Umfjöllun: Frakkland - Ísland 25-19 | Kaflaskiptur leikur íslenska liðsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. mars 2014 00:01 Þórey Rósa Stefánsdóttir. Vísir/Valli Franska liðið reyndist einu númeri of stórt fyrir íslenska landsliðið í handbolta í undankeppni Evrópumeistaramóts kvenna í dag. Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik en slakur kafli liðsins í seinni hálfleik reyndist liðinu dýrkeyptur. Í fyrri leik liðanna leiddi franska liðið frá fyrstu mínútu en það var allt annað upp á teningunum í dag. Það var gríðarlega mikil stemming hjá íslenska liðinu strax frá fyrstu mínútu og var spilamennska liðsins í fyrri hálfleik nánast óaðfinnanleg. Franska liðið sigraði fyrri leik liðanna miðvikudaginn síðastliðinn nokkuð örugglega með sex mörkum. Franska liðinu dugði eitt stig til að tryggja sæti sitt á EM í Ungverjalandi og Króatíu. Strax á upphafsmínútum leiksins mátti sjá einbeitinguna í leikmönnum íslenska landsliðsins og komu þrjú af fyrstu sex mörkum liðsins úr hraðaupphlaupum eftir frábæran varnarleik. Þrátt fyrir að franska liðinu hafi tekist að ná taki á leiknum setti íslenska liðið aftur í gír og keyrði á franska liðið. Þjálfari franska liðsins reyndi áherslubreytingar en franska liðið náði ekki að stöðva íslenska liðið og tóku stelpurnar okkar þriggja marka forskot inn í hálfleik í stöðunni 13-10. Karen Knútsdóttir átti stórleik í fyrri hálfleik með sjö mörk, þar af komu fimm þeirra af vítalínunni en íslensku stelpurnar voru duglegar að sækja víti í leiknum. Líkt og íslenska liðið fékk sannkallaða draumabyrjun í fyrri hálfleik fékk franska liðið draumabyrjun í þeim seinni. Franska liðið náði að jafna leikinn eftir aðeins tveggja mínútna leik og skiptust liðin á forskotinu fyrstu tíu mínútur hálfleiksins. Þá kom hinsvegar slakur kafli íslenska liðsins sem skoraði aðeins eitt mark á sautján mínútum og franska liðið seig fram úr og vann að lokum öruggan sigur. Þrátt fyrir að varnarleikurinn væri flottur gekk íslenska liðinu illa að sækja eftir að franska liðið klippti á Kareni um miðbik seinni hálfleiks. Það varð á endanum banabiti íslenska liðsins sem skoraði aðeins tvö mörk á seinustu átján mínútum leiksins. Karen átti flottan leik í íslenska liðinu með átta mörk en Hildur Þorgeirsdóttir bætti við þremur. Í markinu stóð Íris Björk Símonardóttir vakt sína ágætlega, varði 13 bolta af 38 eða 34% markvarsla. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Franska liðið reyndist einu númeri of stórt fyrir íslenska landsliðið í handbolta í undankeppni Evrópumeistaramóts kvenna í dag. Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik en slakur kafli liðsins í seinni hálfleik reyndist liðinu dýrkeyptur. Í fyrri leik liðanna leiddi franska liðið frá fyrstu mínútu en það var allt annað upp á teningunum í dag. Það var gríðarlega mikil stemming hjá íslenska liðinu strax frá fyrstu mínútu og var spilamennska liðsins í fyrri hálfleik nánast óaðfinnanleg. Franska liðið sigraði fyrri leik liðanna miðvikudaginn síðastliðinn nokkuð örugglega með sex mörkum. Franska liðinu dugði eitt stig til að tryggja sæti sitt á EM í Ungverjalandi og Króatíu. Strax á upphafsmínútum leiksins mátti sjá einbeitinguna í leikmönnum íslenska landsliðsins og komu þrjú af fyrstu sex mörkum liðsins úr hraðaupphlaupum eftir frábæran varnarleik. Þrátt fyrir að franska liðinu hafi tekist að ná taki á leiknum setti íslenska liðið aftur í gír og keyrði á franska liðið. Þjálfari franska liðsins reyndi áherslubreytingar en franska liðið náði ekki að stöðva íslenska liðið og tóku stelpurnar okkar þriggja marka forskot inn í hálfleik í stöðunni 13-10. Karen Knútsdóttir átti stórleik í fyrri hálfleik með sjö mörk, þar af komu fimm þeirra af vítalínunni en íslensku stelpurnar voru duglegar að sækja víti í leiknum. Líkt og íslenska liðið fékk sannkallaða draumabyrjun í fyrri hálfleik fékk franska liðið draumabyrjun í þeim seinni. Franska liðið náði að jafna leikinn eftir aðeins tveggja mínútna leik og skiptust liðin á forskotinu fyrstu tíu mínútur hálfleiksins. Þá kom hinsvegar slakur kafli íslenska liðsins sem skoraði aðeins eitt mark á sautján mínútum og franska liðið seig fram úr og vann að lokum öruggan sigur. Þrátt fyrir að varnarleikurinn væri flottur gekk íslenska liðinu illa að sækja eftir að franska liðið klippti á Kareni um miðbik seinni hálfleiks. Það varð á endanum banabiti íslenska liðsins sem skoraði aðeins tvö mörk á seinustu átján mínútum leiksins. Karen átti flottan leik í íslenska liðinu með átta mörk en Hildur Þorgeirsdóttir bætti við þremur. Í markinu stóð Íris Björk Símonardóttir vakt sína ágætlega, varði 13 bolta af 38 eða 34% markvarsla.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira