Verða fjögur ný Evrópuríki til? Finnur Thorlacius skrifar 25. mars 2014 11:33 Feneyjar. AP Photo Bylgja sjálfstæðisyfirlýsinga hinna ýmsu svæða innan Evrópu gengur nú yfir. Sú síðasta birtist í atkvæðagreiðslu á Feneyjasvæðinu á Ítalíu í síðustu viku þar sem 89% þeirra 2,4 milljóna íbúa Feneyja og Veneto svæðisins umhverfis Feneyjar greiddu atkvæði með sjálfstæði frá Ítalíu. Kemur þessu niðustaða í kjölfar yfirlýsts sjálfstæðisvilja Skota frá Bretlandi, Katalóníu frá Spáni og Flandurs frá Belgíu. Íbúar þessara svæða eiga það sameiginlegt að vera þreyttir á eigin ríkisstjórnum og því að fjármunir þessara svæða séu notaðir til að halda uppi bágstaddari landssvæðum þeirra landa sem þau tilheyra. Feneyjar voru sjálfstætt borgríki allt til ársins 1866, er þær voru innlimaðar í Ítalíu. Yfirlýst sjálfstæðisbarátta þeirra hefur staðið yfir til margra ára og nú er afstaða íbúanna ljós. Allt annað er uppá teningnum í tilfelli Krím, en þar var kosningin um hverjum íbúar Krímskagans vilja tilheyra ekki borin upp af yfirvöldum í Úkraínu. Þar voru íbúar Krímskaga spurðir eftir að her Rússa hafði í raun yfirtekið landið og íbúarnir voru spurðir af rússneskum yfirvöldum og fáir vita hvernig kosningin í raun fór fram. Íbúar Skotlands, Katalóníu, Flandurs og Feneyja vilja njóta kosta þess að vera Evrópuríki með stuðningi Samevrópska bankans, Evrópusambandsins og NATO, en án þeirra ókosta sem því fylgir að styðja endalaust við veikari svæði þeirra ríkja sem þau nú tilheyra. Þau ríki sem þessi landssvæði tilheyra eru ekki hrifin af þessum sjálfstæðisyfirlýsingum þeirra og þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvort þau munu láta kné fylgja kviði er enn óljóst, en fjölgun ríkja Evrópu er samt líkleg á næstu árum. Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bylgja sjálfstæðisyfirlýsinga hinna ýmsu svæða innan Evrópu gengur nú yfir. Sú síðasta birtist í atkvæðagreiðslu á Feneyjasvæðinu á Ítalíu í síðustu viku þar sem 89% þeirra 2,4 milljóna íbúa Feneyja og Veneto svæðisins umhverfis Feneyjar greiddu atkvæði með sjálfstæði frá Ítalíu. Kemur þessu niðustaða í kjölfar yfirlýsts sjálfstæðisvilja Skota frá Bretlandi, Katalóníu frá Spáni og Flandurs frá Belgíu. Íbúar þessara svæða eiga það sameiginlegt að vera þreyttir á eigin ríkisstjórnum og því að fjármunir þessara svæða séu notaðir til að halda uppi bágstaddari landssvæðum þeirra landa sem þau tilheyra. Feneyjar voru sjálfstætt borgríki allt til ársins 1866, er þær voru innlimaðar í Ítalíu. Yfirlýst sjálfstæðisbarátta þeirra hefur staðið yfir til margra ára og nú er afstaða íbúanna ljós. Allt annað er uppá teningnum í tilfelli Krím, en þar var kosningin um hverjum íbúar Krímskagans vilja tilheyra ekki borin upp af yfirvöldum í Úkraínu. Þar voru íbúar Krímskaga spurðir eftir að her Rússa hafði í raun yfirtekið landið og íbúarnir voru spurðir af rússneskum yfirvöldum og fáir vita hvernig kosningin í raun fór fram. Íbúar Skotlands, Katalóníu, Flandurs og Feneyja vilja njóta kosta þess að vera Evrópuríki með stuðningi Samevrópska bankans, Evrópusambandsins og NATO, en án þeirra ókosta sem því fylgir að styðja endalaust við veikari svæði þeirra ríkja sem þau nú tilheyra. Þau ríki sem þessi landssvæði tilheyra eru ekki hrifin af þessum sjálfstæðisyfirlýsingum þeirra og þar stendur hnífurinn í kúnni. Hvort þau munu láta kné fylgja kviði er enn óljóst, en fjölgun ríkja Evrópu er samt líkleg á næstu árum.
Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira