Vill ekki taka þátt í ESB leikriti Heimir Már Pétursson skrifar 25. febrúar 2014 19:54 Ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins í evrópumálum hefur sætt harðri gagnrýni frá Sjálfstæðum evrópusinnum, þótt meirihluti flokksmanna fylgi honum eflaust að málum.Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins boðaði til fundar með flokksmönnum í Valhöll í hádeginu í dag til að fara yfir rökstuðning ríkisstjórnarinnar fyrir því að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Bjarni sagðist hafa verið minntur á það undanfarna daga að hann hefði lofað því fyrir síðustu kosningar að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en flokkurinn hefði lagt til slíka þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt var um aðild. „Og jú, það er rétt að ég taldi að það væri möguleiki að kjósa um þetta mál, jafnvel á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ég vil mikið til vinna að nýta þá sterku lýðræðishefð sem er í okkar flokki og okkar flokki og okkar góða landi, nýta lýðræðið til að hjálpa okkur að ná niðurstöðu,“ sagði Bjarni í ávarpi til flokksmanna. Landsfundur hefði gefið tóninn í þá átt með ströngum skilyrðum, viðræðum yrði hætt og ekki hafnar aftur án þjóðaratkvæðagreiðslu. Það hafi nú gerst með þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Enda hafi enn og aftur komið í ljós að það sé ekki um neitt að semja. Menn hafi nefnt að Malta hafi fengið undanþágu hjá ESB í sjávarútvegsmálum. „Það er ekkert hægt að bera saman fiskveiðihagsmuni Möltu og okkar Íslendinga. Heildarafli þeirra jafnast á við afla eins línubáts á Íslandi,“ sagði Bjarni. Flestir fundarmanna sem lögðu fyrirspurnir fyrir formanninn studdu ákvörðun hans, en þó voru nokkrir sem voru greinilega óánægðir með að ekki yrði staðið við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu. Einn fundarmanna velti eftirfarandi fyrir sér í fyrirspurn til formannsins: „Hvað sé þá næst á dagskrá hjá ríkisstjórninni að svíkja kjósendur um? Verður það verðtryggingin, skuldaniðurfellingin eða hvað er það? Trúverðugleiki flokksins er ekki mikill eftir þessa atburði sem hamast er á flokknum með núna.“ „Ég byggi afstöðu mína, og við Sjálfstæðismenn á Alþingi, á þeirri sannfæringu að það sé ekki heiðarlegt að standa í einhverju leikriti gagnvart þjóðinni eða erlendum þjóðum á vettvangi Evrópusambandsins,“ sagði Bjarni Benediktsson. ESB-málið Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
Ákvörðun formanns Sjálfstæðisflokksins í evrópumálum hefur sætt harðri gagnrýni frá Sjálfstæðum evrópusinnum, þótt meirihluti flokksmanna fylgi honum eflaust að málum.Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins boðaði til fundar með flokksmönnum í Valhöll í hádeginu í dag til að fara yfir rökstuðning ríkisstjórnarinnar fyrir því að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Bjarni sagðist hafa verið minntur á það undanfarna daga að hann hefði lofað því fyrir síðustu kosningar að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en flokkurinn hefði lagt til slíka þjóðaratkvæðagreiðslu áður en sótt var um aðild. „Og jú, það er rétt að ég taldi að það væri möguleiki að kjósa um þetta mál, jafnvel á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ég vil mikið til vinna að nýta þá sterku lýðræðishefð sem er í okkar flokki og okkar flokki og okkar góða landi, nýta lýðræðið til að hjálpa okkur að ná niðurstöðu,“ sagði Bjarni í ávarpi til flokksmanna. Landsfundur hefði gefið tóninn í þá átt með ströngum skilyrðum, viðræðum yrði hætt og ekki hafnar aftur án þjóðaratkvæðagreiðslu. Það hafi nú gerst með þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Enda hafi enn og aftur komið í ljós að það sé ekki um neitt að semja. Menn hafi nefnt að Malta hafi fengið undanþágu hjá ESB í sjávarútvegsmálum. „Það er ekkert hægt að bera saman fiskveiðihagsmuni Möltu og okkar Íslendinga. Heildarafli þeirra jafnast á við afla eins línubáts á Íslandi,“ sagði Bjarni. Flestir fundarmanna sem lögðu fyrirspurnir fyrir formanninn studdu ákvörðun hans, en þó voru nokkrir sem voru greinilega óánægðir með að ekki yrði staðið við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu. Einn fundarmanna velti eftirfarandi fyrir sér í fyrirspurn til formannsins: „Hvað sé þá næst á dagskrá hjá ríkisstjórninni að svíkja kjósendur um? Verður það verðtryggingin, skuldaniðurfellingin eða hvað er það? Trúverðugleiki flokksins er ekki mikill eftir þessa atburði sem hamast er á flokknum með núna.“ „Ég byggi afstöðu mína, og við Sjálfstæðismenn á Alþingi, á þeirri sannfæringu að það sé ekki heiðarlegt að standa í einhverju leikriti gagnvart þjóðinni eða erlendum þjóðum á vettvangi Evrópusambandsins,“ sagði Bjarni Benediktsson.
ESB-málið Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira