Vildu stöðva viðræður og vísa málinu til þjóðarinnar Óli Kristján Ármannsson skrifar 25. febrúar 2014 07:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson kynntu nýja stjórn á Laugarvatni í maílok í fyrra. Fréttablaðið/GVA Vísir/GVA Samþykkt þingflokka ríkisstjórnarflokkanna á tillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur vakið hörð viðbrögð. Almennur skilningur virðist hafa verið í þá átt að þjóðin fengi að kjósa um áframhald viðræðna. Í ályktunum flokksþings framsóknarmanna í febrúarbyrjun í fyrra kemur þó fram að Framsóknarflokkurinn telji hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Þar segir svo: "Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Í ályktun utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans er sambærileg færsla. "Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu," segir þar í kjölfar kafla um nauðsyn þess að tryggja áfram opinn og frjálsan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, svo sem gert sé á grundvelli EES. Hafi leikið vafi á hvernig túlka bæri þessar ályktanir þá virtust forsvarsmenn flokkanna taka af vafa í aðdraganda kosninganna í fyrravor. Í kosningabæklingi Sjálfstæðisflokksins sagði til dæmis að kjósa ætti um málið á kjörtímabilinu. "Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl í fyrra. Í kappræðum á Stöð 2 kvöldið eftir áréttaði hann vilja flokksins til að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. "Og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins," sagði hann þá. Á kynningarfundi um stjórnarsáttmála flokkanna 22. maí talaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson líka um stöðu aðildarviðræðnanna og sagði þeim ekki haldið áfram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði líka ljóst að hún myndi fara fram. "Að sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu en við ákvörðun tímasetningar á henni verður að meta aðstæður," sagði hann. Formenn stjórnarflokkanna voru líka í umfjöllun Fréttablaðsins fyrir kosningar spurðir út í þá stöðu sem upp kynni að koma ef þeir kæmust í stjórn og þyrftu mögulega að stýra lokaspretti aðildarviðræðna við ESB, þvert á eigin stefnu, ef þjóðin samþykkti að ljúka viðræðunum. Báðir kváðu það þá ekki kjörstöðu, en með því yrði að minnsta kosti komið umboð frá þjóðinni. Sigmundur Davíð kvaðst þá þeirrar skoðunar að ekki gerðist þörf á að slíta viðræðum með formlegum hætti, enda væri komið á þeim hlé. Þráðurinn yfði ekki tekinn upp að nýju "nema með umboði frá þjóðinni úr þjóðaratkvæðagreiðslu". Sigmundur kvaðst þá telja að hún gæti orðið snemma á kjörtímabilinu. "Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið og greiddi atkvæði gegn umsókn," sagði Bjarni. "En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það." Úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar"Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." ESB-málið Tengdar fréttir Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Sjá meira
Samþykkt þingflokka ríkisstjórnarflokkanna á tillögu um að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur vakið hörð viðbrögð. Almennur skilningur virðist hafa verið í þá átt að þjóðin fengi að kjósa um áframhald viðræðna. Í ályktunum flokksþings framsóknarmanna í febrúarbyrjun í fyrra kemur þó fram að Framsóknarflokkurinn telji hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Þar segir svo: "Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Í ályktun utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans er sambærileg færsla. "Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu," segir þar í kjölfar kafla um nauðsyn þess að tryggja áfram opinn og frjálsan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, svo sem gert sé á grundvelli EES. Hafi leikið vafi á hvernig túlka bæri þessar ályktanir þá virtust forsvarsmenn flokkanna taka af vafa í aðdraganda kosninganna í fyrravor. Í kosningabæklingi Sjálfstæðisflokksins sagði til dæmis að kjósa ætti um málið á kjörtímabilinu. "Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl í fyrra. Í kappræðum á Stöð 2 kvöldið eftir áréttaði hann vilja flokksins til að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. "Og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins," sagði hann þá. Á kynningarfundi um stjórnarsáttmála flokkanna 22. maí talaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson líka um stöðu aðildarviðræðnanna og sagði þeim ekki haldið áfram nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði líka ljóst að hún myndi fara fram. "Að sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu en við ákvörðun tímasetningar á henni verður að meta aðstæður," sagði hann. Formenn stjórnarflokkanna voru líka í umfjöllun Fréttablaðsins fyrir kosningar spurðir út í þá stöðu sem upp kynni að koma ef þeir kæmust í stjórn og þyrftu mögulega að stýra lokaspretti aðildarviðræðna við ESB, þvert á eigin stefnu, ef þjóðin samþykkti að ljúka viðræðunum. Báðir kváðu það þá ekki kjörstöðu, en með því yrði að minnsta kosti komið umboð frá þjóðinni. Sigmundur Davíð kvaðst þá þeirrar skoðunar að ekki gerðist þörf á að slíta viðræðum með formlegum hætti, enda væri komið á þeim hlé. Þráðurinn yfði ekki tekinn upp að nýju "nema með umboði frá þjóðinni úr þjóðaratkvæðagreiðslu". Sigmundur kvaðst þá telja að hún gæti orðið snemma á kjörtímabilinu. "Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið og greiddi atkvæði gegn umsókn," sagði Bjarni. "En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það." Úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar"Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu."
ESB-málið Tengdar fréttir Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Sjá meira
Þúsundir kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu Hátt í fjögur þúsund manns mættu á Austurvöll í gær til að mótmæla tillögu ríkisstjórnarinnar um að draga til baka umsókn að ESB. 25. febrúar 2014 07:00