Yfirvofandi sexföldun vaxta í Bretlandi Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2014 11:04 Breskir húsnæðiseigendur eiga nú yfirvofandi mikla hækkun af greiðslum húsnæðislána. Forstjóri Bank of England segir að vextir muni líklega hækka sexfalt, þ.e. úr 0,5% í 3% til ársins 2017. Ástæða þess er að breskt efnahagslíf er í mestun vexti allra landa í hinum þróaða heimi. Það að vextir verði 3% kann að teljast eðlilegra en þeir vextir sem nú bjóðast. Það finnst að minnsta kosti fjármagnseigendum sem ekki hafa ávaxtað pund sitt vel síðastliðin sex ár, en lágvaxtastefna hefur verið við líði allan þann tíma til að örva efnahagslífið. Ekki er víst að lántakendur verði eins hressir með þessa yfirvofandi hækkun vaxta, þó þeir fari nú ekki í himinhæðir, sérstaklega í samanburði við vexti hér á Íslandi. Hagvöxtur í Bretlandi stefnir í 3,3% hagvöxt einungis á fyrri helmingi þessa árs og slær það við öllum öðrum G7 löndum. Þessi efnahagsuppgangur kemur í kjölfar mestu lægðar efnahagslífsins frá síðari heimsstyrjöld. Vextir hafa aldrei verið svo lágir sem nú, enda fjári nærri núllinu og svo sem ekki annað fyrirsjánlegt en að þeir myndu hækka. Vextir hafa verið svona lágir frá árinu 2009. Fjármagnseigendur hafa ekki verið öfundsverðir en húsnæðiskaupendur hafa á hinn bóginn notið góðs af. Húsnæðisverð hefur rokið upp að undanförnu. Áhyggjur eru því skiljanlegar af því að þeir sem keypt hafa húsnæði að á undanförnum árum verði í erfiðleikum við afborganir þegar þessar vaxtahækkanir ganga í garð. Hækkun vaxta úr 0,5% í 3% á 150.000 punda húsnæðisláni kemur til með að hækka afborgun þess um 43.000 krónur á mánuði og ekki er víst að allir standi undir því. Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Forstjóri Bank of England segir að vextir muni líklega hækka sexfalt, þ.e. úr 0,5% í 3% til ársins 2017. Ástæða þess er að breskt efnahagslíf er í mestun vexti allra landa í hinum þróaða heimi. Það að vextir verði 3% kann að teljast eðlilegra en þeir vextir sem nú bjóðast. Það finnst að minnsta kosti fjármagnseigendum sem ekki hafa ávaxtað pund sitt vel síðastliðin sex ár, en lágvaxtastefna hefur verið við líði allan þann tíma til að örva efnahagslífið. Ekki er víst að lántakendur verði eins hressir með þessa yfirvofandi hækkun vaxta, þó þeir fari nú ekki í himinhæðir, sérstaklega í samanburði við vexti hér á Íslandi. Hagvöxtur í Bretlandi stefnir í 3,3% hagvöxt einungis á fyrri helmingi þessa árs og slær það við öllum öðrum G7 löndum. Þessi efnahagsuppgangur kemur í kjölfar mestu lægðar efnahagslífsins frá síðari heimsstyrjöld. Vextir hafa aldrei verið svo lágir sem nú, enda fjári nærri núllinu og svo sem ekki annað fyrirsjánlegt en að þeir myndu hækka. Vextir hafa verið svona lágir frá árinu 2009. Fjármagnseigendur hafa ekki verið öfundsverðir en húsnæðiskaupendur hafa á hinn bóginn notið góðs af. Húsnæðisverð hefur rokið upp að undanförnu. Áhyggjur eru því skiljanlegar af því að þeir sem keypt hafa húsnæði að á undanförnum árum verði í erfiðleikum við afborganir þegar þessar vaxtahækkanir ganga í garð. Hækkun vaxta úr 0,5% í 3% á 150.000 punda húsnæðisláni kemur til með að hækka afborgun þess um 43.000 krónur á mánuði og ekki er víst að allir standi undir því.
Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira