Innlent

Íslensku ólympíufararnir fara að öllu með gát

Vetrarólympíuleikarnir verða settir í Sochi þann 6.febrúar næstkomandi. Mikið hefur borið á umræðu um öryggismál eftir hryðjuverkaárásir og hótanir þess efnis undanfarin misseri.

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að ekki standi til að lúta í gras fyrir hryðjuverkamönnum, sem sæti færis þegar athygli heimsbyggðarinnar beinist að Rússlandi.

Á morgun verður tilkynnt hverjir muni manna hóp íslenskra keppenda og fylgdarliðs. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, kemur til með að fara með hópnum til Sochi.

Líney segir viðbúnað og undirbúning af þessu tagi frekar reglu en undantekningu þegar haldið er á Ólympíuleika. Hún segir að íslenski hópurinn fari öllu með gát og daglegir fundir um öryggismál bíði fararstjórnar hópsins.

Viðtalið má sjá í heild sinni á meðfylgjandi myndskeiði.

Vetrarólympíuleikarnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og á Vísi.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×