tveir sem Statoil ætlar að bora í ár verða dýrasta verkefni í atvinnusögu Færeyja. Kostnaður er talinn verða allt að fjörutíu milljarðar íslenskra króna. Áætlað er að af þeim renni fjórir til sex milljarðar króna beint inn í færeyskt samfélag í gegnum þjónustusamninga af því tagi sem Atlantic Airways hefur gert og með skatttekjum. Bensín og olía Fréttir af flugi Færeyjar Tengdar fréttir Færeyjaflugið á leið til Keflavíkur meðan ekki fæst svar um Airbus Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og Flugfélag Íslands hafa neyðst til að auglýsa að Færeyjaflugið flytjist til Keflavíkur tímabundið í febrúar þar sem ekkert svar fæst frá íslenskum samgönguyfirvöldum um hvort Færeyingar megi nota Airbus-þotur sínar á Reykjavíkurflugvelli. 27. desember 2013 19:02 Herkúlesi ætlað að finna færeyska olíu Tveir olíubrunnar, sem norska olíufélagið Statoil ætlar að bora í lögsögu Færeyja á þessu ári fyrir þrjátíu til fjörutíu milljarða króna, verða dýrasta verkefni í atvinnusögu eyjanna til þessa. Færeyskir ráðamenn eru fullir bjartsýni. 2. janúar 2014 18:45 Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54 Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00 Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur eftir útboð tryggt sér samning við Statoil um að annast allt þyrluflug í tengslum við boranir norska olíufélagsins í lögsögu Færeyja á þessu ári. Atlantic Airways mun einnig annast flug með olíustarfsmenn á þotum félagsins til og frá Færeyjum í tengslum við olíuleitina. Það er Wall Street Journal sem greinir frá þessu. Olíuboranirnar eiga að hefjast á öðrum fjórðungi þessa árs og er áætlað að þær standi yfir í fimm til átta mánuði. Atlantic Airways notar þyrlu af gerðinni Agusta Westland, AW-139, sem það leigir. Virði samningsins er áætlað 26-41 milljón danskra króna, eða sem nemur 550-870 milljónum íslenskra króna. 300 manna áhöfn fylgir borpallinum West Hercules, sem notaður verður. Flugfloti Færeyinga mun þannig annast áhafnaskiptin alla leið, flytja mannskapinn milli meginlands Evrópu og Færeyja og síðan milli borpalls og lands. Atlantic Airways hefur notað þyrlur í innanlandsflugi milli færeysku eyjanna allt frá árinu 1994 og annast björgunarflug frá árinu 2001. Það hefur áður sinnt þyrluflugi til olíuborpalla við Færeyjar en einnig í Norðursjó í lögsögu Bretlands, Danmerkur og Hollands. Félagið rekur sem stendur tvær þyrlur af gerðinni Bell 412, þrjár þotur af gerðinni Airbus A-319 og eina þotu af gerðinni Bae Avro RJ-100. Olíubrunnarnir tveir sem Statoil ætlar að bora í ár verða dýrasta verkefni í atvinnusögu Færeyja. Kostnaður er talinn verða allt að fjörutíu milljarðar íslenskra króna. Áætlað er að af þeim renni fjórir til sex milljarðar króna beint inn í færeyskt samfélag í gegnum þjónustusamninga af því tagi sem Atlantic Airways hefur gert og með skatttekjum.
Bensín og olía Fréttir af flugi Færeyjar Tengdar fréttir Færeyjaflugið á leið til Keflavíkur meðan ekki fæst svar um Airbus Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og Flugfélag Íslands hafa neyðst til að auglýsa að Færeyjaflugið flytjist til Keflavíkur tímabundið í febrúar þar sem ekkert svar fæst frá íslenskum samgönguyfirvöldum um hvort Færeyingar megi nota Airbus-þotur sínar á Reykjavíkurflugvelli. 27. desember 2013 19:02 Herkúlesi ætlað að finna færeyska olíu Tveir olíubrunnar, sem norska olíufélagið Statoil ætlar að bora í lögsögu Færeyja á þessu ári fyrir þrjátíu til fjörutíu milljarða króna, verða dýrasta verkefni í atvinnusögu eyjanna til þessa. Færeyskir ráðamenn eru fullir bjartsýni. 2. janúar 2014 18:45 Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54 Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00 Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Færeyjaflugið á leið til Keflavíkur meðan ekki fæst svar um Airbus Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og Flugfélag Íslands hafa neyðst til að auglýsa að Færeyjaflugið flytjist til Keflavíkur tímabundið í febrúar þar sem ekkert svar fæst frá íslenskum samgönguyfirvöldum um hvort Færeyingar megi nota Airbus-þotur sínar á Reykjavíkurflugvelli. 27. desember 2013 19:02
Herkúlesi ætlað að finna færeyska olíu Tveir olíubrunnar, sem norska olíufélagið Statoil ætlar að bora í lögsögu Færeyja á þessu ári fyrir þrjátíu til fjörutíu milljarða króna, verða dýrasta verkefni í atvinnusögu eyjanna til þessa. Færeyskir ráðamenn eru fullir bjartsýni. 2. janúar 2014 18:45
Færeyingar fá nýja flugstöð Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. 3. apríl 2013 18:54
Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00