Olían gæti þurrkað út skuldir Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 16. febrúar 2014 10:37 Þremur sérleyfum hefur verið úthlutað til olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Kort/Eykon Energy. Norska „Dagbladet“ segir í fréttaskýringu um Drekasvæðið að olían geti gert Íslendinga skuldlausa, og gott betur. Blaðinu reiknast til, út frá mati Eykons Energy og Olíustofnunar Noregs, að olía á norsk-íslenska Jan Mayen-svæðinu sé um 6.700 milljarða norskra króna virði, miðað við núverandi olíuverð. Það jafngildir um 125 þúsund milljörðum íslenskra króna, eða sem nemur 220-földum fjárlögum íslenska ríkisins. Umfjöllun blaðsins hefur vakið athygli einkum á vestnorræna svæðinu og hafa netmiðlar bæði á Grænlandi og í Færeyjum vitnað í hana um helgina, þar á meðal Arctic Journal, sem er alþjóðleg útgáfa á vegum grænlenska blaðsins Sermitsiaq. Fleiri norskir miðlar hafa einnig fjallað um málið, eins og Aftenposten og Stavangeravisen. Í greininni er fjallað um olíuútboð Íslendinga og Jan Mayen-samkomulagið frá árinu 1981, sem veitir Norðmönnum rétt til 25% þátttöku. Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs segist í svari til blaðsins hafa nýtt þann rétt til að tryggja norska hagsmuni. Því er lýst hvernig jarðfræði svæðisins eigi sér hliðstæðu í Noregshafi og við Austur-Grænland. Rætt er við Heiðar Má Guðjónsson, stjórnarformann Eykons Energy. Vitnað er til fyrirlesturs sem Þórarinn Sveinn Arnarson hjá Orkustofnun flutti fyrir tveimur vikum á ráðstefnu í Osló um olíuleit á Norðurslóðum þar sem hann sagði meðal annars að koma yrði á fót þyrlumiðstöð á norðausturhorni Íslands. Þá er er rætt við Thinu Saltvedt, olíusérfræðing Nordea-bankans, en hún var meðal fyrirlesara á ráðstefnu um Drekasvæðið sem Arion-banki stóð fyrir í Reykjavík fyrir tveimur árum. Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7. júní 2012 20:30 Stórþingið samþykkti að ganga inn í Drekaleyfið Norska Stórþingið staðfesti í dag þátttöku norska ríkisins í þriðja olíuleitarleyfinu á íslenska Drekasvæðinu, með samþykkt sérstakrar fjárveitingar til verkefnisins á fjárlögum Noregs. 16. desember 2013 19:04 Olíulindin Bergþóra afmörkuð á Dreka Sérfræðingar Eykons Energy hafa afmarkað líklega olíulind á Drekasvæðinu sem þeir kalla Bergþóru. 30. janúar 2014 18:45 Boranir fyrirhugaðar á Drekanum eftir 4-8 ár Innkoma fyrsta olíurisans á Drekasvæðið, kínversks ríkisolíufélags, sem formlega var innsigluð í dag, markar þáttaskil í olíuleitinni, að mati stjórnarformanns íslenska félagsins Eykons. 22. janúar 2014 19:30 Ísland með hæstu olíuskatta heims Skattheimtan sem íslenska ríkið hyggst leggja á olíuvinnslu verður sú hæsta í heimi, ef tekið er tillit til endurgreiðslna sem norska ríkið býður þar í landi. Þetta staðhæfir stjórnarformaður Eykons. 25. janúar 2014 19:15 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Norska „Dagbladet“ segir í fréttaskýringu um Drekasvæðið að olían geti gert Íslendinga skuldlausa, og gott betur. Blaðinu reiknast til, út frá mati Eykons Energy og Olíustofnunar Noregs, að olía á norsk-íslenska Jan Mayen-svæðinu sé um 6.700 milljarða norskra króna virði, miðað við núverandi olíuverð. Það jafngildir um 125 þúsund milljörðum íslenskra króna, eða sem nemur 220-földum fjárlögum íslenska ríkisins. Umfjöllun blaðsins hefur vakið athygli einkum á vestnorræna svæðinu og hafa netmiðlar bæði á Grænlandi og í Færeyjum vitnað í hana um helgina, þar á meðal Arctic Journal, sem er alþjóðleg útgáfa á vegum grænlenska blaðsins Sermitsiaq. Fleiri norskir miðlar hafa einnig fjallað um málið, eins og Aftenposten og Stavangeravisen. Í greininni er fjallað um olíuútboð Íslendinga og Jan Mayen-samkomulagið frá árinu 1981, sem veitir Norðmönnum rétt til 25% þátttöku. Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs segist í svari til blaðsins hafa nýtt þann rétt til að tryggja norska hagsmuni. Því er lýst hvernig jarðfræði svæðisins eigi sér hliðstæðu í Noregshafi og við Austur-Grænland. Rætt er við Heiðar Má Guðjónsson, stjórnarformann Eykons Energy. Vitnað er til fyrirlesturs sem Þórarinn Sveinn Arnarson hjá Orkustofnun flutti fyrir tveimur vikum á ráðstefnu í Osló um olíuleit á Norðurslóðum þar sem hann sagði meðal annars að koma yrði á fót þyrlumiðstöð á norðausturhorni Íslands. Þá er er rætt við Thinu Saltvedt, olíusérfræðing Nordea-bankans, en hún var meðal fyrirlesara á ráðstefnu um Drekasvæðið sem Arion-banki stóð fyrir í Reykjavík fyrir tveimur árum.
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Tengdar fréttir Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7. júní 2012 20:30 Stórþingið samþykkti að ganga inn í Drekaleyfið Norska Stórþingið staðfesti í dag þátttöku norska ríkisins í þriðja olíuleitarleyfinu á íslenska Drekasvæðinu, með samþykkt sérstakrar fjárveitingar til verkefnisins á fjárlögum Noregs. 16. desember 2013 19:04 Olíulindin Bergþóra afmörkuð á Dreka Sérfræðingar Eykons Energy hafa afmarkað líklega olíulind á Drekasvæðinu sem þeir kalla Bergþóru. 30. janúar 2014 18:45 Boranir fyrirhugaðar á Drekanum eftir 4-8 ár Innkoma fyrsta olíurisans á Drekasvæðið, kínversks ríkisolíufélags, sem formlega var innsigluð í dag, markar þáttaskil í olíuleitinni, að mati stjórnarformanns íslenska félagsins Eykons. 22. janúar 2014 19:30 Ísland með hæstu olíuskatta heims Skattheimtan sem íslenska ríkið hyggst leggja á olíuvinnslu verður sú hæsta í heimi, ef tekið er tillit til endurgreiðslna sem norska ríkið býður þar í landi. Þetta staðhæfir stjórnarformaður Eykons. 25. janúar 2014 19:15 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7. júní 2012 20:30
Stórþingið samþykkti að ganga inn í Drekaleyfið Norska Stórþingið staðfesti í dag þátttöku norska ríkisins í þriðja olíuleitarleyfinu á íslenska Drekasvæðinu, með samþykkt sérstakrar fjárveitingar til verkefnisins á fjárlögum Noregs. 16. desember 2013 19:04
Olíulindin Bergþóra afmörkuð á Dreka Sérfræðingar Eykons Energy hafa afmarkað líklega olíulind á Drekasvæðinu sem þeir kalla Bergþóru. 30. janúar 2014 18:45
Boranir fyrirhugaðar á Drekanum eftir 4-8 ár Innkoma fyrsta olíurisans á Drekasvæðið, kínversks ríkisolíufélags, sem formlega var innsigluð í dag, markar þáttaskil í olíuleitinni, að mati stjórnarformanns íslenska félagsins Eykons. 22. janúar 2014 19:30
Ísland með hæstu olíuskatta heims Skattheimtan sem íslenska ríkið hyggst leggja á olíuvinnslu verður sú hæsta í heimi, ef tekið er tillit til endurgreiðslna sem norska ríkið býður þar í landi. Þetta staðhæfir stjórnarformaður Eykons. 25. janúar 2014 19:15