Neil Young kemur í júlí Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2014 13:00 Tónlistarunnendur eiga von á góðu í sumar þegar hin alþjóðlega súperstjarna frá Kanada, Neil Young, treður upp í Laugardalshöll. vísir/afp Íslenskir tónlistarunnendur eiga von á góðu í sumar þegar hin alþjóðlega súperstjarna frá Kanada, Neil Young, treður upp í Laugardalshöll. Neil Young er í hávegum hafður meðal margra Íslendinga sem hafa sótt tónleika hans víðs vegar um heim allan en þeir þurfa nú ekki að leita langt yfir skammt. Young kemur með hljómsveit sína Crazy Horse þannig að búast má við talsvert miklu fjöri – að það verði kátt í Höllinni því Crazy Horse eru þekktir fyrir talsvert mikið rokk og ról. Nú er verið að kynna komu söngvarans mikla á blaðamannafundi á Kaffivagninum en Neil Young og Crazy Horse munu koma fram í Nýju Laugardalshöllinni í byrjun júlímánaðar. Þetta er hluti af ATP Festivali, eða ATP tónlistarhátíðinni, og það er Barry Hogan, forsprakki þeirrar hátíðar sem kynnir viðburðinn. Hogan á litríkan feril í tónlistarhaldi en hann stofnaði uppúr árinu 2000 All Tomorrow´s Parties, sem margir tónlistarunnendur þekkja. „Gamall draumur að rætast,“ segir Hogan. „Við höfum verið að eltast við Young árum saman. Og algerlega frábært að fá Crazy Horse með líka. Neil Young spilar með mörgum en það er einstakt að sjá hann með Crazy Horse.“ Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður er hér á blaðamannafundinum og hann kann sér ekki læti, en hann er einhver einlægasti aðdáandi Young sem um getur. ATP tónlistarhátíð var haldin í fyrra við góðan orðstír á herstöðinni en nú koma þar fram Portishead og fleiri hljómsveitir.vísir/afpFerillinn Ferill Neil Young, sem fæddur er 1942 í Kanada, er óvenju glæstur. Hann kom fyrst fram í kanadískri hljómsveit sem stældi Shadows en árið 1966, í miðri hippabylgjunni, flutti hann til Kaliforníu og stofnaði ásamt Stephen Stills og Richie Furay hljómsveitina Buffalo Springfield og hann hefur í raun ekki litið til baka eftir það. Hann gekk til liðs við Crosby, Stills & Nash árið 1969 en fljótlega eftir þetta hóf hann svo glæstan sólóferil. Fyrsta sólóplata hans kom út 1968 og hefur hann sent frá sér 35 stúdíóplötur sem einkennast af óttaleysi tónlistarmannsins við að feta ótroðnar slóðir.Á vefsíðu Rock and Roll Hall of Fame er Neil Young sagður einn af fremstu lagahöfundum og rokkurum sögunnar. Hann hefur verið tekinn inn í the Hall of Fame tvisvar, fyrst sem sólólistamaðurinn Neil Young árið 1995 og svo sem meðlimur Buffalo Springfield árið 1997. Wikipedia rekur feril Youngs allítarlega hér. ATP í Keflavík Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Sjá meira
Íslenskir tónlistarunnendur eiga von á góðu í sumar þegar hin alþjóðlega súperstjarna frá Kanada, Neil Young, treður upp í Laugardalshöll. Neil Young er í hávegum hafður meðal margra Íslendinga sem hafa sótt tónleika hans víðs vegar um heim allan en þeir þurfa nú ekki að leita langt yfir skammt. Young kemur með hljómsveit sína Crazy Horse þannig að búast má við talsvert miklu fjöri – að það verði kátt í Höllinni því Crazy Horse eru þekktir fyrir talsvert mikið rokk og ról. Nú er verið að kynna komu söngvarans mikla á blaðamannafundi á Kaffivagninum en Neil Young og Crazy Horse munu koma fram í Nýju Laugardalshöllinni í byrjun júlímánaðar. Þetta er hluti af ATP Festivali, eða ATP tónlistarhátíðinni, og það er Barry Hogan, forsprakki þeirrar hátíðar sem kynnir viðburðinn. Hogan á litríkan feril í tónlistarhaldi en hann stofnaði uppúr árinu 2000 All Tomorrow´s Parties, sem margir tónlistarunnendur þekkja. „Gamall draumur að rætast,“ segir Hogan. „Við höfum verið að eltast við Young árum saman. Og algerlega frábært að fá Crazy Horse með líka. Neil Young spilar með mörgum en það er einstakt að sjá hann með Crazy Horse.“ Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður er hér á blaðamannafundinum og hann kann sér ekki læti, en hann er einhver einlægasti aðdáandi Young sem um getur. ATP tónlistarhátíð var haldin í fyrra við góðan orðstír á herstöðinni en nú koma þar fram Portishead og fleiri hljómsveitir.vísir/afpFerillinn Ferill Neil Young, sem fæddur er 1942 í Kanada, er óvenju glæstur. Hann kom fyrst fram í kanadískri hljómsveit sem stældi Shadows en árið 1966, í miðri hippabylgjunni, flutti hann til Kaliforníu og stofnaði ásamt Stephen Stills og Richie Furay hljómsveitina Buffalo Springfield og hann hefur í raun ekki litið til baka eftir það. Hann gekk til liðs við Crosby, Stills & Nash árið 1969 en fljótlega eftir þetta hóf hann svo glæstan sólóferil. Fyrsta sólóplata hans kom út 1968 og hefur hann sent frá sér 35 stúdíóplötur sem einkennast af óttaleysi tónlistarmannsins við að feta ótroðnar slóðir.Á vefsíðu Rock and Roll Hall of Fame er Neil Young sagður einn af fremstu lagahöfundum og rokkurum sögunnar. Hann hefur verið tekinn inn í the Hall of Fame tvisvar, fyrst sem sólólistamaðurinn Neil Young árið 1995 og svo sem meðlimur Buffalo Springfield árið 1997. Wikipedia rekur feril Youngs allítarlega hér.
ATP í Keflavík Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Sjá meira