Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Jóhannes Stefánsson skrifar 26. febrúar 2014 17:51 Sigríður Ingibjörg segir Bjarna hafa beðið Katrínu Júlíusdóttur um að "róa sig,“ en slíkt sé dæmi um þekkt bragð þeirra sem vilja niðurlægja konur. „Hann leyfði sér það bragð, sem þekkt er gagnvart konum að segja við þær þegar þær eru ósáttar, róaðu þig. Þetta lýsir kvenfyrirlitningu og virðingarleysi fyrir almennum þingmönnum hér og ég ætlast til þess að forseti minn líði ekki slíkt hér í þingsal,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir vegna ummæla Bjarna Benediktssonar sem bað Katrínu Júlíusdóttur um að „róa sig“ eftir að hún hafði kallað hann „helvítis dóna.“ Mörg stór orð hafa verið látin falla á Alþingi í dag. Skömmu áður en Sigríður Ingibjörg sakaði Bjarna um kvenfyrirlitningu hafði Katrín Júlíusdóttir sagt fjármálaráðherra vera „helvítis dóna,“ í lok ræðu sinnar um fundarstjórn á þinginu í dag. Í kjölfar ummæla Katrínar sagði fjármálaráðherra: „Hér fyrir nokkrum ræðum stóð háttvirtur þingmaður Katrín Júlíusdóttir og sagði að það væru engin mál á dagskránni. Af því tilefni fannst mér sjálfsagt að leggja hér í ræðustól dagskrá þingsins en það eru 25 mál á dagskrá Alþingis í dag.“ „Ég hvorki kastaði neinum pappírum í háttvirtan þingmann, eins og síðan hefur verið sagt, eða réðist á hana eða truflaði með nokkrum hætti, ég bara lagði hérna í pontu dagskrá Alþingis,“ sagði Bjarni og bætti við: „Þetta er dagskráin. Af því tilefni tók ég eftir því að þingmaður hreytti síðan eftir ræðuna í mig ókvæðisorðum. Það er allt í lagi og má alveg vera þannig.“Svöruðu Bjarna í sömu mynt Í þann mund sem Bjarni lét þessi orð falla komu þær Katrín Júlíusdóttir og Svandís Svavarsdóttir að ræðupúltinu þar sem Bjarni stóð og flutti ræðu sína og lögðu pappíra og bönkuðu með hnefanum í pontuna, sem Katrín hafði örfáum mínútum áður talið tilefni til að kalla fjármálaráðherra „helvítis dóna.“ Vegna þessa sagði fjármálaráðherra, sem enn stóð í pontu: „Háttvirtir þingmenn sem eru að biðja um að menn sýni háttvísi hérna í salnum ættu þá að gera slíkt hið sama sjálfir.“ Tengdar fréttir „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Sjá meira
„Hann leyfði sér það bragð, sem þekkt er gagnvart konum að segja við þær þegar þær eru ósáttar, róaðu þig. Þetta lýsir kvenfyrirlitningu og virðingarleysi fyrir almennum þingmönnum hér og ég ætlast til þess að forseti minn líði ekki slíkt hér í þingsal,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir vegna ummæla Bjarna Benediktssonar sem bað Katrínu Júlíusdóttur um að „róa sig“ eftir að hún hafði kallað hann „helvítis dóna.“ Mörg stór orð hafa verið látin falla á Alþingi í dag. Skömmu áður en Sigríður Ingibjörg sakaði Bjarna um kvenfyrirlitningu hafði Katrín Júlíusdóttir sagt fjármálaráðherra vera „helvítis dóna,“ í lok ræðu sinnar um fundarstjórn á þinginu í dag. Í kjölfar ummæla Katrínar sagði fjármálaráðherra: „Hér fyrir nokkrum ræðum stóð háttvirtur þingmaður Katrín Júlíusdóttir og sagði að það væru engin mál á dagskránni. Af því tilefni fannst mér sjálfsagt að leggja hér í ræðustól dagskrá þingsins en það eru 25 mál á dagskrá Alþingis í dag.“ „Ég hvorki kastaði neinum pappírum í háttvirtan þingmann, eins og síðan hefur verið sagt, eða réðist á hana eða truflaði með nokkrum hætti, ég bara lagði hérna í pontu dagskrá Alþingis,“ sagði Bjarni og bætti við: „Þetta er dagskráin. Af því tilefni tók ég eftir því að þingmaður hreytti síðan eftir ræðuna í mig ókvæðisorðum. Það er allt í lagi og má alveg vera þannig.“Svöruðu Bjarna í sömu mynt Í þann mund sem Bjarni lét þessi orð falla komu þær Katrín Júlíusdóttir og Svandís Svavarsdóttir að ræðupúltinu þar sem Bjarni stóð og flutti ræðu sína og lögðu pappíra og bönkuðu með hnefanum í pontuna, sem Katrín hafði örfáum mínútum áður talið tilefni til að kalla fjármálaráðherra „helvítis dóna.“ Vegna þessa sagði fjármálaráðherra, sem enn stóð í pontu: „Háttvirtir þingmenn sem eru að biðja um að menn sýni háttvísi hérna í salnum ættu þá að gera slíkt hið sama sjálfir.“
Tengdar fréttir „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Sjá meira
„Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52