Fer fram á að forsætisnefnd meti hvort tillaga Gunnars Braga sé þingtæk Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. febrúar 2014 11:01 Árni Páll vill að forsætisnefnd Alþingis leggi mat á þingsályktunartillögu Gunnars Braga. Vísir/GVA Árni Páll Árnason, formaður Samylkingarinnar, fer fram á að forsætisnefnd Alþingis meti hvort þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, sem felur meðal annars í sér að aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið sé dregin tilbaka, sé þingtæk. Árni sendi forseta Alþingis erindi í morgun þar sem hann færði rök fyrir því að tillaga utanríkisráðherra sé ekki þingtæk. Hann telur tillögu Gunnars Braga fela „í sér gildishlaðin ærumeiðandi ummæli í garð þeirra þingmanna sem greiddu aðildarumsókn atkvæði sitt eða tryggðu framgang hennar með hjásetu sumarið 2009. Því er því gert skóna að þeir hafi ekki greitt atkvæði eftir sannfæringu sinni, eins og boðið er í stjórnarskrá og þeim eignuð annarleg viðhorf.“ Árni segir ennfremur að tillagan standist ekki lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, sem sett voru í júní 2010:„Tillagan kveður samkvæmt orðanna hljóðan á um að: „ekki skuli sótt um aðild að Evrópusambandinu á nýjan leik án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort íslenska þjóðin stefni að aðild að Evrópusambandinu“„Það er meginregla í íslenskri stjórnskipun að allar þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi fara fram á grundvelli stjórnskipulega rétt settra laga. Þetta hefur gilt um allar þjóðaratkvæðagreiðslur í sögu landsins jafnt fyrir lýðveldisstofnun sem eftir. Þann 25. júní 2010 voru og sett sérstök lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Sú ályktunartillaga sem fram er komin stríðir gegn þeim lögum. Alþingi getur í ljósi ofangreinds ekki tekið ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslu með öðrum hætti en með samþykki lagafrumvarps. Í ákveðnum tilvikum s.s. þeim sem spretta af málskotsrétti forseta Íslands mælir stjórnarskrá fyrir um þjóðaratkvæðagreiðslu. Ofangreindur texti stjórnartillögu til þingsályktunar er því ekki tækur til þinglegrar meðferðar og málið ekki rétt fram borið.“ Að lokum segir Árni að núverandi ríkisstjórn eigi ekki að geta torveldað ríkisstjórnum framtíðarinnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu.„Þá er og ljóst að yfirstandandi 143. löggjafarþing Alþingis hefur ekki vald til að tæma vald löggjafarþinga framtíðarinnar til að taka ákvarðanir um að sækja um aðild að alþjóðastofnunum. Lýðveldisstjórnarskráin mælir fyrir um skyldubundið samþykki Alþingis fyrir þjóðréttarlegum samningum við önnur ríki. Í framkvæmd hefur þetta ekki verið bundið við fullgildingu heldur var ákvörðun um að leita aðildar að helstu alþjóðastofnunum í öllum sögulegum tilvikum afgreidd með ályktun Alþingis og því næst leidd til lykta af framkvæmdarvaldinu.“„Um þennan þátt máls fjalla lagaprófessorarnir Ragnhildur Helgadóttir og Björg Thorarensen í Fréttablaðinu í dag og komast báðar að þeirri skýru niðurstöðu að hér geti í mesta lagi verið um „viljayfirlýsingu“ eða um „innantómt loforð“ að ræða, sem hafi enga stjórnskipulega þýðingu.“„Minnt skal á skyldur einstaklinga kjörinna til setu á Alþingi til að virða stjórnarskrána, meginreglur hennar og stjórnarskrárfestuna. Órofa hefð er fyrir því á Íslandi í meira en 150 ár að alþingismenn undirriti drengskaparheit við stjórnarskrána og sú skuldbinding er í eðli sínu persónuleg skuldbinding undirrituð eigin hendi af hverjum og einum. Af henni leiðir einnig að þingmenn dagsins í dag geta ekki freistað þess með klækjabrögðum, í blóra við lög og stjórnarskrá, að binda hendur þeirra sem á eftir þeim koma á hinu háa Alþingi.“ Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samylkingarinnar, fer fram á að forsætisnefnd Alþingis meti hvort þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, sem felur meðal annars í sér að aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið sé dregin tilbaka, sé þingtæk. Árni sendi forseta Alþingis erindi í morgun þar sem hann færði rök fyrir því að tillaga utanríkisráðherra sé ekki þingtæk. Hann telur tillögu Gunnars Braga fela „í sér gildishlaðin ærumeiðandi ummæli í garð þeirra þingmanna sem greiddu aðildarumsókn atkvæði sitt eða tryggðu framgang hennar með hjásetu sumarið 2009. Því er því gert skóna að þeir hafi ekki greitt atkvæði eftir sannfæringu sinni, eins og boðið er í stjórnarskrá og þeim eignuð annarleg viðhorf.“ Árni segir ennfremur að tillagan standist ekki lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, sem sett voru í júní 2010:„Tillagan kveður samkvæmt orðanna hljóðan á um að: „ekki skuli sótt um aðild að Evrópusambandinu á nýjan leik án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort íslenska þjóðin stefni að aðild að Evrópusambandinu“„Það er meginregla í íslenskri stjórnskipun að allar þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi fara fram á grundvelli stjórnskipulega rétt settra laga. Þetta hefur gilt um allar þjóðaratkvæðagreiðslur í sögu landsins jafnt fyrir lýðveldisstofnun sem eftir. Þann 25. júní 2010 voru og sett sérstök lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Sú ályktunartillaga sem fram er komin stríðir gegn þeim lögum. Alþingi getur í ljósi ofangreinds ekki tekið ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslu með öðrum hætti en með samþykki lagafrumvarps. Í ákveðnum tilvikum s.s. þeim sem spretta af málskotsrétti forseta Íslands mælir stjórnarskrá fyrir um þjóðaratkvæðagreiðslu. Ofangreindur texti stjórnartillögu til þingsályktunar er því ekki tækur til þinglegrar meðferðar og málið ekki rétt fram borið.“ Að lokum segir Árni að núverandi ríkisstjórn eigi ekki að geta torveldað ríkisstjórnum framtíðarinnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu.„Þá er og ljóst að yfirstandandi 143. löggjafarþing Alþingis hefur ekki vald til að tæma vald löggjafarþinga framtíðarinnar til að taka ákvarðanir um að sækja um aðild að alþjóðastofnunum. Lýðveldisstjórnarskráin mælir fyrir um skyldubundið samþykki Alþingis fyrir þjóðréttarlegum samningum við önnur ríki. Í framkvæmd hefur þetta ekki verið bundið við fullgildingu heldur var ákvörðun um að leita aðildar að helstu alþjóðastofnunum í öllum sögulegum tilvikum afgreidd með ályktun Alþingis og því næst leidd til lykta af framkvæmdarvaldinu.“„Um þennan þátt máls fjalla lagaprófessorarnir Ragnhildur Helgadóttir og Björg Thorarensen í Fréttablaðinu í dag og komast báðar að þeirri skýru niðurstöðu að hér geti í mesta lagi verið um „viljayfirlýsingu“ eða um „innantómt loforð“ að ræða, sem hafi enga stjórnskipulega þýðingu.“„Minnt skal á skyldur einstaklinga kjörinna til setu á Alþingi til að virða stjórnarskrána, meginreglur hennar og stjórnarskrárfestuna. Órofa hefð er fyrir því á Íslandi í meira en 150 ár að alþingismenn undirriti drengskaparheit við stjórnarskrána og sú skuldbinding er í eðli sínu persónuleg skuldbinding undirrituð eigin hendi af hverjum og einum. Af henni leiðir einnig að þingmenn dagsins í dag geta ekki freistað þess með klækjabrögðum, í blóra við lög og stjórnarskrá, að binda hendur þeirra sem á eftir þeim koma á hinu háa Alþingi.“
Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“