Innlent

Vilborg leiðir Bjarta Framtíð á Akranesi

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Aðsend
Björt Framtíð á Akranesi samþykkti einróma á fundi fyrir páska framboðslista átján einstaklinga. Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir leiðir listann.

Í tilkynningu frá flokknum segir að Björt Framtíð á Akranesi sé opið, grænt og frjálslynt stjórnmálaafl sem leggi áherslu á að byggja upp samfélag þar sem fólk njóti jafnra tækifæra og hver og einn fái að nýta hæfileika sína til virkni í fjölbreytilegu og lifandi bæjarfélagi.

Björt Framtíð vill sækja fram til nýrra og fjölbreyttari atvinnuhátta í bænum og hlúa að starfsumhverfi og vexti þeirra sem fyrireru.

Eftirtaldir skipa tíu efstu sæti listans:

1. Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir,  grunnskólakennari

2. Svanberg Júlíus Eyþórsson.  verkamaður hjá Elkem

3. Anna Lára Steindal,  verkefnastjóri Mannréttindamála

4. Kristín Sigurgeirsdóttir,  skólaritari

5. Starri Reynisson,  framhaldsskólanemi

6. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir,  húsmóðir og handverkskona

7. Þórunn María Örnólfsdóttir,  sagnfræðinemi

8. Bjarki Þór Aðalsteinsson,  verkamaður hjá Norðuráli

9. Kristinn Pétursson,  kerfisstjóri og grafískur hönnuður

10. Patrycja Szalkowicz,  tónlistarkennari

Björt Framtíð mun nota listabókstafinn: Æ um land allt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×