„Forsætisráðherra er að verða eins og fótboltamaður sem er alltaf að reyna fiska vítaspyrnu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2014 16:41 Þátturinn Mín skoðun í umsjón Mikaels Torfasonar var á dagskrá í dag klukkan 13 í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi í dag. Þau Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum fóru yfir ýmis málefni, meðal annars fréttir síðustu viku. „Maður verður að velta fyrir sér orðfærinu hjá forsætisráðherranum þegar hann segir að Seðlabankinn sé óumbeðið að koma með mat á stærstu efnahagsaðgerð veraldarsögunnar,“ sagði Svandís Svavarsdóttir í þættinum í dag og gagnrýndi hún ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, á viðskiptaþinginu í vikunni. Þar sagði Sigmundur Davíð að Seðlabankinn hafi „óumbeðinn“ lagst í greiningu á skuldaleiðréttingum ríkisstjórnarinnar. Þess má geta að Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun. Elliði Vignisson líkti því næst Sigmundi Davíð við knattspyrnumann sem væri ítrekað að reyna fiska vítaspyrnu í leik. „Forsætisráðherra er að verða eins og fótboltamaður sem er alltaf að reyna fiska vítaspyrnu án þess að nokkur komi við hann og liggur hann alltaf í teignum eins og [Didier] Drogba gerði um tíma,“ sagði Elliði Vignisson í þættinum í dag. „Við megum samt ekki gleyma að í umræddri ræðu er hann að koma fram með mikilvæg mál og fara yfir mikilvægt efni. Eitt af því sem er svo áberandi í kjölfarið af þessari ræðu er þessi gjá milli hans sem forsætisráðherra ríkisstjórnar Íslands og stjórnanda Seðlabanka Íslands. Þetta skaðar okkur öll, þetta skaðar aðila á markaði, þetta skaðar viðhorf alþjóðlegra matsfyrirtækja á landinu og þar með hefur þetta áhrif á okkur öll.“ Hér að ofan má sjá myndskeið frá umræðu milli Mikaels, Svandísar og Elliða um fréttir vikunnar. Mín skoðun Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Þátturinn Mín skoðun í umsjón Mikaels Torfasonar var á dagskrá í dag klukkan 13 í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi í dag. Þau Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum fóru yfir ýmis málefni, meðal annars fréttir síðustu viku. „Maður verður að velta fyrir sér orðfærinu hjá forsætisráðherranum þegar hann segir að Seðlabankinn sé óumbeðið að koma með mat á stærstu efnahagsaðgerð veraldarsögunnar,“ sagði Svandís Svavarsdóttir í þættinum í dag og gagnrýndi hún ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, á viðskiptaþinginu í vikunni. Þar sagði Sigmundur Davíð að Seðlabankinn hafi „óumbeðinn“ lagst í greiningu á skuldaleiðréttingum ríkisstjórnarinnar. Þess má geta að Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun. Elliði Vignisson líkti því næst Sigmundi Davíð við knattspyrnumann sem væri ítrekað að reyna fiska vítaspyrnu í leik. „Forsætisráðherra er að verða eins og fótboltamaður sem er alltaf að reyna fiska vítaspyrnu án þess að nokkur komi við hann og liggur hann alltaf í teignum eins og [Didier] Drogba gerði um tíma,“ sagði Elliði Vignisson í þættinum í dag. „Við megum samt ekki gleyma að í umræddri ræðu er hann að koma fram með mikilvæg mál og fara yfir mikilvægt efni. Eitt af því sem er svo áberandi í kjölfarið af þessari ræðu er þessi gjá milli hans sem forsætisráðherra ríkisstjórnar Íslands og stjórnanda Seðlabanka Íslands. Þetta skaðar okkur öll, þetta skaðar aðila á markaði, þetta skaðar viðhorf alþjóðlegra matsfyrirtækja á landinu og þar með hefur þetta áhrif á okkur öll.“ Hér að ofan má sjá myndskeið frá umræðu milli Mikaels, Svandísar og Elliða um fréttir vikunnar.
Mín skoðun Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira