Færeyingar finna enn meiri olíu í Noregshafi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2014 09:30 Borpallurinn Transocean Arctic fann olíulindina. Mynd/Norska Petroleumtilsynet. Færeysk-skoska olíufélagið Faroe Petroleum tilkynnti fyrir helgi að fundist hefðu olía og gas á Pil-svæðinu undan Þrændalögum í Noregshafi. Hlutabréf í félaginu ruku upp um nærri 15% við tilkynninguna en stærð auðlindarinnar er áætluð milli 20 og 50 milljónir olíutunna. Lindin er um 33 kílómetra frá Njarðar-vinnslusvæðinu, sem Statoil rekur, en það gefur möguleika á hagkvæmri samtengingu. Faroe Petroleum á 25% hlut í leitarleyfinu en rekstraraðili þess er norska félagið VNG með 30%. Aðrir eigendur eru Rocksource og Spike Exploration. Þetta er þriðji olíufundur Faroe Petroleum í norsku lögsögunni á innan við ári. Í nóvember skýrðu Færeyingar frá enn stærri olíufundi, upp á 60-100 milljónir tunna, á svokölluðu Snilehorn-svæði, en Faroe á þar 7,5% hlut. Félagið var stofnað í Færeyjum árið 1997. Það fór á breskan hlutabréfamarkað fyrir áratug og eru höfuðstöðvar þess nú í Aberdeen í Skotlandi. Faroe er eitt af þeim félögum sem leiðir olíuleitina á íslenska Drekasvæðinu en það er rekstraraðili með 67% hlut í einu þriggja sérleyfanna þar. Stærsti hluthafi þess er félagið Dana Exploration, með 23%, sem er að öllu leyti í eigu ríkisolíufélags Suður-Kóreu. Af olíuleit í lögsögu Færeyja er það að frétta að áætlað er borpallurinn Herkúles komi þangað í næsta mánuði til að hefjast handa við að bora tvo olíubrunna fyrir 30-40 milljarða króna. Þetta verður stærsta einstaka atvinnuvegafjárfesting í sögu Færeyja. Tengdar fréttir Herkúlesi ætlað að finna færeyska olíu Tveir olíubrunnar, sem norska olíufélagið Statoil ætlar að bora í lögsögu Færeyja á þessu ári fyrir þrjátíu til fjörutíu milljarða króna, verða dýrasta verkefni í atvinnusögu eyjanna til þessa. Færeyskir ráðamenn eru fullir bjartsýni. 2. janúar 2014 18:45 Faroe Petroleum og Statoil finna olíulind í Noregshafi Norska olíufélagið Statoil og Faroe Petroleum, sem Færeyingar stofnuðu árið 1997, tilkynntu í morgun um þau hefðu fundið nýja olíulind við vesturströnd Noregs. Stærð hennar er áætluð milli 60 og 100 milljónir olíutunna. 11. nóvember 2013 13:32 Stjórnvöld í Suður-Kóreu með ítök í sérleyfi á Drekanum Ríkisolíufélag Suður-Kóreu er komið í lykilstöðu á Drekasvæðinu, sem stærsti eigandi Faroe Petroleum. Forstjóri Faroe vonast til að koma með borpall á Drekann eftir þrjú til fjögur ár og segir félagið nægilega sterkt til að standa fyrir borunum. Olíufélag sem stofnað var í Færeyjum fyrir fimmtán árum þykir einhverjum kannski ekki líklegt til stórræðanna á Drekasvæðinu en það er engu að síður orðinn handhafi 67 prósenta í stærsta sérleyfi til olíuvinnslu á landgrunni Íslands. 8. janúar 2013 19:15 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Færeysk-skoska olíufélagið Faroe Petroleum tilkynnti fyrir helgi að fundist hefðu olía og gas á Pil-svæðinu undan Þrændalögum í Noregshafi. Hlutabréf í félaginu ruku upp um nærri 15% við tilkynninguna en stærð auðlindarinnar er áætluð milli 20 og 50 milljónir olíutunna. Lindin er um 33 kílómetra frá Njarðar-vinnslusvæðinu, sem Statoil rekur, en það gefur möguleika á hagkvæmri samtengingu. Faroe Petroleum á 25% hlut í leitarleyfinu en rekstraraðili þess er norska félagið VNG með 30%. Aðrir eigendur eru Rocksource og Spike Exploration. Þetta er þriðji olíufundur Faroe Petroleum í norsku lögsögunni á innan við ári. Í nóvember skýrðu Færeyingar frá enn stærri olíufundi, upp á 60-100 milljónir tunna, á svokölluðu Snilehorn-svæði, en Faroe á þar 7,5% hlut. Félagið var stofnað í Færeyjum árið 1997. Það fór á breskan hlutabréfamarkað fyrir áratug og eru höfuðstöðvar þess nú í Aberdeen í Skotlandi. Faroe er eitt af þeim félögum sem leiðir olíuleitina á íslenska Drekasvæðinu en það er rekstraraðili með 67% hlut í einu þriggja sérleyfanna þar. Stærsti hluthafi þess er félagið Dana Exploration, með 23%, sem er að öllu leyti í eigu ríkisolíufélags Suður-Kóreu. Af olíuleit í lögsögu Færeyja er það að frétta að áætlað er borpallurinn Herkúles komi þangað í næsta mánuði til að hefjast handa við að bora tvo olíubrunna fyrir 30-40 milljarða króna. Þetta verður stærsta einstaka atvinnuvegafjárfesting í sögu Færeyja.
Tengdar fréttir Herkúlesi ætlað að finna færeyska olíu Tveir olíubrunnar, sem norska olíufélagið Statoil ætlar að bora í lögsögu Færeyja á þessu ári fyrir þrjátíu til fjörutíu milljarða króna, verða dýrasta verkefni í atvinnusögu eyjanna til þessa. Færeyskir ráðamenn eru fullir bjartsýni. 2. janúar 2014 18:45 Faroe Petroleum og Statoil finna olíulind í Noregshafi Norska olíufélagið Statoil og Faroe Petroleum, sem Færeyingar stofnuðu árið 1997, tilkynntu í morgun um þau hefðu fundið nýja olíulind við vesturströnd Noregs. Stærð hennar er áætluð milli 60 og 100 milljónir olíutunna. 11. nóvember 2013 13:32 Stjórnvöld í Suður-Kóreu með ítök í sérleyfi á Drekanum Ríkisolíufélag Suður-Kóreu er komið í lykilstöðu á Drekasvæðinu, sem stærsti eigandi Faroe Petroleum. Forstjóri Faroe vonast til að koma með borpall á Drekann eftir þrjú til fjögur ár og segir félagið nægilega sterkt til að standa fyrir borunum. Olíufélag sem stofnað var í Færeyjum fyrir fimmtán árum þykir einhverjum kannski ekki líklegt til stórræðanna á Drekasvæðinu en það er engu að síður orðinn handhafi 67 prósenta í stærsta sérleyfi til olíuvinnslu á landgrunni Íslands. 8. janúar 2013 19:15 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Herkúlesi ætlað að finna færeyska olíu Tveir olíubrunnar, sem norska olíufélagið Statoil ætlar að bora í lögsögu Færeyja á þessu ári fyrir þrjátíu til fjörutíu milljarða króna, verða dýrasta verkefni í atvinnusögu eyjanna til þessa. Færeyskir ráðamenn eru fullir bjartsýni. 2. janúar 2014 18:45
Faroe Petroleum og Statoil finna olíulind í Noregshafi Norska olíufélagið Statoil og Faroe Petroleum, sem Færeyingar stofnuðu árið 1997, tilkynntu í morgun um þau hefðu fundið nýja olíulind við vesturströnd Noregs. Stærð hennar er áætluð milli 60 og 100 milljónir olíutunna. 11. nóvember 2013 13:32
Stjórnvöld í Suður-Kóreu með ítök í sérleyfi á Drekanum Ríkisolíufélag Suður-Kóreu er komið í lykilstöðu á Drekasvæðinu, sem stærsti eigandi Faroe Petroleum. Forstjóri Faroe vonast til að koma með borpall á Drekann eftir þrjú til fjögur ár og segir félagið nægilega sterkt til að standa fyrir borunum. Olíufélag sem stofnað var í Færeyjum fyrir fimmtán árum þykir einhverjum kannski ekki líklegt til stórræðanna á Drekasvæðinu en það er engu að síður orðinn handhafi 67 prósenta í stærsta sérleyfi til olíuvinnslu á landgrunni Íslands. 8. janúar 2013 19:15