Keflvíkingar upp í toppsætið - úrslit kvöldsins í körfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2014 20:53 Michael Craion hjá Keflavík. Vísir/Stefán Keflvíkingar eru komnir með tveggja stiga forskot á KR í Dominos-deild karla í körfubolta eftir afar sannfærandi 40 stiga sigur á Skallagrími, 111-71, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. Þetta var tíundi sigurleikur Keflavíkurliðsins í röð í deildinni en KR-ingar geta endurheimt efsta sætið með sigri á Njarðvík í Ljónagryfjunni á morgun. Alls skoruðu sex leikmenn Keflavíkurliðsins yfir tíu stig og sá sjöundi, Arnar Freyr Jónsson, var með 9 stig og 8 stoðsendingar. Michael Craion og Darrel Keith Lewis voru stigahæstir með 18 stig en Lewis gaf einnig átta stoðsendingar. Magnús Þór Gunnarsson var með 12 stig og 6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson og Guðmundur Jónsson skoruðu báðir 11 stig og Þröstur Leó Jóhannsson var með 12 stig. Ben Smith skoraði 22 stig fyrir Skallagrím og Páll Axel Vilbergsson var með 16 stig í þriðja tapi Borgnesinga í röð. Páll Axel Vilbergsson setti niður sína aðra þriggja stiga körfu eftir þrjár og hálfa mínútu og minnkaði þá muninn í 10-8. Þá kom svaka sprettur hjá Keflvíkingum sem skoruðu tólf stig í röð og komust í 20-8. Keflavíkurliðið var síðan 18 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 30-12. Guðmundur Jónsson og Michael Craion skoruðu báðir tíu stig í leikhlutanum. Keflavík bætti við forskotið í öðrum leikhlutanum og var með 24 stiga forskot í hálfleik, 56-32. Skallagrímsmenn hafa verið með reglulegar þriggja stiga körfu sýningar en Keflavíkurliðið setti niður 9 af 15 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleiknum. Keflavíkurliðið vann að lokum alla leikhlutana með sex stigum eða meira og að lokum leikinn með 40 stiga mun, 111-71.Snæfellingar vörðu áttunda og síðasta sæti inn í úrslitakeppnina með því að vinna fimmtán stiga sigur á ÍR, 94-79, í Dominos-deild karla í körfubolta. Liðin voru bæði með tólf stig í 8. og 9. sæti deildarinnar en Hólmarar voru ofar eftir stórsigur í fyrri leik liðanna. ÍR-ingar voru búnir að vinna þrjá deildarleiki í röð og alls fimm leiki í röð í öllum keppnum en gengu á vegg í kvöld. Sigur Snæfells var nokkuð öruggur en ÍR-ingar komu sterkir til baka í þriðja leikhlutanum en tókst ekki að vinna upp stórt forskot Snæfellsliðsins sem kláraði síðan leikinn með því að vinna síðustu 70 sekúndurnar 7-0.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins í Dominos-deild karla í körfubolta:Keflavík-Skallagrímur 111-71 (30-12, 26-20, 26-17, 29-22)Keflavík: Darrel Keith Lewis 18/5 fráköst/8 stoðsendingar, Michael Craion 18/5 fráköst/3 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 12/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12/6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 11, Guðmundur Jónsson 11/9 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 9/8 stoðsendingar, Hafliði Már Brynjarsson 6, Ragnar Gerald Albertsson 5, Andri Daníelsson 4/4 fráköst, Aron Freyr Kristjánsson 3, Gunnar Ólafsson 2.Skallagrímur: Benjamin Curtis Smith 22/5 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 16/5 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 11/8 fráköst, Trausti Eiríksson 5, Orri Jónsson 4, Davíð Guðmundsson 3, Sigurður Þórarinsson 3, Ármann Örn Vilbergsson 3, Davíð Ásgeirsson 2, Egill Egilsson 2/5 fráköst.Stjarnan-Grindavík 90-94 (30-20, 19-25, 17-26, 24-23)Stjarnan: Justin Shouse 36/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 22/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 16/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/10 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Sverrisson 4/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2/8 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 2.Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 24/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/5 fráköst/5 stolnir, Earnest Lewis Clinch Jr. 19/6 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 9/13 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 7, Þorleifur Ólafsson 4, Kjartan Helgi Steinþórsson 3. Snæfell-ÍR 94-79 (23-15, 27-13, 20-34, 24-17)Snæfell: Travis Cohn III 28/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 26/8 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9/5 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 7/5 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 4/7 fráköst, Stefán Karel Torfason 4/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 2/4 fráköst.ÍR: Sveinbjörn Claessen 20/5 stoðsendingar, Hjalti Friðriksson 16/8 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Nigel Moore 14/10 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 14. Dominos-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Keflvíkingar eru komnir með tveggja stiga forskot á KR í Dominos-deild karla í körfubolta eftir afar sannfærandi 40 stiga sigur á Skallagrími, 111-71, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. Þetta var tíundi sigurleikur Keflavíkurliðsins í röð í deildinni en KR-ingar geta endurheimt efsta sætið með sigri á Njarðvík í Ljónagryfjunni á morgun. Alls skoruðu sex leikmenn Keflavíkurliðsins yfir tíu stig og sá sjöundi, Arnar Freyr Jónsson, var með 9 stig og 8 stoðsendingar. Michael Craion og Darrel Keith Lewis voru stigahæstir með 18 stig en Lewis gaf einnig átta stoðsendingar. Magnús Þór Gunnarsson var með 12 stig og 6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson og Guðmundur Jónsson skoruðu báðir 11 stig og Þröstur Leó Jóhannsson var með 12 stig. Ben Smith skoraði 22 stig fyrir Skallagrím og Páll Axel Vilbergsson var með 16 stig í þriðja tapi Borgnesinga í röð. Páll Axel Vilbergsson setti niður sína aðra þriggja stiga körfu eftir þrjár og hálfa mínútu og minnkaði þá muninn í 10-8. Þá kom svaka sprettur hjá Keflvíkingum sem skoruðu tólf stig í röð og komust í 20-8. Keflavíkurliðið var síðan 18 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 30-12. Guðmundur Jónsson og Michael Craion skoruðu báðir tíu stig í leikhlutanum. Keflavík bætti við forskotið í öðrum leikhlutanum og var með 24 stiga forskot í hálfleik, 56-32. Skallagrímsmenn hafa verið með reglulegar þriggja stiga körfu sýningar en Keflavíkurliðið setti niður 9 af 15 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleiknum. Keflavíkurliðið vann að lokum alla leikhlutana með sex stigum eða meira og að lokum leikinn með 40 stiga mun, 111-71.Snæfellingar vörðu áttunda og síðasta sæti inn í úrslitakeppnina með því að vinna fimmtán stiga sigur á ÍR, 94-79, í Dominos-deild karla í körfubolta. Liðin voru bæði með tólf stig í 8. og 9. sæti deildarinnar en Hólmarar voru ofar eftir stórsigur í fyrri leik liðanna. ÍR-ingar voru búnir að vinna þrjá deildarleiki í röð og alls fimm leiki í röð í öllum keppnum en gengu á vegg í kvöld. Sigur Snæfells var nokkuð öruggur en ÍR-ingar komu sterkir til baka í þriðja leikhlutanum en tókst ekki að vinna upp stórt forskot Snæfellsliðsins sem kláraði síðan leikinn með því að vinna síðustu 70 sekúndurnar 7-0.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins í Dominos-deild karla í körfubolta:Keflavík-Skallagrímur 111-71 (30-12, 26-20, 26-17, 29-22)Keflavík: Darrel Keith Lewis 18/5 fráköst/8 stoðsendingar, Michael Craion 18/5 fráköst/3 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 12/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12/6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 11, Guðmundur Jónsson 11/9 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 9/8 stoðsendingar, Hafliði Már Brynjarsson 6, Ragnar Gerald Albertsson 5, Andri Daníelsson 4/4 fráköst, Aron Freyr Kristjánsson 3, Gunnar Ólafsson 2.Skallagrímur: Benjamin Curtis Smith 22/5 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 16/5 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 11/8 fráköst, Trausti Eiríksson 5, Orri Jónsson 4, Davíð Guðmundsson 3, Sigurður Þórarinsson 3, Ármann Örn Vilbergsson 3, Davíð Ásgeirsson 2, Egill Egilsson 2/5 fráköst.Stjarnan-Grindavík 90-94 (30-20, 19-25, 17-26, 24-23)Stjarnan: Justin Shouse 36/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 22/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 16/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/10 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Sverrisson 4/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2/8 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 2.Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 24/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/5 fráköst/5 stolnir, Earnest Lewis Clinch Jr. 19/6 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 9/13 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 7, Þorleifur Ólafsson 4, Kjartan Helgi Steinþórsson 3. Snæfell-ÍR 94-79 (23-15, 27-13, 20-34, 24-17)Snæfell: Travis Cohn III 28/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 26/8 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9/5 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 7/5 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 4/7 fráköst, Stefán Karel Torfason 4/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 2/4 fráköst.ÍR: Sveinbjörn Claessen 20/5 stoðsendingar, Hjalti Friðriksson 16/8 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Nigel Moore 14/10 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 14.
Dominos-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti