Sport

Frægar myndir um Ólympíuleikana sýndar í Kvikmyndasafninu í mars

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jesse Owens á Ólympíuleikunum 1936.
Jesse Owens á Ólympíuleikunum 1936. Vísir/Getty
Ólympíuleikarnir verða í sviðsljósinu í marsmánuði hjá Kvikmyndasafninu en þá munu verða sýndar nokkrar af frægustu Ólympíumyndum allra tíma þar á meðal myndir um leikana 1936 og 1964.

Alls verða sýndar þrjár Ólympíumyndir á jafn mörgum vikum. Sú fyrsta heitir Íþróttir og friður og fjallar um ólympíuleikana í Sovétríkjunum árið 1980. Fyrri sýning verður 4. mars og sú síðari 8. mars.

Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, verður viðstaddur upphafssýninguna og ávarpar sýningargesti. Aukamynd á þeirri sýningu verður stuttur forvitnilegur bútur af íslenskum glímuköppum á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi árið 1912.

Kvikmyndirnar eru allar fengnar frá Alþjóða Ólympíunefndinni og eru nýuppgerðar á 35 mm filmu. Hin nýuppgerða útgáfa japönsku myndarinnar frá 1964 var frumsýnd á kvikmyndahátíð í Moskvu í júní síðastliðnum.

Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí eru að baki og framundan er Ólympíuleikar fatlaðra á sama stað. Það er því vel við hæfi að kynna sér aðeins sögu Ólympíuleikanna.

 

Dagskrá Ólympíumyndaþema vetrardagskrárinnar 2013-14

- í bíói Kvikmyndasafns Íslands í Hafnarfirði

ÍÞRÓTTIR OG FRIÐUR

Ólympíuleikarnir í Sovétríkjunum 1980

4. mars kl. 20:00 og 8. mars kl. 16:00 • 150 mín

OLYMPIA, 1. OG 2. HLUTI

Ólympíuleikarnir í Þýskalandi 1936

11. mars kl. 20:00 og 15. mars kl. 16:00 • 226 mín

TOKYO OLYMPIAD

Ólympíuleikarnir í Japan 1964

18. mars kl. 20:00 og 22. mars kl. 16:00 • 170 mín

Ókeypis verður inn á allar sýningar Ólympíuþemans sem fara fram í Bæjarbíói, Strandgötu 6 í Hafnarfirði.

Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×