Sögulegur árangur Cocks Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. mars 2014 22:30 Cocks-menn eru komnir í átta liða úrslit. Mynd/Heimasíða Cocks. Finnska handboltaliðið Cocks er að endurskrifa handboltasöguna þar í landi en liðið er komið alla leið í átta liða úrslit Áskorendabikars Evrópu. Svo langt hefur finnskt lið aldrei áður komist í Evrópukeppni. Finnar hafa lengið staðið í skugganum á hinum Norðurlandaþjóðunum þegar kemur að handbolta en Cocks-menn gera það nú gott og eiga möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar. Cocks vann fyrst ítalska liðið Pallamano Pressano, samanlagt 57-45, í tveimur leikjum í þriðju umferð mótsins áður en HC Spartak frá Búlgaríu var niðurlægt, 68-39. Næst mætir Cocks RK Metaloplastika Sabac frá Serbíu og fer fyrri leikurinn fram í Hyvinkään-höllinni Finnlandi á morgun. „Það virðist vera að við séum með besta lið Cocks frá upphafi. Við erum að spila vel en vissulega hafa handboltaguðirnir verið okkur hliðhollir,“ segir Kaj Kekki, þjálfari liðsins, á vef evrópska handknattleikssambandsins. „Það skiptir okkur engu máli að við höfum bætt besta árangur Finna í Evrópukeppni. Það góða er að við erum búnir að vinna alla fjóra leikina og okkur þyrstir í meira.“Tíu prósent allra finnskra handbolta manna í Cocks Cocks-liðið kemur frá bænum Riihimäki sem er rétt tæpum 70km frá Helsinki en þar búa tæplega 30.000 manns. Um 3.000 Finnar æfa handbolta og eru 300 þeirra eru skráðir í Cocks. Félagið hefur því innanborðs um tíu prósent allra þeirra sem æfa handbolta í landinu. Riihimäki er svo sannarlega handboltaborg Finnlands. Cocks er á toppnum í finnsku deildinni auk þess sem það er í þriðja sæti í Eystrasaltsdeildinni þar sem spila lið frá Eistlandi, Lettlandi, Hvíta-Rússlandi, Finnlandi og Litháen. „Að spila í þeirri deild gefur okkur mikla reynslu í alþjóðlegum handbolta. Félagið hefur spilað í henni í sex ár og síðasta sumar ákváðum við að taka næsta skref og skrá okkur í Áskorendabikarann. Það er svolítið erfitt að meta hvað við getum farið langt í Evrópu því við höfum ekki séð öll liðin spila ennþá,“ segir Kaj Kekki. Hér að neðan má sjá fyrri leik Cocks gegn ítalska liðinu Pallamano Pressano í þriðju umferð Áskorendabikarsins. Cocks-menn eru rauðir. Handbolti Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Finnska handboltaliðið Cocks er að endurskrifa handboltasöguna þar í landi en liðið er komið alla leið í átta liða úrslit Áskorendabikars Evrópu. Svo langt hefur finnskt lið aldrei áður komist í Evrópukeppni. Finnar hafa lengið staðið í skugganum á hinum Norðurlandaþjóðunum þegar kemur að handbolta en Cocks-menn gera það nú gott og eiga möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar. Cocks vann fyrst ítalska liðið Pallamano Pressano, samanlagt 57-45, í tveimur leikjum í þriðju umferð mótsins áður en HC Spartak frá Búlgaríu var niðurlægt, 68-39. Næst mætir Cocks RK Metaloplastika Sabac frá Serbíu og fer fyrri leikurinn fram í Hyvinkään-höllinni Finnlandi á morgun. „Það virðist vera að við séum með besta lið Cocks frá upphafi. Við erum að spila vel en vissulega hafa handboltaguðirnir verið okkur hliðhollir,“ segir Kaj Kekki, þjálfari liðsins, á vef evrópska handknattleikssambandsins. „Það skiptir okkur engu máli að við höfum bætt besta árangur Finna í Evrópukeppni. Það góða er að við erum búnir að vinna alla fjóra leikina og okkur þyrstir í meira.“Tíu prósent allra finnskra handbolta manna í Cocks Cocks-liðið kemur frá bænum Riihimäki sem er rétt tæpum 70km frá Helsinki en þar búa tæplega 30.000 manns. Um 3.000 Finnar æfa handbolta og eru 300 þeirra eru skráðir í Cocks. Félagið hefur því innanborðs um tíu prósent allra þeirra sem æfa handbolta í landinu. Riihimäki er svo sannarlega handboltaborg Finnlands. Cocks er á toppnum í finnsku deildinni auk þess sem það er í þriðja sæti í Eystrasaltsdeildinni þar sem spila lið frá Eistlandi, Lettlandi, Hvíta-Rússlandi, Finnlandi og Litháen. „Að spila í þeirri deild gefur okkur mikla reynslu í alþjóðlegum handbolta. Félagið hefur spilað í henni í sex ár og síðasta sumar ákváðum við að taka næsta skref og skrá okkur í Áskorendabikarann. Það er svolítið erfitt að meta hvað við getum farið langt í Evrópu því við höfum ekki séð öll liðin spila ennþá,“ segir Kaj Kekki. Hér að neðan má sjá fyrri leik Cocks gegn ítalska liðinu Pallamano Pressano í þriðju umferð Áskorendabikarsins. Cocks-menn eru rauðir.
Handbolti Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn