Helgi Jónas snýr aftur - tekur við Keflavíkurliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2014 09:16 Helgi Jónas Guðfinnsson og Falur Harðarson formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Mynd/Heimasíða Keflavíkur Keflvíkingar voru ekki lengi að finna eftirmann Andy Johnston því félagið er búð að gera tveggja ára samning við Helga Jónas Guðfinnsson. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflvíkinga. Helgi Jónas gerði Grindavík að Íslandsmeisturum þegar hann þjálfað síðast í úrvalsdeild karla 2011-12. Hann stýrði liðinu hinsvegar aðeins í tvö tímabil og hætti eftir titiltímabilið. „Hann var okkar fyrsti kostur og við bindum vonir um að þetta samstarf verði okkur gjöfult. Helgi hefur sannað sig sem þjálfari á topp level og því var leitað til hans enda viljum við bara það besta fyrir okkar fólk hér í Keflavík" sagði Sævar Sævarsson, stjórnarmaður hjá Keflvíkingum, í samtali við Karfan.is. Grindavíkurliðið vann 34 af 44 deildarleikjum sínum undir stjórn Helga frá 2010-12 og 9 af 13 leikjum í úrslitakeppninni að auki. Keflvíkingar töpuðu öllum þremur leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár eftir að hafa verið í baráttunni við KR um deildarmeistaratitilinn. Liðið byrjaði tímabilið mjög vel og vann meðal annars Lengjubikarinn síðasta haust en slakur endasprettur var Keflvíkingum skiljanlega mikil vonbrigði.Fréttin af heimasíðu Keflavíkur: Körfuknattleiksdeild Keflavíkur samdi í gærkveldi við Helga Jónas Guðfinnsson um að hann taki að sér þjálfun meistaraflokks karla. Samningurinn er til tveggja ára. Helgi Jónas ætti að vera öllum körfuboltaunnendum kunnur en hann lék um árabil með liði Grindavíkur og landsliðið Íslands auk þess sem hann var um tíma atvinnumaður í Hollandi og Belgíu. Helgi Jónas þjálfaði lið Grindavíkur með góðum árangri en árið 2012 gerði hann liðið að Íslandsmeisturum. Að því tímabili loknu tók kappinn sér frí frá körfuboltaþjálfun en hann hefur þó undanfarin ár eytt miklum tíma í að mennta sig á svði þjálfunar. Þess má til gamans geta að Helgi Jónas hefur í nokkur ár undirbúið og þróað Metabolic æfingakerfið sem leit dagsins ljós árið 2011 en þar er um að ræða hágæða æfingakerfi sem er í senn markvisst, árangursríkt, skemmtilegt og öruggt. Umrætt þjálfunarkerfi hefur notið mikilla vinsælda á stuttum tíma og hafa fjölmargar þjálfunarstöðvar fyrir Metabolic verið opnaðar hér á landi auk þess sem kerfið heldur á frekari landvinning utan landsteinanna. Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur er virkilega ánægð með að Helgi Jónas var tilbúinn að taka að sér það krefjandi og skemmtilega verkefni sem þjálfun meistaraflokks karla hjá Keflavík er og er mikil tilhlökkunin fyrir samstarfinu. Dominos-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Keflvíkingar voru ekki lengi að finna eftirmann Andy Johnston því félagið er búð að gera tveggja ára samning við Helga Jónas Guðfinnsson. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflvíkinga. Helgi Jónas gerði Grindavík að Íslandsmeisturum þegar hann þjálfað síðast í úrvalsdeild karla 2011-12. Hann stýrði liðinu hinsvegar aðeins í tvö tímabil og hætti eftir titiltímabilið. „Hann var okkar fyrsti kostur og við bindum vonir um að þetta samstarf verði okkur gjöfult. Helgi hefur sannað sig sem þjálfari á topp level og því var leitað til hans enda viljum við bara það besta fyrir okkar fólk hér í Keflavík" sagði Sævar Sævarsson, stjórnarmaður hjá Keflvíkingum, í samtali við Karfan.is. Grindavíkurliðið vann 34 af 44 deildarleikjum sínum undir stjórn Helga frá 2010-12 og 9 af 13 leikjum í úrslitakeppninni að auki. Keflvíkingar töpuðu öllum þremur leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár eftir að hafa verið í baráttunni við KR um deildarmeistaratitilinn. Liðið byrjaði tímabilið mjög vel og vann meðal annars Lengjubikarinn síðasta haust en slakur endasprettur var Keflvíkingum skiljanlega mikil vonbrigði.Fréttin af heimasíðu Keflavíkur: Körfuknattleiksdeild Keflavíkur samdi í gærkveldi við Helga Jónas Guðfinnsson um að hann taki að sér þjálfun meistaraflokks karla. Samningurinn er til tveggja ára. Helgi Jónas ætti að vera öllum körfuboltaunnendum kunnur en hann lék um árabil með liði Grindavíkur og landsliðið Íslands auk þess sem hann var um tíma atvinnumaður í Hollandi og Belgíu. Helgi Jónas þjálfaði lið Grindavíkur með góðum árangri en árið 2012 gerði hann liðið að Íslandsmeisturum. Að því tímabili loknu tók kappinn sér frí frá körfuboltaþjálfun en hann hefur þó undanfarin ár eytt miklum tíma í að mennta sig á svði þjálfunar. Þess má til gamans geta að Helgi Jónas hefur í nokkur ár undirbúið og þróað Metabolic æfingakerfið sem leit dagsins ljós árið 2011 en þar er um að ræða hágæða æfingakerfi sem er í senn markvisst, árangursríkt, skemmtilegt og öruggt. Umrætt þjálfunarkerfi hefur notið mikilla vinsælda á stuttum tíma og hafa fjölmargar þjálfunarstöðvar fyrir Metabolic verið opnaðar hér á landi auk þess sem kerfið heldur á frekari landvinning utan landsteinanna. Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur er virkilega ánægð með að Helgi Jónas var tilbúinn að taka að sér það krefjandi og skemmtilega verkefni sem þjálfun meistaraflokks karla hjá Keflavík er og er mikil tilhlökkunin fyrir samstarfinu.
Dominos-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira