Umfjöllun og viðtöl: KR - Snæfell 101-84 | Sópurinn á lofti í Vesturbænum Kristinn Páll Teitsson í DHL-höllinni skrifar 27. mars 2014 14:40 KR-ingar fagna eftir leik í kvöld. KR varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta með öruggum 17 stiga sigri á Snæfelli í DHL-höllinni. Gestirnir úr Stykkishólmi voru komnir með bakið upp við vegg eftir að tvo tapleiki í leikjum liðanna í úrslitakeppninni og tap í kvöld þýddi snemmbúið sumarfrí. Óhætt er að segja að KR-ingar hafi komið tilbúnir í leikinn, eftir rúmlega eina mínútu neyddist Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells að taka leikhlé í stöðunni 10-2 og setti það tóninn fyrir fyrsta leikhluta. Heimamenn höfðu undirtökin allan leikhlutan og tóku verðskuldað tíu stiga forskot inn í annan leikhluta. Í upphafi annars leikhluta var það Finnur Atli Magnússon, fyrrum leikmaður KR sem stal senunni og náði Snæfell forskotinu um miðbik leikhlutans. Þetta virtist vekja KR-inga sem náðu aftur sjö stiga forskoti undir lok annars leikhluta. Demond Watt Jr. átti flottar rispur í leikhlutanum en hann skilaði 13 stigum í leikhlutanum. Liðin skiptust á fínum rispum í þriðja leikhluta þar sem munurinn var minnst fjögur stig en þrettán stig þegar mest var og höfðu KR-ingar allan tímann undirtökin. Á lokasekúndum leikhlutans setti Helgi Már Magnússon niður þrist og Darri Hilmarsson fylgdi með tvist sem kom muninum aftur upp í þrettán stig fyrir lokaleikhluta leiksins. Forskoti KR-inga var aldrei ógnað í fjórða leikhluta og fór forskotið upp í sautján stig um tíma. Þrátt fyrir ágætis takta náðu leikmenn Snæfells aldrei að ógna forskoti KR og lauk leiknum með öruggum fjórtán stiga sigri. Demond Watt fór fyrir liði KR-inga með 27 stig og 12 fráköst ásamt því að Pavel Ermolinskij setti niður fimmtán stig, gaf 18 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Í liði Snæfells var Sigurður Á. Þorvaldsson atkvæðamestur með 22 stig og tók niður 13 fráköst.KR-Snæfell 101-84 (28-18, 25-28, 26-23, 22-15)KR: Demond Watt Jr. 27/12 fráköst/3 varin skot, Martin Hermannsson 20, Helgi Már Magnússon 17/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 15/9 fráköst/18 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 9/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 7, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 4, Ólafur Már Ægisson 2, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Jón Orri Kristjánsson 0, Högni Fjalarsson 0, Illugi Steingrímsson 0.Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 22/13 fráköst, Travis Cohn III 20/5 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 16, Finnur Atli Magnússon 13/3 varin skot, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Stefán Karel Torfason 5/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 3/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 0, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0, Snjólfur Björnsson 0, Kristján Pétur Andrésson 0. Finnur: Vill enginn körfuboltamaður fara í frí í mars„Við erum gífurlega ánægðir með að klára þetta í þremur leikjum, það var markmiðið fyrir seríuna þótt spilamennskan hefði mátt vera betri," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Við spiluðum eins vel og við þurftum, það var flott að sjá Demond stíga upp í þessu einvígi og við hlökkum bara til framhaldsins í úrslitakeppninni," Leikmenn Snæfells voru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins og börðust vel í leiknum. „Þetta er oft svona, þeir voru að berjast fyrir lífi sínu í úrslitakeppninni og börðust vel. Það vill enginn körfuboltamaður vera kominn í sumarfrí áður en mars klárast. Sigurður Þorvalds kom sterkur inn hjá þeim og það var gaman að sjá Finn Atla í dag en varnarlega vorum við of oft á hælunum," Finnur Atli Magnússon átti fínar rispur í liði Snæfells gegn sínum gömlu félögum. „Hann spilaði á sinni getu í kvöld, hann er hæfileikaríkur maður og KR-ingur í húð og hár. Maður er búinn að bíða eftir að hann sýni sitt rétta andlit eftir þessi erfiðu meiðsli og veikindi en hann sýndi hvað hann getur," Bróðir hans, Helgi Már setti niður marga mikilvæga þrista í leiknum. „Hann fær sennilega minnstu athyglina í liðinu okkar en er gríðarlega mikilvægur. Hann bindir liðið saman, þegar hann dettur í gírinn virðist allt liðið hrökkva í gír," Það eru engir óskamótherjar í næstu umferð að mati Finns. „Okkar hlakkar bara til að takast á við næsta verkefni og vonandi þurfum við ekki að bíða of lengi eftir fyrsta leik. Við ætlum okkur alla leið og það er okkar að framkvæma það," sagði Finnur að lokum. Ingi: Sé ekkert lið stoppa KR„Með allri virðingu fyrir okkur sjálfum vorum við að mæta lang besta liði landsins hér í kvöld og ég sé ekkert lið stoppa þá," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, hreinskilinn eftir leikinn. „Þegar þú spilar á móti KR ertu ekkert að reyna að stoppa einn eða tvo leikmenn. Það er frábær boltahreyfing og menn tilbúnir að hjálpa hvor öðrum. Allir leikmennirnir bera virðingu fyrir hvor öðrum og spilamennskan er þannig að eina sem getur stoppað þá í vetur eru þeir sjálfir." „Ég ber mikla virðingu fyrir því sem Finnur og leikmennirnir hans eru búnir að gera hérna. Það er ekki auðvelt að vera með jafn marga góða leikmenn en þeir eru vel samstilltir og skilja sín hlutverk," Ingi neyddist til að taka leikhlé eftir rúmlega mínútu þegar staðan var 10-2 fyrir KR. „Ég henti kananum útaf, hann nennti ekki að spila vörn í byrjun og við náðum að jafna. Við lögðum okkur alla fram hérna í dag og náðum forskotinu nokkrum sinnum en ef þú ætlar að vinna KR þá geturu ekki leyft þeim að skora 100 stig." „Við vorum að gera mun betur en í fyrri leikjunum á þessum grunnatriðum, við vorum árásargjarnari í sóknarleiknum en hlutirnir duttu ekki með okkur í varnarleiknum. Þeir eru með gríðarlega heildsteypt lið sem ég ber mikla virðingu fyrir," Ingi var ekki ánægður með árangur tímabilsins. „Við förum ósáttir frá tímabilinu, við ætluðum ekki að detta út í fyrstu umferð. Við hefðum viljað ná sjötta sæti og það munaði ekki miklu. En svona er körfubolti, við lentum í þessu og verkefnið var einfaldlega of stórt fyrir okkur," Pavel: Vonandi drífur Finnur sig heim„Við lögðum upp með að klára þetta í þremur leikjum og þetta voru þrír nokkuð þægilegir leikir," sagði Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, eftir leikinn. „Þeir hittu betur í dag en í síðustu tveimur leikjum og við lentum í meiri vandræðum með þá. Það var töluvert meiri mótspyrna í kvöld heldur en í fyrstu tveimur leikjunum," KR-ingum gekk illa að hrista gestina af sér þrátt fyrir að hafa undirtökin allan leikinn. „Við spiluðum nokkuð þétt í gegn um leikinn fyrir utan stuttan kafla sem þeir hittu vel og náðu forskotinu. Við vissum að þeir myndu hætta að hitta jafn vel á einhverjum tímapunkti og við spiluðum bara okkar leik," KR varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sig í undanúrslitin en Pavel á sér enga óskamótherja. „Við þurfum ekkert að einbeita okkur á móti hverjum við spilum, það eru heldur liðin sem við mætum. Við reynum að spila okkar körfubolta og breytum engu eftir mótherja. Stjarnan virðist vera líklegasti mótherjinn út frá því hvernig serían þeirra er en Keflavík gæti snúið taflinu við. Það er í raun enginn óska mótherji, við spilum bara okkar leik," Góð rispa í öðrum leikhluta kom Snæfelli aftur inn í leikinn og fór fyrrum liðsfélagi Pavels, Finnur Atli fyrir liði sínu. „Finnur er rosalega flottur og það er leiðinlegt hvernig veturinn hans hefur verið. Hann var á gamla heimavellinum sínum og við vonum bara að hann drífi sig heim," sagði Pavel léttur í lokin.Leik lokið | 101-84: KR sópar Snæfell úr úrslitakeppninni. Þeir þurftu að hafa helling fyrir leiknum í kvöld en vinna að lokum öruggan sigur. 38 mín. | 98-84: Pavel fer á línuna og gengur endanlega frá þessu þegar tæplega tvær mínútur eru eftir á klukkunni. 37 mín. | 97-82: KR-ingar taka langar sóknir og reyna að brenna klukkuna á meðan gestirnir reyna að setja allt í botn. 36 mín. | 94-80: Travis Cohn hinn þriðji setur aðeins niður eitt vítaskot af tveimur. Þeir mega ekki klikka á svona hlutum ef þeir ætla að snúa taflinu við á lokamínútum leiksins. 35 mín. | 90-76: Brynjar Þór með þrist þegar fimm mínútur eru eftir. Róðurinn þyngist með hverri sekúndu fyrir gestina þótt ekkert sé útilokað. 33 mín. | 85-72: Pavel keyrir inn á körfuna, setur skotið niður og fær vítaskot sem hann sallar niður. Munurinn kominn upp í þréttan stig þegar rúmlega sjö mínútur eru eftir. 32 mín. | 79-72: Stuðningsmenn KR eru ósáttir og vilja fá skref er Sigurður Þorvaldsson setur niður þrist. Þriðja leikhluta lokið: Fjórða og síðasta Dominos skotið klikkar. Það fer því enginn heim í kvöld með ársbirgðir af pizzu, gjaldkeri Dominos tekur því eflaust fagnandi. Þriðja leikhluta lokið | 79-66: Helgi Már setur niður sinn fimmta þrist í kvöld og Darri bætir við tveimur stigum á lokasekúndum leikhlutans. Leikmenn Snæfells hafa tíu mínútur til að reyna að bjarga tímabilinu. 29. mín | 74-69: Góð rispa hjá gestunum og munurinn skyndilega kominn niður í fimm stig. Ótrúlegt. 27. mín | 74-61: Góður kafli hjá heimamönnum, þeir hafa leitt með tuttugu stigum í lok þriðja leikhluta í báðum leikjum liðanna hingað til og spurning hvort þeir nái því aftur. 25. mín | 67-57: Darri Hilmars með þrist og Martin Hermanns með annan þrist og munurinn skyndilega kominn í tíu stig aftur. Þetta er fljótt að breytast. 24. mín | 61-57: Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR tekur leikhlé. Leikmönnum hans gengur illa að stöðva Travis Cohn sem er að leika vel í upphafi þriðja leikhluta. 21. mín | 56-50: Helgi Már setti niður þrist í upphafi leikhlutans en gestirnir svara með tveimur körfum. Hálfleikstölfræði: Óhætt að segja að annar leikhluti hafi verið leikhluti Demond Watt, hann skilaði þrettán stigum í leikhlutanum og er kominn með alls nítján stig. Pavel er einni stoðsendingu og tveimur stigum frá tvöfaldri tvennu. Í liði Snæfells er það Finnur Atli sem er stigahæstur með tólf stig úr aðeins fimm skotum, ekki amalegt það. Hálfleikur | 53-46: Gestirnir úr Stykkishólmi byrjuðu leikhlutann betur og náðu forskotinu um miðbik hálfleiksins en KR-ingar náðu góðu forskoti aftur á lokamínútum leikhlutans þegar þriggja stiga skotin byrjuðu að detta 18. mín | 49-42: Þetta vakti stuðningsmennina, Martin stelur boltanum og sendir háa sendingu á Demond sem treður með látum. 17. mín | 45-40: Loksins fara þristarnir að detta hjá KR-ingum, Pavel og Helgi Már setja niður sitt hvorn og skyndilega eru heimamenn búnir að ná forskotinu aftur. 16. mín | 36-37: Eftir að hafa aðeins hitt úr einu þriggja stiga skoti úr sjö tilraunum eru gestirnir að hitna, þrjár af síðustu fimm tilraunum hafa endað ofan í. 14. mín | 30-31: Finnur Atli setur átta stig í andlitið á sínum fyrrum liðsfélögum á örfáum mínútum. Báðum liðum hefur gengið illa fyrir utan þriggja stiga línuna en Finnur virðist vera að hitna. 12. mín | 28-23: Sveinn Arnar með þrist og Travis Cohn setur niður tvö vítaskot og munurinn skyndilega kominn niður í fimm stig. Þetta er fljótt að gerast. Fyrsta leikhluta lokið | 28-18: Demond Watt með nokkur atriði fyrir sjónvarpið hér í fyrsta leikhluta. Flottar troðslur, flott blokkering en lenti einnig í ökklabrjót. Martin Hermanns verið ferskur í liði heimamanna með átta stig. 8. mín | 22-16: Travis Cohn þriðji sýnir hraða sinn, keyrir upp völlinn og nær að skilja nokkra varnarmenn eftir í leiðinni. 6. mín | 16-8: Demond Watt treður með látum yfir Jón Ólaf í baráttu um frákast sem vekur kátínu stuðningsmanna KR. Strax í næstu sókn setur Helgi Már niður fyrsta þrist kvöldsins. 4. mín | 10-8: Demond Watt kominn einn inn á körfuna en sér að Martin er galopinn í horninu og sendir á hann en skot bakvarðarins klikkar. Góður kafli hjá gestunum sem hafa verið að fá fín skotfæri inn í teignum hjá KR. 3. mín | 10-2: Heimamenn að spila fínan sóknarleik í upphafi leiks, eru að fá góð færi og að hitta. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells ekki lengi að taka leikhlé. 1. mín | 0-0: Þá hefst veislan! Demond Watt Jr. tekur uppkastið og heimamenn halda í sókn. Fyrir leik: Fimm mínútur til leiks og þokkaleg mæting þegar leikmenn eru kynntir til leiks. Stuðningsmenn KR standa upp og klappa fyrir sínum mönnum. Fyrir leik: Heimamenn skjótast inn í búningsklefa í smá en fá lófatak frá stuðningsmönnum þegar þeir snúa aftur á völlinn. Tíu mínútur í leik og allt að verða klárt. Fyrir leik: Höfðingjaleg heimsókn, þegar labbað var að KR heimilinu ilmaði nágrennið af hamborgaralykt og rétt í þessu kom einn starfsmaður með hina fínustu hamborgara fyrir blaðamenn. Fyrir leik: Dómaratríó kvöldsins er líkt því sem tók fyrsta leik liðanna, þeir Jón Bender og Ísak Ernir Kristinsson eru mættir á ný en Eggert Þór Aðalsteinsson tekur stöðu Leifs Sigfinns. Fyrir leik: Í spá þjálfara fyrir úrslitakeppnina voru flestir á því að KR myndi sigra þetta einvígi nokkuð örugglega. Enginn gaf Snæfell meira en einn sigurleik en fari svo að heimamenn sigri í kvöld verður það í fyrsta sinn sem einvígi þessara liða vinnst ekki í oddaleik. Liðin hafa mæst fjórum sinnum í úrslitakeppninni og hefur einvígið alltaf klárast í oddaleik. Fyrir leik: Pavel Ermolinskij fór á kostum í leikjum liðanna í deildarkeppninin þar sem hann skilaði þrefaldri tvennu í tveimur sigurleikjum. Hann hefur ekki náð þrefaldri tvennu hingað til í úrslitakeppninni en aldrei að vita að það komi í kvöld. Fyrir leik: Í fyrstu tveimur leikjum liðanna í úrslitakeppninni hafa KR-ingar unnið nokkuð sannfærandi. Í báðum leikjum hafa KR-ingar tekið tuttugu stiga forskot eða meira inn í fjórða leikhluta. Fyrir leik: Leikurinn er að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Vísi en fyrir þá sem vilja enn betur er hægt að sjá leikinn í beinni á netinu í boði KR TV. Fyrir leik: Gestirnir munu eflaust selja sig dýrt í kvöld, tapi þeir þessum leik geta þeir dregið upp sólgleraugun þar sem tap þýðir sumarfrí. Að sama skapi getur KR tryggt sig fyrst liða í næstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrir leik: Búið að opna hurðina þegar hálftími er í leik hér í DHL höllinni, vonumst eftir góðri mætingu og flottum leik. Fyrir leik: Velkomin í beina lýsingu frá leik KR og Snæfells hér á Vísi. Dominos-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
KR varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sæti sitt í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta með öruggum 17 stiga sigri á Snæfelli í DHL-höllinni. Gestirnir úr Stykkishólmi voru komnir með bakið upp við vegg eftir að tvo tapleiki í leikjum liðanna í úrslitakeppninni og tap í kvöld þýddi snemmbúið sumarfrí. Óhætt er að segja að KR-ingar hafi komið tilbúnir í leikinn, eftir rúmlega eina mínútu neyddist Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells að taka leikhlé í stöðunni 10-2 og setti það tóninn fyrir fyrsta leikhluta. Heimamenn höfðu undirtökin allan leikhlutan og tóku verðskuldað tíu stiga forskot inn í annan leikhluta. Í upphafi annars leikhluta var það Finnur Atli Magnússon, fyrrum leikmaður KR sem stal senunni og náði Snæfell forskotinu um miðbik leikhlutans. Þetta virtist vekja KR-inga sem náðu aftur sjö stiga forskoti undir lok annars leikhluta. Demond Watt Jr. átti flottar rispur í leikhlutanum en hann skilaði 13 stigum í leikhlutanum. Liðin skiptust á fínum rispum í þriðja leikhluta þar sem munurinn var minnst fjögur stig en þrettán stig þegar mest var og höfðu KR-ingar allan tímann undirtökin. Á lokasekúndum leikhlutans setti Helgi Már Magnússon niður þrist og Darri Hilmarsson fylgdi með tvist sem kom muninum aftur upp í þrettán stig fyrir lokaleikhluta leiksins. Forskoti KR-inga var aldrei ógnað í fjórða leikhluta og fór forskotið upp í sautján stig um tíma. Þrátt fyrir ágætis takta náðu leikmenn Snæfells aldrei að ógna forskoti KR og lauk leiknum með öruggum fjórtán stiga sigri. Demond Watt fór fyrir liði KR-inga með 27 stig og 12 fráköst ásamt því að Pavel Ermolinskij setti niður fimmtán stig, gaf 18 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Í liði Snæfells var Sigurður Á. Þorvaldsson atkvæðamestur með 22 stig og tók niður 13 fráköst.KR-Snæfell 101-84 (28-18, 25-28, 26-23, 22-15)KR: Demond Watt Jr. 27/12 fráköst/3 varin skot, Martin Hermannsson 20, Helgi Már Magnússon 17/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 15/9 fráköst/18 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 9/4 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 7, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 4, Ólafur Már Ægisson 2, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Jón Orri Kristjánsson 0, Högni Fjalarsson 0, Illugi Steingrímsson 0.Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 22/13 fráköst, Travis Cohn III 20/5 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 16, Finnur Atli Magnússon 13/3 varin skot, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Stefán Karel Torfason 5/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 3/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 0, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0, Snjólfur Björnsson 0, Kristján Pétur Andrésson 0. Finnur: Vill enginn körfuboltamaður fara í frí í mars„Við erum gífurlega ánægðir með að klára þetta í þremur leikjum, það var markmiðið fyrir seríuna þótt spilamennskan hefði mátt vera betri," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Við spiluðum eins vel og við þurftum, það var flott að sjá Demond stíga upp í þessu einvígi og við hlökkum bara til framhaldsins í úrslitakeppninni," Leikmenn Snæfells voru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins og börðust vel í leiknum. „Þetta er oft svona, þeir voru að berjast fyrir lífi sínu í úrslitakeppninni og börðust vel. Það vill enginn körfuboltamaður vera kominn í sumarfrí áður en mars klárast. Sigurður Þorvalds kom sterkur inn hjá þeim og það var gaman að sjá Finn Atla í dag en varnarlega vorum við of oft á hælunum," Finnur Atli Magnússon átti fínar rispur í liði Snæfells gegn sínum gömlu félögum. „Hann spilaði á sinni getu í kvöld, hann er hæfileikaríkur maður og KR-ingur í húð og hár. Maður er búinn að bíða eftir að hann sýni sitt rétta andlit eftir þessi erfiðu meiðsli og veikindi en hann sýndi hvað hann getur," Bróðir hans, Helgi Már setti niður marga mikilvæga þrista í leiknum. „Hann fær sennilega minnstu athyglina í liðinu okkar en er gríðarlega mikilvægur. Hann bindir liðið saman, þegar hann dettur í gírinn virðist allt liðið hrökkva í gír," Það eru engir óskamótherjar í næstu umferð að mati Finns. „Okkar hlakkar bara til að takast á við næsta verkefni og vonandi þurfum við ekki að bíða of lengi eftir fyrsta leik. Við ætlum okkur alla leið og það er okkar að framkvæma það," sagði Finnur að lokum. Ingi: Sé ekkert lið stoppa KR„Með allri virðingu fyrir okkur sjálfum vorum við að mæta lang besta liði landsins hér í kvöld og ég sé ekkert lið stoppa þá," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, hreinskilinn eftir leikinn. „Þegar þú spilar á móti KR ertu ekkert að reyna að stoppa einn eða tvo leikmenn. Það er frábær boltahreyfing og menn tilbúnir að hjálpa hvor öðrum. Allir leikmennirnir bera virðingu fyrir hvor öðrum og spilamennskan er þannig að eina sem getur stoppað þá í vetur eru þeir sjálfir." „Ég ber mikla virðingu fyrir því sem Finnur og leikmennirnir hans eru búnir að gera hérna. Það er ekki auðvelt að vera með jafn marga góða leikmenn en þeir eru vel samstilltir og skilja sín hlutverk," Ingi neyddist til að taka leikhlé eftir rúmlega mínútu þegar staðan var 10-2 fyrir KR. „Ég henti kananum útaf, hann nennti ekki að spila vörn í byrjun og við náðum að jafna. Við lögðum okkur alla fram hérna í dag og náðum forskotinu nokkrum sinnum en ef þú ætlar að vinna KR þá geturu ekki leyft þeim að skora 100 stig." „Við vorum að gera mun betur en í fyrri leikjunum á þessum grunnatriðum, við vorum árásargjarnari í sóknarleiknum en hlutirnir duttu ekki með okkur í varnarleiknum. Þeir eru með gríðarlega heildsteypt lið sem ég ber mikla virðingu fyrir," Ingi var ekki ánægður með árangur tímabilsins. „Við förum ósáttir frá tímabilinu, við ætluðum ekki að detta út í fyrstu umferð. Við hefðum viljað ná sjötta sæti og það munaði ekki miklu. En svona er körfubolti, við lentum í þessu og verkefnið var einfaldlega of stórt fyrir okkur," Pavel: Vonandi drífur Finnur sig heim„Við lögðum upp með að klára þetta í þremur leikjum og þetta voru þrír nokkuð þægilegir leikir," sagði Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, eftir leikinn. „Þeir hittu betur í dag en í síðustu tveimur leikjum og við lentum í meiri vandræðum með þá. Það var töluvert meiri mótspyrna í kvöld heldur en í fyrstu tveimur leikjunum," KR-ingum gekk illa að hrista gestina af sér þrátt fyrir að hafa undirtökin allan leikinn. „Við spiluðum nokkuð þétt í gegn um leikinn fyrir utan stuttan kafla sem þeir hittu vel og náðu forskotinu. Við vissum að þeir myndu hætta að hitta jafn vel á einhverjum tímapunkti og við spiluðum bara okkar leik," KR varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sig í undanúrslitin en Pavel á sér enga óskamótherja. „Við þurfum ekkert að einbeita okkur á móti hverjum við spilum, það eru heldur liðin sem við mætum. Við reynum að spila okkar körfubolta og breytum engu eftir mótherja. Stjarnan virðist vera líklegasti mótherjinn út frá því hvernig serían þeirra er en Keflavík gæti snúið taflinu við. Það er í raun enginn óska mótherji, við spilum bara okkar leik," Góð rispa í öðrum leikhluta kom Snæfelli aftur inn í leikinn og fór fyrrum liðsfélagi Pavels, Finnur Atli fyrir liði sínu. „Finnur er rosalega flottur og það er leiðinlegt hvernig veturinn hans hefur verið. Hann var á gamla heimavellinum sínum og við vonum bara að hann drífi sig heim," sagði Pavel léttur í lokin.Leik lokið | 101-84: KR sópar Snæfell úr úrslitakeppninni. Þeir þurftu að hafa helling fyrir leiknum í kvöld en vinna að lokum öruggan sigur. 38 mín. | 98-84: Pavel fer á línuna og gengur endanlega frá þessu þegar tæplega tvær mínútur eru eftir á klukkunni. 37 mín. | 97-82: KR-ingar taka langar sóknir og reyna að brenna klukkuna á meðan gestirnir reyna að setja allt í botn. 36 mín. | 94-80: Travis Cohn hinn þriðji setur aðeins niður eitt vítaskot af tveimur. Þeir mega ekki klikka á svona hlutum ef þeir ætla að snúa taflinu við á lokamínútum leiksins. 35 mín. | 90-76: Brynjar Þór með þrist þegar fimm mínútur eru eftir. Róðurinn þyngist með hverri sekúndu fyrir gestina þótt ekkert sé útilokað. 33 mín. | 85-72: Pavel keyrir inn á körfuna, setur skotið niður og fær vítaskot sem hann sallar niður. Munurinn kominn upp í þréttan stig þegar rúmlega sjö mínútur eru eftir. 32 mín. | 79-72: Stuðningsmenn KR eru ósáttir og vilja fá skref er Sigurður Þorvaldsson setur niður þrist. Þriðja leikhluta lokið: Fjórða og síðasta Dominos skotið klikkar. Það fer því enginn heim í kvöld með ársbirgðir af pizzu, gjaldkeri Dominos tekur því eflaust fagnandi. Þriðja leikhluta lokið | 79-66: Helgi Már setur niður sinn fimmta þrist í kvöld og Darri bætir við tveimur stigum á lokasekúndum leikhlutans. Leikmenn Snæfells hafa tíu mínútur til að reyna að bjarga tímabilinu. 29. mín | 74-69: Góð rispa hjá gestunum og munurinn skyndilega kominn niður í fimm stig. Ótrúlegt. 27. mín | 74-61: Góður kafli hjá heimamönnum, þeir hafa leitt með tuttugu stigum í lok þriðja leikhluta í báðum leikjum liðanna hingað til og spurning hvort þeir nái því aftur. 25. mín | 67-57: Darri Hilmars með þrist og Martin Hermanns með annan þrist og munurinn skyndilega kominn í tíu stig aftur. Þetta er fljótt að breytast. 24. mín | 61-57: Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR tekur leikhlé. Leikmönnum hans gengur illa að stöðva Travis Cohn sem er að leika vel í upphafi þriðja leikhluta. 21. mín | 56-50: Helgi Már setti niður þrist í upphafi leikhlutans en gestirnir svara með tveimur körfum. Hálfleikstölfræði: Óhætt að segja að annar leikhluti hafi verið leikhluti Demond Watt, hann skilaði þrettán stigum í leikhlutanum og er kominn með alls nítján stig. Pavel er einni stoðsendingu og tveimur stigum frá tvöfaldri tvennu. Í liði Snæfells er það Finnur Atli sem er stigahæstur með tólf stig úr aðeins fimm skotum, ekki amalegt það. Hálfleikur | 53-46: Gestirnir úr Stykkishólmi byrjuðu leikhlutann betur og náðu forskotinu um miðbik hálfleiksins en KR-ingar náðu góðu forskoti aftur á lokamínútum leikhlutans þegar þriggja stiga skotin byrjuðu að detta 18. mín | 49-42: Þetta vakti stuðningsmennina, Martin stelur boltanum og sendir háa sendingu á Demond sem treður með látum. 17. mín | 45-40: Loksins fara þristarnir að detta hjá KR-ingum, Pavel og Helgi Már setja niður sitt hvorn og skyndilega eru heimamenn búnir að ná forskotinu aftur. 16. mín | 36-37: Eftir að hafa aðeins hitt úr einu þriggja stiga skoti úr sjö tilraunum eru gestirnir að hitna, þrjár af síðustu fimm tilraunum hafa endað ofan í. 14. mín | 30-31: Finnur Atli setur átta stig í andlitið á sínum fyrrum liðsfélögum á örfáum mínútum. Báðum liðum hefur gengið illa fyrir utan þriggja stiga línuna en Finnur virðist vera að hitna. 12. mín | 28-23: Sveinn Arnar með þrist og Travis Cohn setur niður tvö vítaskot og munurinn skyndilega kominn niður í fimm stig. Þetta er fljótt að gerast. Fyrsta leikhluta lokið | 28-18: Demond Watt með nokkur atriði fyrir sjónvarpið hér í fyrsta leikhluta. Flottar troðslur, flott blokkering en lenti einnig í ökklabrjót. Martin Hermanns verið ferskur í liði heimamanna með átta stig. 8. mín | 22-16: Travis Cohn þriðji sýnir hraða sinn, keyrir upp völlinn og nær að skilja nokkra varnarmenn eftir í leiðinni. 6. mín | 16-8: Demond Watt treður með látum yfir Jón Ólaf í baráttu um frákast sem vekur kátínu stuðningsmanna KR. Strax í næstu sókn setur Helgi Már niður fyrsta þrist kvöldsins. 4. mín | 10-8: Demond Watt kominn einn inn á körfuna en sér að Martin er galopinn í horninu og sendir á hann en skot bakvarðarins klikkar. Góður kafli hjá gestunum sem hafa verið að fá fín skotfæri inn í teignum hjá KR. 3. mín | 10-2: Heimamenn að spila fínan sóknarleik í upphafi leiks, eru að fá góð færi og að hitta. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells ekki lengi að taka leikhlé. 1. mín | 0-0: Þá hefst veislan! Demond Watt Jr. tekur uppkastið og heimamenn halda í sókn. Fyrir leik: Fimm mínútur til leiks og þokkaleg mæting þegar leikmenn eru kynntir til leiks. Stuðningsmenn KR standa upp og klappa fyrir sínum mönnum. Fyrir leik: Heimamenn skjótast inn í búningsklefa í smá en fá lófatak frá stuðningsmönnum þegar þeir snúa aftur á völlinn. Tíu mínútur í leik og allt að verða klárt. Fyrir leik: Höfðingjaleg heimsókn, þegar labbað var að KR heimilinu ilmaði nágrennið af hamborgaralykt og rétt í þessu kom einn starfsmaður með hina fínustu hamborgara fyrir blaðamenn. Fyrir leik: Dómaratríó kvöldsins er líkt því sem tók fyrsta leik liðanna, þeir Jón Bender og Ísak Ernir Kristinsson eru mættir á ný en Eggert Þór Aðalsteinsson tekur stöðu Leifs Sigfinns. Fyrir leik: Í spá þjálfara fyrir úrslitakeppnina voru flestir á því að KR myndi sigra þetta einvígi nokkuð örugglega. Enginn gaf Snæfell meira en einn sigurleik en fari svo að heimamenn sigri í kvöld verður það í fyrsta sinn sem einvígi þessara liða vinnst ekki í oddaleik. Liðin hafa mæst fjórum sinnum í úrslitakeppninni og hefur einvígið alltaf klárast í oddaleik. Fyrir leik: Pavel Ermolinskij fór á kostum í leikjum liðanna í deildarkeppninin þar sem hann skilaði þrefaldri tvennu í tveimur sigurleikjum. Hann hefur ekki náð þrefaldri tvennu hingað til í úrslitakeppninni en aldrei að vita að það komi í kvöld. Fyrir leik: Í fyrstu tveimur leikjum liðanna í úrslitakeppninni hafa KR-ingar unnið nokkuð sannfærandi. Í báðum leikjum hafa KR-ingar tekið tuttugu stiga forskot eða meira inn í fjórða leikhluta. Fyrir leik: Leikurinn er að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Vísi en fyrir þá sem vilja enn betur er hægt að sjá leikinn í beinni á netinu í boði KR TV. Fyrir leik: Gestirnir munu eflaust selja sig dýrt í kvöld, tapi þeir þessum leik geta þeir dregið upp sólgleraugun þar sem tap þýðir sumarfrí. Að sama skapi getur KR tryggt sig fyrst liða í næstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrir leik: Búið að opna hurðina þegar hálftími er í leik hér í DHL höllinni, vonumst eftir góðri mætingu og flottum leik. Fyrir leik: Velkomin í beina lýsingu frá leik KR og Snæfells hér á Vísi.
Dominos-deild karla Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti