Körfubolti

Fjölnismenn náðu öðru sætinu - úrslitakeppni 1. deildar klár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Róbert Sigurðsson var með þrennu í kvöld.
Róbert Sigurðsson var með þrennu í kvöld. Vísir/Vilhelm
Fjölnismenn tryggðu sér í kvöld annað. sætið í 1.deild karla í körfubolta og þar með heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina sem er framundan. Fjölnismen unnu fjóra síðustu leikina sína og hafa unnið 8 af 10 leikjum sínum eftir áramót.

Fjölnismenn unnu 109-82 sigur á ÍA í kvöld á sama tíma og Þórsarar töpuðu 73-106 á móti Breiðabliki. Bæði Fjölnir og Þór eru með 26 stig en Grafarvogsliðið er ofar á betri árangri í innbyrðisviðureignum.

Daron Lee Sims skoraði 38 stig fyrir Fjölni í kvöld og Róbert Sigurðsson náði flottri þrennu, skoraði 15 stig, gaf 15 stoðsendingar og tók 11 fráköst.

Þorsteinn Gunnlaugsson skoraði 27 stig fyrir Breiðablik og Jerry Lewis Hollis var með 21 stig. Þeir Björn Kristjánsson og Pálmi Geir Jónsson skoruðu síðan báðir 16 stig. Ólafur Aron Ingvason var stigahæstur hjá Þór með 22 stig.

Tindastóll vann 1. deildina með talsverðum yfirburðum og er komið upp í Dominos-deildina en næstu fjögur liðin fara í úrslitakeppni þar sem eitt sæti er í boði. KFÍ og Valur féllu úr úrvalsdeildinni.

Fjölnir mætir Breiðabliki en Þór tekur á móti Hetti. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki tryggir sér sæti í lokaúrslitunum um laust sæti í Dominos-deild karla. Úrslitakeppnin hefst eftir eina viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×