„Stjórnmálamenn eiga að halda sig víðsfjarri Ólympíuleikunum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2014 12:03 Baldur Þórhallsson telur að stjórnmálamenn eigi að halda sig frá Sotsjí. mynd/samsett „Eitt er að senda íþróttamenn á leikana, annað er að senda stjórnmálamenn á setningarathöfn Ólympíuleikanna,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí eru á næsta leiti en leikarnir hefjast 7. febrúar. Athygli vekur að Íslendingar senda samanlagt fjóra opinbera fulltrúa á Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra í Sotsjí í mars. Keppendur frá Íslandi verða fimm talsins í Sotsjí nú í febrúar. Samtals verða 11 aðilar á vegum ÍSÍ á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí, að meðtöldum keppendum. Tveir keppendur fara fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikana í mars.Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og eiginkona hans Dorrit Moussaieff verða viðstödd setningaathöfnina auk Illuga Gunnarssonar, menntamálaráðherra. Illugi mætir á leikana án maka. Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, verður síðan viðstödd setningarathöfnina á Ólympíumót fatlaðra sem hefjast 7. mars í Sotsjí en hún verður einnig án maka.Barack Obama.nordicphotos/gettySniðganga ÓlympíuleikanaBarack Obama, forseti Bandaríkjanna, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, Francois Hollande, forseti Frakklands, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Joachim Gauck, forseti Þýskalands, og Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, hafa öll ákveðið að mæta ekki á setningarathöfnina. Umræðan undanfarin misseri hefur að miklu leyti snúist um mannréttindabrot gangvart samkynhneigðum í Rússlandi. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, sagði í viðtali í þættinum Reykjavík Síðdegis þann 23. janúar: „Ekki með nokkru móti er hægt að líta svo á að þegar stjórnmálamenn mæta á Ólympíuleika séu þeir að skrifa upp á eða samþykkja stjórnarstefnu í viðkomandi landi.“Stjórnmálamenn fleiri en keppendur „Það vekur óneitanlega athygli ef stjórnmálamenn eru orðnir fleiri en íþróttamennirnir. Þetta verður einnig að skoða í ljósi þess að stjórnmálamenn í mörgum ríkjum hafa ákveðið að sniðganga leikana til þess að sýna samstöðu með þeim sem sæta ofbeldi að hálfu stjórnvalda í Rússlandi,“ segir Baldur. „Að mínu mati er sjálfsagt að senda íþróttamenn á leikana og það er í raun betra að vera í samskiptum við harðstjórnarríki til þess að reyna að tala um fyrir þeim og opna ríkin fyrir umheiminum. Ég held að það hjálpi til fyrir mannréttindabaráttu heima fyrir. Stjórnmálamenn þurfa alltaf að vera í samskiptum við aðila í harðstjórnarríkjum, því við einfaldlega búum við þá stöðu að það eru fjöldi ríkja harðstjórnarríki. Eitt er að vera í pólitískum samskiptum við ríki, annað er að senda stóran hluta ríkistjórnarinnar á setningarathöfnina.“ Baldur hefur áður spurt sig hvort það hefði ekki dugað að senda einn fulltrúa á setningarathöfnina. „Bandaríkjamenn fóru þá leið að senda opinbera fulltrúa á leikana og t.d. er einn þeirra samkynhneigður. Þetta sýnir ákveðin táknræn mótmæli. Það þýðir ekkert að halda því fram að maður sé ekki að blanda saman stjórnmálum og íþróttum. Um leið og stjórnmálamaður fer á leikana blandar hann saman stjórnmálum og íþróttum.“Vladimir Putin.nordicphotos/gettyStjórnmálamenn vandamálið Baldur heldur því í raun fram að vandamál Ólympíuleikanna séu í raun stjórnmálamennirnir. „Það myndi hjálpa mikið ef stjórnmálamenn héldu sig víðsfjarri Ólympíuleikunum og þá á ég ekki bara við íslenska stjórnmálamenn heldur bara almennt. [Vladímír] Pútín [forseti Rússlands] er klárlega að reyna nota leikana til þess að bæta stöðu sína, bæði heima fyrir og erlendis. Það er þekkt í sögunni og menn hafa gert það með ágætis árangri.“ Baldur efast ekki um stuðnings þessara stjórnmálamanna við mannréttindabaráttu. „Ég held að það kæmu mun skýrari skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum og forsetaskrifstofunni um óánægju og framgang stjórnvalda í Rússlandi gagnvart sínum eigin borgurum ef stjórnmálamenn myndu halda sig frá leikunum.“Yfirlýsing frá Samtökunum '78 Fram kemur í yfirlýsingu frá samtökunum ´78: „Á nýliðnu ári hafa borist ítrekaðar fréttir af hnignun mannréttindamála í Rússlandi; afskiptalaust ofbeldi, mannréttindabrot, óskiljanlega dóma og frelsisheftandi lagasetningu. Þar ber hæst lagasetning Dúmunnar þar sem „samkynhneigður áróður“ er bannaður. Fyrir hinsegin íbúa og gesti landsins þýðir hún aðeins eitt: Algera þöggun og útilokun heils þjóðfélagshóps. Hinsegin fólk í Rússlandi getur nú átt yfir höfði sér sektir og fangelsisdóma fyrir það eitt að sýna ást og tilfinningar á almannafæri, miðla upplýsingum eða veita ráðgjöf. Í kjölfarið hefur komið holskefla af hatursglæpum gegn hinsegin fólki, sem lögregla og yfirvöld taka sjaldan á. Í ljósi þessara gífurlegu mannréttindabrota, ofbeldis og haturs er eðlilegt að íslenskir ráðamenn séu spurðir hvað þeir hafa gert til að gagnrýna þessa skelfilegu þróun og hvort og hvernig þeir hafa beitt rússnesk stjórnvöldum þrýstingi til að hverfa af þessari braut.“ Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Sjá meira
„Eitt er að senda íþróttamenn á leikana, annað er að senda stjórnmálamenn á setningarathöfn Ólympíuleikanna,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí eru á næsta leiti en leikarnir hefjast 7. febrúar. Athygli vekur að Íslendingar senda samanlagt fjóra opinbera fulltrúa á Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra í Sotsjí í mars. Keppendur frá Íslandi verða fimm talsins í Sotsjí nú í febrúar. Samtals verða 11 aðilar á vegum ÍSÍ á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí, að meðtöldum keppendum. Tveir keppendur fara fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikana í mars.Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og eiginkona hans Dorrit Moussaieff verða viðstödd setningaathöfnina auk Illuga Gunnarssonar, menntamálaráðherra. Illugi mætir á leikana án maka. Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, verður síðan viðstödd setningarathöfnina á Ólympíumót fatlaðra sem hefjast 7. mars í Sotsjí en hún verður einnig án maka.Barack Obama.nordicphotos/gettySniðganga ÓlympíuleikanaBarack Obama, forseti Bandaríkjanna, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, Francois Hollande, forseti Frakklands, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Joachim Gauck, forseti Þýskalands, og Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, hafa öll ákveðið að mæta ekki á setningarathöfnina. Umræðan undanfarin misseri hefur að miklu leyti snúist um mannréttindabrot gangvart samkynhneigðum í Rússlandi. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, sagði í viðtali í þættinum Reykjavík Síðdegis þann 23. janúar: „Ekki með nokkru móti er hægt að líta svo á að þegar stjórnmálamenn mæta á Ólympíuleika séu þeir að skrifa upp á eða samþykkja stjórnarstefnu í viðkomandi landi.“Stjórnmálamenn fleiri en keppendur „Það vekur óneitanlega athygli ef stjórnmálamenn eru orðnir fleiri en íþróttamennirnir. Þetta verður einnig að skoða í ljósi þess að stjórnmálamenn í mörgum ríkjum hafa ákveðið að sniðganga leikana til þess að sýna samstöðu með þeim sem sæta ofbeldi að hálfu stjórnvalda í Rússlandi,“ segir Baldur. „Að mínu mati er sjálfsagt að senda íþróttamenn á leikana og það er í raun betra að vera í samskiptum við harðstjórnarríki til þess að reyna að tala um fyrir þeim og opna ríkin fyrir umheiminum. Ég held að það hjálpi til fyrir mannréttindabaráttu heima fyrir. Stjórnmálamenn þurfa alltaf að vera í samskiptum við aðila í harðstjórnarríkjum, því við einfaldlega búum við þá stöðu að það eru fjöldi ríkja harðstjórnarríki. Eitt er að vera í pólitískum samskiptum við ríki, annað er að senda stóran hluta ríkistjórnarinnar á setningarathöfnina.“ Baldur hefur áður spurt sig hvort það hefði ekki dugað að senda einn fulltrúa á setningarathöfnina. „Bandaríkjamenn fóru þá leið að senda opinbera fulltrúa á leikana og t.d. er einn þeirra samkynhneigður. Þetta sýnir ákveðin táknræn mótmæli. Það þýðir ekkert að halda því fram að maður sé ekki að blanda saman stjórnmálum og íþróttum. Um leið og stjórnmálamaður fer á leikana blandar hann saman stjórnmálum og íþróttum.“Vladimir Putin.nordicphotos/gettyStjórnmálamenn vandamálið Baldur heldur því í raun fram að vandamál Ólympíuleikanna séu í raun stjórnmálamennirnir. „Það myndi hjálpa mikið ef stjórnmálamenn héldu sig víðsfjarri Ólympíuleikunum og þá á ég ekki bara við íslenska stjórnmálamenn heldur bara almennt. [Vladímír] Pútín [forseti Rússlands] er klárlega að reyna nota leikana til þess að bæta stöðu sína, bæði heima fyrir og erlendis. Það er þekkt í sögunni og menn hafa gert það með ágætis árangri.“ Baldur efast ekki um stuðnings þessara stjórnmálamanna við mannréttindabaráttu. „Ég held að það kæmu mun skýrari skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum og forsetaskrifstofunni um óánægju og framgang stjórnvalda í Rússlandi gagnvart sínum eigin borgurum ef stjórnmálamenn myndu halda sig frá leikunum.“Yfirlýsing frá Samtökunum '78 Fram kemur í yfirlýsingu frá samtökunum ´78: „Á nýliðnu ári hafa borist ítrekaðar fréttir af hnignun mannréttindamála í Rússlandi; afskiptalaust ofbeldi, mannréttindabrot, óskiljanlega dóma og frelsisheftandi lagasetningu. Þar ber hæst lagasetning Dúmunnar þar sem „samkynhneigður áróður“ er bannaður. Fyrir hinsegin íbúa og gesti landsins þýðir hún aðeins eitt: Algera þöggun og útilokun heils þjóðfélagshóps. Hinsegin fólk í Rússlandi getur nú átt yfir höfði sér sektir og fangelsisdóma fyrir það eitt að sýna ást og tilfinningar á almannafæri, miðla upplýsingum eða veita ráðgjöf. Í kjölfarið hefur komið holskefla af hatursglæpum gegn hinsegin fólki, sem lögregla og yfirvöld taka sjaldan á. Í ljósi þessara gífurlegu mannréttindabrota, ofbeldis og haturs er eðlilegt að íslenskir ráðamenn séu spurðir hvað þeir hafa gert til að gagnrýna þessa skelfilegu þróun og hvort og hvernig þeir hafa beitt rússnesk stjórnvöldum þrýstingi til að hverfa af þessari braut.“
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Sjá meira