Innlent

Illugi skartaði regnbogalitunum í Sotsjí

Jóhannes Stefánsson skrifar
Menntamálaráðherra klæddist fánalitunum um hálsinn.
Menntamálaráðherra klæddist fánalitunum um hálsinn. Samsett/Facebook síða Illuga Gunnarssonar
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, skartaði forláta trefli í regnbogalitunum sem Samtökin '78 höfðu fært honum að gjöf. Treflinum klæddist hann á setningarathöfn Ólympíuleikanna í Sotsjí.

Undir myndina ritar Illugi:

„Ógleymanleg opnunarathöfn hér í Sochi. Binna sendi mér sms og spurði hvort ég hefði fiktað við hringinn sem ekki opnaðist. Hefur ekkert sérstaka reynslu af handlagni eiginmannsins. Ef myndin prentast vel má sjá fínan trefil sem mér gefinn áður en til Sochi var haldið.“

Í Fréttablaðinu í dag var sagt frá því að þau Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Dorrit Moussaieff forsetafrú hefðu klæðst regnbogalituðum fingravettlingum til að lýsa yfir stuðningi sínum við réttindabaráttu samkynhneigðra í Rússlandi. Það er ekki rétt, enda var um að ræða hefðbunda, opinbera fingravettlinga sem bera liti fána Ólympíuleikana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×