Reynir segist hafa fengið „ógeðfelld símtöl“ frá Hönnu Birnu Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2014 15:33 Reynir fullyrðir að Hanna Birna hafi reynt að stöðva fréttaflutning DV og hafa áhrif á fréttaskrif með því að veitast óbeint að blaðamönnum. Vísir greindi í dag frá væringum sem uppi eru milli Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, og Reynis Traustasonar ritstjóra DV. Þórey segist aldrei hafa fengið jafn ógeðfellt símtal á sínum ferli, frá Reyni en hún segir hann hafa hótað sér. „Alveg rétt að ég hringdi og ég var hvass en hún var að tala um að við værum að reyna að koma höggi á Hönnu Birnu. Svo er ekki. Við erum ekki reknir áfram af neinni pólitík í þessu máli. Nema pólitík litla mannsins. Þar slá hjörtu DV-manna,“ segir Reynir. Ritstjórinn segir að fyrst Þórey hafi nú upplýst um samtal þeirra milli þeirra tveggja sé best að hann segi þá frá ýmsum símtölum sem hann hefur fengið frá ráðuneytisfólki og ráðherra: „Ég hef fengið mörg símtöl frá þeim. Ég fékk símtal frá ráðherranum sjálfum sem ástæða er til að tala um. Fórnarlömbin í þessu máli eru ekki endilega þau sem fá símtölin. Þarna var ráðherrann að reyna að koma í veg fyrir og hafa áhrif á fréttaskrif þeirra Jóhanns Páls Jóhannssonar og Jóns Bjarka Magnússonar,“ segir Reynir og er hér að tala um fréttir þeirra af málum hælisleitandans Tony Omos. „Ég gat því miður ekki orðið við því. Þau hafa beitt þrýstingi til að hafa áhrif á umfjöllun. Hanna Birna hefur ekkert svarað þeim Jóhanni né Jóni Bjarka þegar þeir hafa góðfúslega verið beðið hana um viðtal en svo hringir hún í mig og hefur á þeim ýmsar skoðanir. Þessi símtöl hafa verið mjög ógeðfelld. Afar ógeðfellt að fá símtöl þar sem maður er beðinn um að hræra í blaðamönnum með mjög ósæmilegum hætti og gefa til kynna að þeir séu einhverjir gallagripir. Ráðherra á bara að svara. Það er búið að setja síu á þetta, öll símtöl fara fram í gegnum spunadoktorinn Jóhann Tómasson,“ segir Reynir og á þar við hinn aðstoðarmann Hönnu Birnu. Reynir segist ekki átta sig á því hver verði hugsanlega næstu skref þessa máls. „Ég veit að ráðherrann stendur mjög tæpt, aðstoðarmennirnir standa mjög tæpt og þetta er orðin illbærileg staða fyrir þau. Þess vegna reyna þau að ganga inn í hlutverk fórnarlambsins. Það er til að drepa málinu á dreif, lekann, sem er á forræði Hönnu Birnu. Ég er að verja þessa blaðamenn fyrir ofríki ráðherrans. Það er mitt hlutverk í þessu máli, að þeir fái að skrifa af heilindum án þess að vera truflaðir af annarlegum pólitískum sjónarmiðum.“ Lekamálið Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Vísir greindi í dag frá væringum sem uppi eru milli Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, og Reynis Traustasonar ritstjóra DV. Þórey segist aldrei hafa fengið jafn ógeðfellt símtal á sínum ferli, frá Reyni en hún segir hann hafa hótað sér. „Alveg rétt að ég hringdi og ég var hvass en hún var að tala um að við værum að reyna að koma höggi á Hönnu Birnu. Svo er ekki. Við erum ekki reknir áfram af neinni pólitík í þessu máli. Nema pólitík litla mannsins. Þar slá hjörtu DV-manna,“ segir Reynir. Ritstjórinn segir að fyrst Þórey hafi nú upplýst um samtal þeirra milli þeirra tveggja sé best að hann segi þá frá ýmsum símtölum sem hann hefur fengið frá ráðuneytisfólki og ráðherra: „Ég hef fengið mörg símtöl frá þeim. Ég fékk símtal frá ráðherranum sjálfum sem ástæða er til að tala um. Fórnarlömbin í þessu máli eru ekki endilega þau sem fá símtölin. Þarna var ráðherrann að reyna að koma í veg fyrir og hafa áhrif á fréttaskrif þeirra Jóhanns Páls Jóhannssonar og Jóns Bjarka Magnússonar,“ segir Reynir og er hér að tala um fréttir þeirra af málum hælisleitandans Tony Omos. „Ég gat því miður ekki orðið við því. Þau hafa beitt þrýstingi til að hafa áhrif á umfjöllun. Hanna Birna hefur ekkert svarað þeim Jóhanni né Jóni Bjarka þegar þeir hafa góðfúslega verið beðið hana um viðtal en svo hringir hún í mig og hefur á þeim ýmsar skoðanir. Þessi símtöl hafa verið mjög ógeðfelld. Afar ógeðfellt að fá símtöl þar sem maður er beðinn um að hræra í blaðamönnum með mjög ósæmilegum hætti og gefa til kynna að þeir séu einhverjir gallagripir. Ráðherra á bara að svara. Það er búið að setja síu á þetta, öll símtöl fara fram í gegnum spunadoktorinn Jóhann Tómasson,“ segir Reynir og á þar við hinn aðstoðarmann Hönnu Birnu. Reynir segist ekki átta sig á því hver verði hugsanlega næstu skref þessa máls. „Ég veit að ráðherrann stendur mjög tæpt, aðstoðarmennirnir standa mjög tæpt og þetta er orðin illbærileg staða fyrir þau. Þess vegna reyna þau að ganga inn í hlutverk fórnarlambsins. Það er til að drepa málinu á dreif, lekann, sem er á forræði Hönnu Birnu. Ég er að verja þessa blaðamenn fyrir ofríki ráðherrans. Það er mitt hlutverk í þessu máli, að þeir fái að skrifa af heilindum án þess að vera truflaðir af annarlegum pólitískum sjónarmiðum.“
Lekamálið Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira