Umhverfislöggjöf gæti dregið úr hagvexti um tólf prósentustig Jóhannes Stefánsson skrifar 17. janúar 2014 22:40 Sameinuðu þjóðirnar segja það geta falið í sér gríðarmikinn kostnað að halda hnattrænni hlýnun Vilhelm Kostnaður við það að halda rísandi hitastigi jarðar í skefjum gæti náð fjórum prósentum af samanlagðri vergri landsframleiðslu allra landa heims árið 2030. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna sem er ætlað að þrýsta á þjóðir heims að koma sér saman um sáttmála gegn hnattrænni hlýnun. Í skýrslunni er velt upp hvað þurfi til svo halda megi hnattrænni hlýnun innan tveggja gráða á celsíus. Til þess að það megi nást þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40-70% auk þess sem hlutur endurnýjanlegra orkugjafa, kjarnorku og kolefnisföngunar þyrfti að þrefaldast fyrir árið 2050. „Skýrslan sýnir að tvær gráður eru tæknilega framkvæmanlegar og ætti það að vera helsta markmiðið," segir Bob Ward við Grantham rannsóknarstofnunina við London School of Economics. Í drögunum kemur fram að „líklega" muni markmiðið um að halda hækkun hitastigs innan tveggja gráða krefjast þess að hlutfalli gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu verði haldið innan við 480 ppm. Hlutfallið er 400 ppm í dag. Það muni hinsvegar á sama tíma leiða til samdráttar í vergri landsframleiðslu á bilinu 1-4% árið 2030, 2-6% árið 2050 og allt að 12% árið 2100. Í drögunum kemur einnig fram að kostnaðurinn við að berjast gegn hnattrænni hlýnun gæti verið hærri en kostnaðurinn við að takast á við áhrif þess að gera það ekki.Segir hagtölurnar ekki sýna heildarmyndina Ward segir þessar mælingar einar og sér þó ekki fullnægjandi. „Þú gætir sagt frá seinni heimsstyrjöldinni bara með hagtölum, en það myndi þó ekki segja þér frá öllum þeim milljónum sem létust," segir Ward. „Tap lífsviðurværis vegna hnattrænnar hlýnunar kemur ekki fram þegar verg landsframleiðsla er mæld," bætir hann við.Bloomberg greinir frá. Loftslagsmál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Kostnaður við það að halda rísandi hitastigi jarðar í skefjum gæti náð fjórum prósentum af samanlagðri vergri landsframleiðslu allra landa heims árið 2030. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna sem er ætlað að þrýsta á þjóðir heims að koma sér saman um sáttmála gegn hnattrænni hlýnun. Í skýrslunni er velt upp hvað þurfi til svo halda megi hnattrænni hlýnun innan tveggja gráða á celsíus. Til þess að það megi nást þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40-70% auk þess sem hlutur endurnýjanlegra orkugjafa, kjarnorku og kolefnisföngunar þyrfti að þrefaldast fyrir árið 2050. „Skýrslan sýnir að tvær gráður eru tæknilega framkvæmanlegar og ætti það að vera helsta markmiðið," segir Bob Ward við Grantham rannsóknarstofnunina við London School of Economics. Í drögunum kemur fram að „líklega" muni markmiðið um að halda hækkun hitastigs innan tveggja gráða krefjast þess að hlutfalli gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu verði haldið innan við 480 ppm. Hlutfallið er 400 ppm í dag. Það muni hinsvegar á sama tíma leiða til samdráttar í vergri landsframleiðslu á bilinu 1-4% árið 2030, 2-6% árið 2050 og allt að 12% árið 2100. Í drögunum kemur einnig fram að kostnaðurinn við að berjast gegn hnattrænni hlýnun gæti verið hærri en kostnaðurinn við að takast á við áhrif þess að gera það ekki.Segir hagtölurnar ekki sýna heildarmyndina Ward segir þessar mælingar einar og sér þó ekki fullnægjandi. „Þú gætir sagt frá seinni heimsstyrjöldinni bara með hagtölum, en það myndi þó ekki segja þér frá öllum þeim milljónum sem létust," segir Ward. „Tap lífsviðurværis vegna hnattrænnar hlýnunar kemur ekki fram þegar verg landsframleiðsla er mæld," bætir hann við.Bloomberg greinir frá.
Loftslagsmál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira