"Ekki fer þjóðin að segja af sér“ Bjarki Ármannsson skrifar 15. mars 2014 18:30 Þúsundir manna hafa sótt mótmælafundi á Austurvelli síðan ríkisstjórnartillagan var kynnt. Vísir/Pjetur Lára Marteinsdóttir kvikmyndagerðamaður, Finnur Beck lögmaður og Eva María Jónsdóttir dagskráargerðarmaður tóku til máls á samstöðufundi sem fór fram á Austurvelli fyrr í dag. Þar var ríkisstjórnartillögu um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið mótmælt. Lára sagðist í ræðu sinni vilja heiðra móður sína, sem mætt hefur reglulega á Austurvöll undanfarið og eigi það ekki skilið að logið sé að henni. „Allt sem hún hefur unnið að í þessu lífi sem heiðarlegur borgari, er verið að berja niður með offorsi og yfirgangi,“ sagði Lára í dag. „Ég er hér henni til heiðurs því hún vill ekki trúa að peningahagsmunir og jafnvel voldugar glæpaklíkur geti náð yfirráðum í okkar frábæra auðuga landi.“ Finnur skoraði í sinni ræðu á stjórnarflokkana að finna leið til þess að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu með nægum fyrirvara. „Það er sagt að ríkisstjórnin gæti ekki fylgt þeirri óheppilegu niðurstöðu ef þjóðin kysi áframhaldandi viðræður,“ segir í ræðu Finns. „Og hvað með það? Þá yrði þjóðþingið að finna bara leið. Ekki fer þjóðin að segja af sér vegna þess að vilji hennar samræmist ekki stefnu þingmeirihlutans.“ Eva María hóf ræðu sína á því að taka fram að hún væri ekki sannfærð um að Evrópusambandið sé staður fyrir Ísland. „En ég er alveg sannfærð um að ég ætti betra með að mynda mér skoðun um þetta stórmál ef ég hefði í höndunum samningsdrög á milli þessa stóra sambands og þessa litla ríkis Íslands,“ sagði hún í kjölfarið. „Ég er líka alveg sannfærð um að þjóðinni sé treystandi til að ganga til atkvæða um í fyrsta lagi að kjósa um framhald viðræðnanna og í öðru lagi að kjósa um hvort Ísland skuli ganga í sambandið eða ekki.“ Á þriðja þúsund manns eru taldir hafa sótt fundinn í dag. ESB-málið Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Lára Marteinsdóttir kvikmyndagerðamaður, Finnur Beck lögmaður og Eva María Jónsdóttir dagskráargerðarmaður tóku til máls á samstöðufundi sem fór fram á Austurvelli fyrr í dag. Þar var ríkisstjórnartillögu um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið mótmælt. Lára sagðist í ræðu sinni vilja heiðra móður sína, sem mætt hefur reglulega á Austurvöll undanfarið og eigi það ekki skilið að logið sé að henni. „Allt sem hún hefur unnið að í þessu lífi sem heiðarlegur borgari, er verið að berja niður með offorsi og yfirgangi,“ sagði Lára í dag. „Ég er hér henni til heiðurs því hún vill ekki trúa að peningahagsmunir og jafnvel voldugar glæpaklíkur geti náð yfirráðum í okkar frábæra auðuga landi.“ Finnur skoraði í sinni ræðu á stjórnarflokkana að finna leið til þess að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu með nægum fyrirvara. „Það er sagt að ríkisstjórnin gæti ekki fylgt þeirri óheppilegu niðurstöðu ef þjóðin kysi áframhaldandi viðræður,“ segir í ræðu Finns. „Og hvað með það? Þá yrði þjóðþingið að finna bara leið. Ekki fer þjóðin að segja af sér vegna þess að vilji hennar samræmist ekki stefnu þingmeirihlutans.“ Eva María hóf ræðu sína á því að taka fram að hún væri ekki sannfærð um að Evrópusambandið sé staður fyrir Ísland. „En ég er alveg sannfærð um að ég ætti betra með að mynda mér skoðun um þetta stórmál ef ég hefði í höndunum samningsdrög á milli þessa stóra sambands og þessa litla ríkis Íslands,“ sagði hún í kjölfarið. „Ég er líka alveg sannfærð um að þjóðinni sé treystandi til að ganga til atkvæða um í fyrsta lagi að kjósa um framhald viðræðnanna og í öðru lagi að kjósa um hvort Ísland skuli ganga í sambandið eða ekki.“ Á þriðja þúsund manns eru taldir hafa sótt fundinn í dag.
ESB-málið Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira