Tollakerfið er gert til að vernda íslenska verslun Jón Þór Helgason skrifar 15. apríl 2014 15:19 Ég er mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Áhugi minn stafar af því að mig langar að sjá okkar samfélag verða betra. Umræðan um þjóðfélagsmál á að vera um kosti og galla, um langtímaáhrif og markmið. Umræðunni hér á landi er undantekningarlaust snúið í allt aðra átt af hagsmunaaðilum. Umræðan um tollamál er gott dæmi um þetta. Undanfarna mánuði hafa verið margar greinar og fréttir skrifaðar um tollamál hér á landi og snúast þær flestallar um tolla á landbúnaðarvörum. Það er lítil umræða um 15% toll á öllum fatnaði og 10% toll á byggingarvörum. Sumir flokkar innihalda einnig vörugjöld, sjónvörp bera 7,5% toll og 25% vörugjöld, varahlutir í bíla bera 15% vörugjöld, og hlutir eins og boddýhlutir 7,5% toll og 15% vörugjöld. Það er margt annað sem hægt væri að telja upp. En hvað eru vörugjöld? Vörugjöld eru innheimt af innlendum framleiðendum en tollur og vörugjöld eru innheimt af innfluttum vörum. Fyrir þær vörur sem ekki eru framleiddar á Íslandi, eins og varahlutir í bíla eða sjónvörp, eru innheimt bæði tollur og vörugjöld og því má líta á vörugjöldin sem toll á innflutning, því mér vitandi eru engar íslenskar framleiðsluvörur með vörugjöldum. Síðasta áratug hefur netverslun aukist mikið, flutningar eru orðnir ódýrari og erlend verslun aðgengilegri fyrir almenning. Afar auðvelt er að panta vörur á netinu og láta senda þær heim til sín. Það sem takmarkar neytendur í að versla á netinu er tollakerfið. Þegar neytandinn kaupir vörur á netinu þarf hann að greiða álagningu erlends seljenda og síðan virðisaukaskatt viðkomandi lands. Flutningskostnaður er lagður við og síðan eru tollar og vörugjöld reiknuð af því. Að endingu er lagður á virðisaukaskattur, hér á landi. Sam sagt, innkaupaverð neytandans er fullt verð í búð erlendis auk sömu gjalda og sömu tolla og innflytjendur greiða almennt og virðisaukaskattur er greiddur tvisvar sinnum, þ.e. í báðum löndum. Afleiðingin er sú að varan meira en tvöfaldast í verði frá því að kaupmaðurinn erlendis skilar af sér vörunni og fær sitt fyrir viðskiptin, þar til að hún er kominn inní hús hjá íslenskum neytanda. Hér borgar verslunin vissulega tolla og vörugjöld af vörum. En þá er það gert af vörum sem koma hingað á heildsöluverði, sem er mun lægra en útsöluverð úr búð erlendis. Flutningarnir eru mun hagstæðari ef þú flytur inn mikið magn heldur en eitt eintak eins og einstaklingar gera sem flytja inn fyrir sjálfan sig. Hér á landi eru sjónvörp allt að þvi 100% dýrari en í Bretlandi. Ástæðan er tollar og mun hærri álaging hér á landi í krónutölu og í prósentum, allt að tvisvar sinnum hærri. Margar vörur sem við framleiðum ekki eru mun dýrari hér, til að mynda fatnaður og bílavarahlutir. Verslunin hefur engan áhuga á að breyta þessu. Verslunin vill hafa tolla og vörugjöld, því að tollarnir koma í veg fyrir samkeppni erlendis frá. Þess vegna getur verslunin leyft sér hærri álagningu og minni samkeppni. Þess vegna er álagning hér á landi mun hærri en gengur og gerist annars staðar. Framleiðsluvirði íslensks landbúnaðar frá bændum var um 60 milljarðar á síðasta ári, en til samanburðar var velta þriggja stærstu heildsalanna, Innes, 1912 og Íslensk-Ameríska, um 19 milljarðar árið 2010. Því er eftir töluverðu að slægjast við að fella niður innflutningstolla af landbúnaðarvörum. Heildsalarnir fá meira að segja stuðning frá háskólasamfélaginu í málflutningi sínum, en enginn vill hreyfa við versluninni. Félag atvinnurekenda hefur að undanförnu lagt áherslu á að lækka tolla, en einungis á landbúnaðarvörum, ekki á innfluttum vörum. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til af þeim að að berjast fyrir bættum hag neytenda enda er það ekki þeirra hagsmunahópur.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er mikill áhugamaður um þjóðfélagsmál. Áhugi minn stafar af því að mig langar að sjá okkar samfélag verða betra. Umræðan um þjóðfélagsmál á að vera um kosti og galla, um langtímaáhrif og markmið. Umræðunni hér á landi er undantekningarlaust snúið í allt aðra átt af hagsmunaaðilum. Umræðan um tollamál er gott dæmi um þetta. Undanfarna mánuði hafa verið margar greinar og fréttir skrifaðar um tollamál hér á landi og snúast þær flestallar um tolla á landbúnaðarvörum. Það er lítil umræða um 15% toll á öllum fatnaði og 10% toll á byggingarvörum. Sumir flokkar innihalda einnig vörugjöld, sjónvörp bera 7,5% toll og 25% vörugjöld, varahlutir í bíla bera 15% vörugjöld, og hlutir eins og boddýhlutir 7,5% toll og 15% vörugjöld. Það er margt annað sem hægt væri að telja upp. En hvað eru vörugjöld? Vörugjöld eru innheimt af innlendum framleiðendum en tollur og vörugjöld eru innheimt af innfluttum vörum. Fyrir þær vörur sem ekki eru framleiddar á Íslandi, eins og varahlutir í bíla eða sjónvörp, eru innheimt bæði tollur og vörugjöld og því má líta á vörugjöldin sem toll á innflutning, því mér vitandi eru engar íslenskar framleiðsluvörur með vörugjöldum. Síðasta áratug hefur netverslun aukist mikið, flutningar eru orðnir ódýrari og erlend verslun aðgengilegri fyrir almenning. Afar auðvelt er að panta vörur á netinu og láta senda þær heim til sín. Það sem takmarkar neytendur í að versla á netinu er tollakerfið. Þegar neytandinn kaupir vörur á netinu þarf hann að greiða álagningu erlends seljenda og síðan virðisaukaskatt viðkomandi lands. Flutningskostnaður er lagður við og síðan eru tollar og vörugjöld reiknuð af því. Að endingu er lagður á virðisaukaskattur, hér á landi. Sam sagt, innkaupaverð neytandans er fullt verð í búð erlendis auk sömu gjalda og sömu tolla og innflytjendur greiða almennt og virðisaukaskattur er greiddur tvisvar sinnum, þ.e. í báðum löndum. Afleiðingin er sú að varan meira en tvöfaldast í verði frá því að kaupmaðurinn erlendis skilar af sér vörunni og fær sitt fyrir viðskiptin, þar til að hún er kominn inní hús hjá íslenskum neytanda. Hér borgar verslunin vissulega tolla og vörugjöld af vörum. En þá er það gert af vörum sem koma hingað á heildsöluverði, sem er mun lægra en útsöluverð úr búð erlendis. Flutningarnir eru mun hagstæðari ef þú flytur inn mikið magn heldur en eitt eintak eins og einstaklingar gera sem flytja inn fyrir sjálfan sig. Hér á landi eru sjónvörp allt að þvi 100% dýrari en í Bretlandi. Ástæðan er tollar og mun hærri álaging hér á landi í krónutölu og í prósentum, allt að tvisvar sinnum hærri. Margar vörur sem við framleiðum ekki eru mun dýrari hér, til að mynda fatnaður og bílavarahlutir. Verslunin hefur engan áhuga á að breyta þessu. Verslunin vill hafa tolla og vörugjöld, því að tollarnir koma í veg fyrir samkeppni erlendis frá. Þess vegna getur verslunin leyft sér hærri álagningu og minni samkeppni. Þess vegna er álagning hér á landi mun hærri en gengur og gerist annars staðar. Framleiðsluvirði íslensks landbúnaðar frá bændum var um 60 milljarðar á síðasta ári, en til samanburðar var velta þriggja stærstu heildsalanna, Innes, 1912 og Íslensk-Ameríska, um 19 milljarðar árið 2010. Því er eftir töluverðu að slægjast við að fella niður innflutningstolla af landbúnaðarvörum. Heildsalarnir fá meira að segja stuðning frá háskólasamfélaginu í málflutningi sínum, en enginn vill hreyfa við versluninni. Félag atvinnurekenda hefur að undanförnu lagt áherslu á að lækka tolla, en einungis á landbúnaðarvörum, ekki á innfluttum vörum. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til af þeim að að berjast fyrir bættum hag neytenda enda er það ekki þeirra hagsmunahópur.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar