Trillurnar fóru áður á brennu en teljast nú menningararfur Kristján Már Unnarsson skrifar 17. febrúar 2014 19:31 Litlu trillurnar sem áður héldu uppi atvinnu í þorpum hringinn í kringum landið hafa margar endað feril sinn á áramótabrennu. Núna er komin upp vakning um að varðveita gömlu trébátana sem merkan þátt í atvinnusögu þjóðarinnar. Talið er að Íslendingar hafi átt um þúsund trillur þegar mest var. Þær voru hins vegar hægfara og véku hratt þegar hraðfiskibátar úr trefjaplasti tóku að birtast upp úr 1980. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, verður Seyðisfjörður heimsóttur og fjallað um hvernig gömlu timburhúsin þar í bæ eru gerð upp og nýtt til atvinnusköpunar. En rétt eins og með öll litríku húsin í bænum hafa Seyðfirðingar líka áhuga á að varðveita gamla trébáta. Hjónin Ólafur Sveinbjörnsson og Ingibjörg Stefánsdóttir segja í þættinum frá bátnum sem þau keyptu frá Vopnafirði á síðasta ári í því skyni að gera upp. Hann var upphaflega smíðaður á Borgarfirði eystra fyrir um 40 árum úr eik og furu. Áhugann á gömlum bátum hefur Ólafur frá föður sínum sem var útgerðarmaður í Neskaupstað og gerði út eikarbáta. Nú á að taka þennan í gegn.Báturinn var smíðaður á Borgarfirði eystra fyrir 40 árum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ólafur segir þetta mikið verk, nokkurra ára vinna sé framundan. Hann segir þetta lið í því að varðveita söguna. Þessir bátar hafi haldið uppi atvinnu í öllum þessum litlu plássum. „Þetta er held ég að verða vakning að vernda þessa gömlu báta,“ segir Ólafur. „Þeir fóru á brennurnar hérna áður,“ segir Ingibjörg. Þau segjast hafa þannig horft á eftir mörgum fallegum bátum sem hafi verið mikil synd. Þau segjast samt ekki ætla að hafa bátinn sem safngrip uppi á landi. Honum eigi að sjálfsögðu að sigla. Hann verði nýttur sem sportbátur fyrir fjölskylduna til að sigla um Seyðisfjörð og jafnvel yfir í næstu firði á góðviðrisdögum á sumrin. Seyðisfjörður Sjávarútvegur Um land allt Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Litlu trillurnar sem áður héldu uppi atvinnu í þorpum hringinn í kringum landið hafa margar endað feril sinn á áramótabrennu. Núna er komin upp vakning um að varðveita gömlu trébátana sem merkan þátt í atvinnusögu þjóðarinnar. Talið er að Íslendingar hafi átt um þúsund trillur þegar mest var. Þær voru hins vegar hægfara og véku hratt þegar hraðfiskibátar úr trefjaplasti tóku að birtast upp úr 1980. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, verður Seyðisfjörður heimsóttur og fjallað um hvernig gömlu timburhúsin þar í bæ eru gerð upp og nýtt til atvinnusköpunar. En rétt eins og með öll litríku húsin í bænum hafa Seyðfirðingar líka áhuga á að varðveita gamla trébáta. Hjónin Ólafur Sveinbjörnsson og Ingibjörg Stefánsdóttir segja í þættinum frá bátnum sem þau keyptu frá Vopnafirði á síðasta ári í því skyni að gera upp. Hann var upphaflega smíðaður á Borgarfirði eystra fyrir um 40 árum úr eik og furu. Áhugann á gömlum bátum hefur Ólafur frá föður sínum sem var útgerðarmaður í Neskaupstað og gerði út eikarbáta. Nú á að taka þennan í gegn.Báturinn var smíðaður á Borgarfirði eystra fyrir 40 árum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ólafur segir þetta mikið verk, nokkurra ára vinna sé framundan. Hann segir þetta lið í því að varðveita söguna. Þessir bátar hafi haldið uppi atvinnu í öllum þessum litlu plássum. „Þetta er held ég að verða vakning að vernda þessa gömlu báta,“ segir Ólafur. „Þeir fóru á brennurnar hérna áður,“ segir Ingibjörg. Þau segjast hafa þannig horft á eftir mörgum fallegum bátum sem hafi verið mikil synd. Þau segjast samt ekki ætla að hafa bátinn sem safngrip uppi á landi. Honum eigi að sjálfsögðu að sigla. Hann verði nýttur sem sportbátur fyrir fjölskylduna til að sigla um Seyðisfjörð og jafnvel yfir í næstu firði á góðviðrisdögum á sumrin.
Seyðisfjörður Sjávarútvegur Um land allt Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira