Hróp gerð að Bjarna Benediktssyni á þinginu Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2014 15:16 Gríðarlegur hiti er nú á þingi vegna tillögu um að slíta beri viðræðum við ESB. vísir/stefán Nú standa yfir umræður á þingi, um fundarstjórn forseta, þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við það hvernig tilkynnt var um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra þess efnis að slíta beri umræðum við Evrópusambandið. Beina útsendingu frá umræðunum má sjá hér að neðan. Fyrst tók til máls Oddný G. Harðardóttir Samfylkingu sem fordæmdi það hvernig málið bar að og hvernig það var sett á dagskrá þingsins. Áður en búið var að ljúka umræðu um skýrslu sem fjallar um aðildarviðræðurnar. Katrín Júlíusdóttir Samfylkingu taldi þetta lýsandi fyrir það hverjar fyrirætlanir ríkisstjórnar eru og hvernig hún ætlar að bera sig að við þær. Svandís Svavarsdóttir Vg spurði hvort skýrslan ætti ekki að vera grundvöllur ákvarðanatöku? Hún sagði þetta óásættanlegt og lítilsvirðandi við þingið að þessi skýrsla var skrípaleikur, þingið og þjóðin hafa verið höfð að fífli. Róbert Marshall Bjartri Framtíð sagði það nú opinberast hverslags pólitískir hryggleysingjar það eru sem skipa þessa ríkisstjórn. Pólitísk lindýr sem ekki þora að fara með þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Gripið til þess ráðs, í skjóli nætur því sem næst, að koma málinu á dagskra: Pólitískt óhæfuverk sem hér er verið að fremja að ekki er hægt að finna samjöfnuð í íslenskri sögu. Bergmál þessa óhæfuverks mun hljóma lengi. Birgitta Jónsdóttir Pírötum tók undir þetta og sagði um pólitískt óhæfuverk væri að ræða.Umræðan stendur enn yfir en gerð voru hróp að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra þegar hann kom í pontu svaraði á þá leið að svo virtist sem stjórnarandstaðan væri að frábiðja sér því að fá tilkynningar um dagskrá. ESB-málið Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Nú standa yfir umræður á þingi, um fundarstjórn forseta, þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við það hvernig tilkynnt var um þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra þess efnis að slíta beri umræðum við Evrópusambandið. Beina útsendingu frá umræðunum má sjá hér að neðan. Fyrst tók til máls Oddný G. Harðardóttir Samfylkingu sem fordæmdi það hvernig málið bar að og hvernig það var sett á dagskrá þingsins. Áður en búið var að ljúka umræðu um skýrslu sem fjallar um aðildarviðræðurnar. Katrín Júlíusdóttir Samfylkingu taldi þetta lýsandi fyrir það hverjar fyrirætlanir ríkisstjórnar eru og hvernig hún ætlar að bera sig að við þær. Svandís Svavarsdóttir Vg spurði hvort skýrslan ætti ekki að vera grundvöllur ákvarðanatöku? Hún sagði þetta óásættanlegt og lítilsvirðandi við þingið að þessi skýrsla var skrípaleikur, þingið og þjóðin hafa verið höfð að fífli. Róbert Marshall Bjartri Framtíð sagði það nú opinberast hverslags pólitískir hryggleysingjar það eru sem skipa þessa ríkisstjórn. Pólitísk lindýr sem ekki þora að fara með þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Gripið til þess ráðs, í skjóli nætur því sem næst, að koma málinu á dagskra: Pólitískt óhæfuverk sem hér er verið að fremja að ekki er hægt að finna samjöfnuð í íslenskri sögu. Bergmál þessa óhæfuverks mun hljóma lengi. Birgitta Jónsdóttir Pírötum tók undir þetta og sagði um pólitískt óhæfuverk væri að ræða.Umræðan stendur enn yfir en gerð voru hróp að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra þegar hann kom í pontu svaraði á þá leið að svo virtist sem stjórnarandstaðan væri að frábiðja sér því að fá tilkynningar um dagskrá.
ESB-málið Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira