Helgi Jónas snýr aftur - tekur við Keflavíkurliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2014 09:16 Helgi Jónas Guðfinnsson og Falur Harðarson formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Mynd/Heimasíða Keflavíkur Keflvíkingar voru ekki lengi að finna eftirmann Andy Johnston því félagið er búð að gera tveggja ára samning við Helga Jónas Guðfinnsson. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflvíkinga. Helgi Jónas gerði Grindavík að Íslandsmeisturum þegar hann þjálfað síðast í úrvalsdeild karla 2011-12. Hann stýrði liðinu hinsvegar aðeins í tvö tímabil og hætti eftir titiltímabilið. „Hann var okkar fyrsti kostur og við bindum vonir um að þetta samstarf verði okkur gjöfult. Helgi hefur sannað sig sem þjálfari á topp level og því var leitað til hans enda viljum við bara það besta fyrir okkar fólk hér í Keflavík" sagði Sævar Sævarsson, stjórnarmaður hjá Keflvíkingum, í samtali við Karfan.is. Grindavíkurliðið vann 34 af 44 deildarleikjum sínum undir stjórn Helga frá 2010-12 og 9 af 13 leikjum í úrslitakeppninni að auki. Keflvíkingar töpuðu öllum þremur leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár eftir að hafa verið í baráttunni við KR um deildarmeistaratitilinn. Liðið byrjaði tímabilið mjög vel og vann meðal annars Lengjubikarinn síðasta haust en slakur endasprettur var Keflvíkingum skiljanlega mikil vonbrigði.Fréttin af heimasíðu Keflavíkur: Körfuknattleiksdeild Keflavíkur samdi í gærkveldi við Helga Jónas Guðfinnsson um að hann taki að sér þjálfun meistaraflokks karla. Samningurinn er til tveggja ára. Helgi Jónas ætti að vera öllum körfuboltaunnendum kunnur en hann lék um árabil með liði Grindavíkur og landsliðið Íslands auk þess sem hann var um tíma atvinnumaður í Hollandi og Belgíu. Helgi Jónas þjálfaði lið Grindavíkur með góðum árangri en árið 2012 gerði hann liðið að Íslandsmeisturum. Að því tímabili loknu tók kappinn sér frí frá körfuboltaþjálfun en hann hefur þó undanfarin ár eytt miklum tíma í að mennta sig á svði þjálfunar. Þess má til gamans geta að Helgi Jónas hefur í nokkur ár undirbúið og þróað Metabolic æfingakerfið sem leit dagsins ljós árið 2011 en þar er um að ræða hágæða æfingakerfi sem er í senn markvisst, árangursríkt, skemmtilegt og öruggt. Umrætt þjálfunarkerfi hefur notið mikilla vinsælda á stuttum tíma og hafa fjölmargar þjálfunarstöðvar fyrir Metabolic verið opnaðar hér á landi auk þess sem kerfið heldur á frekari landvinning utan landsteinanna. Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur er virkilega ánægð með að Helgi Jónas var tilbúinn að taka að sér það krefjandi og skemmtilega verkefni sem þjálfun meistaraflokks karla hjá Keflavík er og er mikil tilhlökkunin fyrir samstarfinu. Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Keflvíkingar voru ekki lengi að finna eftirmann Andy Johnston því félagið er búð að gera tveggja ára samning við Helga Jónas Guðfinnsson. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflvíkinga. Helgi Jónas gerði Grindavík að Íslandsmeisturum þegar hann þjálfað síðast í úrvalsdeild karla 2011-12. Hann stýrði liðinu hinsvegar aðeins í tvö tímabil og hætti eftir titiltímabilið. „Hann var okkar fyrsti kostur og við bindum vonir um að þetta samstarf verði okkur gjöfult. Helgi hefur sannað sig sem þjálfari á topp level og því var leitað til hans enda viljum við bara það besta fyrir okkar fólk hér í Keflavík" sagði Sævar Sævarsson, stjórnarmaður hjá Keflvíkingum, í samtali við Karfan.is. Grindavíkurliðið vann 34 af 44 deildarleikjum sínum undir stjórn Helga frá 2010-12 og 9 af 13 leikjum í úrslitakeppninni að auki. Keflvíkingar töpuðu öllum þremur leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár eftir að hafa verið í baráttunni við KR um deildarmeistaratitilinn. Liðið byrjaði tímabilið mjög vel og vann meðal annars Lengjubikarinn síðasta haust en slakur endasprettur var Keflvíkingum skiljanlega mikil vonbrigði.Fréttin af heimasíðu Keflavíkur: Körfuknattleiksdeild Keflavíkur samdi í gærkveldi við Helga Jónas Guðfinnsson um að hann taki að sér þjálfun meistaraflokks karla. Samningurinn er til tveggja ára. Helgi Jónas ætti að vera öllum körfuboltaunnendum kunnur en hann lék um árabil með liði Grindavíkur og landsliðið Íslands auk þess sem hann var um tíma atvinnumaður í Hollandi og Belgíu. Helgi Jónas þjálfaði lið Grindavíkur með góðum árangri en árið 2012 gerði hann liðið að Íslandsmeisturum. Að því tímabili loknu tók kappinn sér frí frá körfuboltaþjálfun en hann hefur þó undanfarin ár eytt miklum tíma í að mennta sig á svði þjálfunar. Þess má til gamans geta að Helgi Jónas hefur í nokkur ár undirbúið og þróað Metabolic æfingakerfið sem leit dagsins ljós árið 2011 en þar er um að ræða hágæða æfingakerfi sem er í senn markvisst, árangursríkt, skemmtilegt og öruggt. Umrætt þjálfunarkerfi hefur notið mikilla vinsælda á stuttum tíma og hafa fjölmargar þjálfunarstöðvar fyrir Metabolic verið opnaðar hér á landi auk þess sem kerfið heldur á frekari landvinning utan landsteinanna. Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur er virkilega ánægð með að Helgi Jónas var tilbúinn að taka að sér það krefjandi og skemmtilega verkefni sem þjálfun meistaraflokks karla hjá Keflavík er og er mikil tilhlökkunin fyrir samstarfinu.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira